Fjölrit RALA - 10.11.1992, Blaðsíða 27

Fjölrit RALA - 10.11.1992, Blaðsíða 27
-19- þeim stöðum þar sem mestur hluti jarðvegsins, einkum efsta lagið, hefur verið skilinn eftir má búast við betri skilyrðum. Næringarástand er þar sennilega betra, fræforði meiri og vatnsbúskapur betri. Alþekkt er að gróðurskilyrði eru misjöfn eftir landshlutum og hæð yfir sjó og má því reikna með miklum mun á milli svæða. Ætla má að gróðurþróun gangi t.d. mun hægar á hálendi en á láglendi. Megintilgangur uppgræðslu vegsára er að flýta fyrir gróðurframvindu og minnka hættu á rofi. Því er æskilegt að ná upp verulegri gróðurþekju strax í upphafi og geta lágplöntur, svo sem mosar og fléttur, gegnt þar mikilvægu hlutverki ekki síður en háplöntur. Einnig er æskilegt að gróðursvipurinn í vegsárunum verði sem líkastur þeim gróðri sem er í næsta nágrenni þeirra. Svörðurinn sem myndast við uppgræðslu vegsára má þess vegna ekki hindra landnám tegunda úr nærliggjandi gróðurlendi (Bayfield 1980). Þegar meta skal árangur af uppgræðslu vegsára er því nauðsynlegt að fylgjast með landnámi plantna úr nærliggjandi gróðursamfélögum. Mat á árangri verður að byggja að verulegu leyti á því hversu vel þessum tegundum gengur að nema land en ekki á uppskerumagni eða lostætni landnámsgróðurs, eins og gert hefur verið þegar land er grætt upp til beitar eða við túnrækt í hefðbundnum landbúnaði. Hér á eftir er greint frá niðurstöðum rannsókna sem gerðar voru á landnámi gróðurs í vegsárum við mismunandi aðstæður á Vestur- og Norðurlandi. Gerðar voru gróðurmælingar í vegsárum 3-10 árum eftir að uppgræðsla hófst og voru þær síðan endurteknar á sömu stöðum 3-4 árum seinna. RANNSÓKNASVÆÐIN Almenn lýsing Valin voru fjögur svæði til rannsókna, tvö á hálendi og tvö á láglendi. Hálendissvæðin eru við þjóðveg 1, annað á Öxnadalsheiði en hitt á Holtavörðuheiði. Láglendissvæðin eru bæði í Borgarfirði og er annað þeirra við veg 524, Þverárveg skammt frá Þverárrétt en hitt við veg 550-03, Borgarfjarðarbraut, skammt sunnan við Litla-Kropp(l. mynd). Svæðið á Öxnadalsheiði er um 7 km á lengd og liggur að mestu leyti norðaustan á heiðinni. Austurmörk eru innst í Öxnadal, um 4 km norðaustan við Bakkasel, en vesturmörk eru vestan háheiðarinnar, um 500 m austan við Gijótá. Neðsti hluti svæðisins liggur í um 300 m hæð og sá efsti í um 540 m hæð. Rannsóknasvæðið á Holtavörðuheiði er um 8 km á lengd og nær ffá háheiðinni í norðri og suður að brú við Heiðarsporð. Lægsti hluti þess liggur í um 230 m hæð yfir sjó, en sá hæsti í um 400 m. Svæðið við Þverárrétt nær frá Helgavatni að ofan og um hálfan kílómetir niður fyrir réttina og er um 2 km á lengd. Hæð yfir sjó er um 60 m. Svæðið við Litla-Kropp er tæpur hálfur kílómetir að lengd og liggur í um 90 m hæð yfir sjó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.