Fjölrit RALA - 10.11.1992, Blaðsíða 26

Fjölrit RALA - 10.11.1992, Blaðsíða 26
-18- vegagerðar. Jarðveginum má síðan jafna yfir gróður- og jarðvegssárin þegar uppgræðsla hæfist. Bent er á nauðsyn þess að nýta staðartegundir við uppgræðslu vegsára. INNGANGUR Verklegar framkvæmdir hafa yfírleitt í för með sér röskun á gróðri og jarðvegi. Sárin sem myndast eru lýti í landslagi og geta skapað hættu á rofi. Sé ekkert aðhafst eru þau yfírleitt lengi að gróa. Vegagerð ríkisins hefur um alilangt skeið lagt mikla áherslu á að græða upp svæði sem raskast hafa við vegagerð og hefur uppgræðslan í flestum tilfellum falist í sáningu grasfræs og dreifingu áburðar. Þessi aðferð er í megindráttum hin sama og einna mest hefur verið notuð við uppgræðslu örfoka svæða hér á landi, en með henni má ná upp gróðurþekju á stuttum tíma. Fremvu: lítið er vitað um langtímabreytingar á gróðri í kjölfar uppgræðslu hér á landi, því yfirleitt hefur aðeins verið fylgst með gróðurbreytingum í stuttan tíma (1-6 ár) eftir að uppgræðsla hefst (Sturia Friðriksson 1969; Sturla Friðriksson og Jóhann Pálsson 1970; Aslaug Helgadóttir 1988ab; Áslaug Helgadóttir 1991). f þessum rannsóknum hefur einkum verið lögð áhersla á að fylgjast með afdrifum sáðgresis, en lítið verið hugað að framvindu annars gróðurs. Dæmi eru þó um að gróðurbreytingar hafi verið rannsakaðar eftir lengri tíma (Sturla Friðriksson o.fl. 1977, Elín Gunnlaugsdóttir 1985, Þóra Ellen Þórhallsdóttir 1991). Gróðurframvinda tekur yfirleitt langan tíma og til þess að unnt sé að meta árangur uppgræðslustarfs er nauðsynlegt að fylgjast með gróðri mun lengur en gert hefur verið. Vitað er að plöntur hafa oft mikil áhrif hveijar á aðra þar sem landnám gróðurs á sér stað. Ef gróðurþekja er lítil er oft um jákvæð áhrif að ræða milli einstaklinga, þannig að frumheijaplöntur geta aukið líkur á landnámi annars gróðurs (t.d. Sigurður H. Magnússon og Borgþór Magnússon 1990). Þetta stafar m.a. af því að við landnámið dregur úr yfirborðshreyfingum í jarðvegi, skjól verður meira og vaxtarskilyrði því betri. Einnig er þekkt að frumheijar geta beinlínis hindrað landnám annarra plantna (t.d. Ágúst H. Bjamason 1991, Densmore 1992), t.d. vegna áhrifa á spírun fræs og vegna vaxandi samkeppni. í upphafi gróðurframvindu er venjulega lítil samkeppi á milli tegunda en hún eykst yfirleitt með vaxandi þekju. Skilyrði til gróðurþróunar í vegraski eru sennilega að verulegu leyti áþekk skilyrðum á örfoka landi. í vegraski er þó yfirleitt mun minna áfok og oftast styttra í gróið land og þar með í fræuppsprettu. Umferð bfla og annarra ökutækja hefur þar að auki margvísleg áhrif, sem venjulega gætir lítið sem ekkert á örfoka landi. Má þar nefna mengun frá útblæstri véla, vegryk, salt, áhrif snjómoksturs (Spencer o.fl. 1988), auk þess sem umferð farartækja getur haft bein áhrif á dreifingu plantna. Margir þættir hafa áhrif á gróður í vegsárum og má ætla að skilyrði til landnáms séu afar misjöfn, bæði innan og á milli svæða. Þar sem jarðvegur hefur verið fjarlægður að öllu eða miklu leyti má reikna með erfiðum landnámsskilyrðum. Þar er næringarástand trúlega slæmt, fræforði jarðvegs lítill og vatnsbúskapur erfiður. Á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.