Fjölrit RALA - 10.10.1992, Blaðsíða 33

Fjölrit RALA - 10.10.1992, Blaðsíða 33
29 Þakkarorð Ég vil færa öllum sem lagt hafa mér lið við þetta verkefni bestu þakkir. Sérstaklega þó bændum sem oft þurftu að verja verulegum tíma í að aðstoða mig. Þá vil ég þakka forráðamönnum Búnaðarsambandanna og ráðunautum á svæðinu fyrir alla fyrirgreiðslu. Ekki síst vil ég þakka Framleiðnisjóði landbúnaðarins sem styrkti þetta verkefni. Heimildir Áslaug Helgadóttir, 1987. Áhrif gróðurfars á afrakstur túna. Ráðunautafundur 1987: 33-47. Bjarni Guðleifsson, 1982. Gróðurfar í nokkrum túnum á Norðurlandi. Ársrit Rœktunarfélags Norðurlands, 79: 108-113. Guðni Þorvaldsson, 1981. Gróðurfar túna á nokkrum bœjum í Rangárvallasýslu. Fjölrit RALA nr. 78: 15 bls. Guðni Þorvaldsson, 1990. Túnrœkt á Austurlandi. Fjölrit RALA nr. 148: 40 bls. Guðni Þorvaldsson, 1991. Athugun á gróðurfari og meðferð túna á Vestfjörðum og Vesturlandi. Fjölrit RALA nr. 153: 54 bls. Guðni Þorvaldsson og Hólmgeir Björnsson, 1990. The effects of weather on growth, crude protein and digestibility of some grass species in Iceland. Búvísindi, 4: 19-36. Jóhannes Sigvaldason, 1977. Grös í túnum á Norðurlandi. Fjölrit BRT nr. 6: 11 bls. Viðauki í 30. töflu er sýnd þekja átta grastegunda á einstökum bæjum, annars vegar í túnum sem eru 15 ára eða yngri og hins vegar í túnum sem eru eldri en 15 ára. Við útreikninga var leiðrétt fyrir stærð túnanna.

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.