Fjölrit RALA - 10.11.1992, Blaðsíða 51

Fjölrit RALA - 10.11.1992, Blaðsíða 51
-43- rannsóknareitanna á Holtavörðuheiði og í einum reit á Öxnadalsheiði var heildarþekja undir 40%, 9-10 árum eftir að uppgræðsla hófst. Er það t.d. minni þekja en varð við uppgræðslu afréttarlanda sem gerð var á Auðkúluheiði í um 500 m hæð yfir sjó, en þar var gróðurþekja orðin um 40-70%, 8 árum eftir að uppgræðsla hófst (Ingvi Þorsteinsson o.fl. 1989). Tekið skal fram að á þessum stöðum, sem hér eru teknir til samanburðar voru uppgræðsluaðferðir með nokkuð öðru sniði en í veggrófunum. Grasfræi var sáð fyrsta árið eins og í veggrófunum, en áburði var aftur á móti dreift þar mun lengur, eða árlega fyrstu 4-5 árin. Gróðurþekja sem er minni en 30% eftir 9 ár getur tæplega talist nægilegur árangur, einkum ef miðað er við að uppgræðsla af þessu tagi er töluvert kostnaðarsöm. Þó ber þess að geta að gróðurþekja ein og sér er alls ekki nægur mælikvarði á árangur uppgræðslu. Taka verður tillit til mun fleiri þátta, svo sem tegundasamsetningar og stöðugleika þess vistkerfis sem verið er að byggja upp. Mikilvægt er að uppgræðsluaðgerðir komi gróðurframvindu vel af stað og leiði til þess að gróður veggrófanna þróist.í átt til þess gróðurs sem er að finna í grenndinni. Þekja sáðgresis var mjög misjöfn eftir stöðum og hafði yfirleitt minnkað með tíma. Var hún t.d. mun minni á Holtavörðuheiði en á Öxnadalsheiði. Ending sáðgresis er oft mjög misjöfn, mikill munur er á tegundum og oft verulegur munur á einstökum stofnum sömu tegundar (Áslaug Helgadóttir, þetta fjölrit). Á tilraunasvæðunum var alls staðar notuð sáðblanda þar sem meginuppistaðan var túnvingull. Ekki er ljóst hver er meginástæða þessa munar, en hann getur stafað af ójafnri sáningu, að spírun hafi verið misjöfn eða sáðgresið hafi enst misvel eftir stöðum. Rétt er að benda á að gróðurskilyrði era að öllum likindum mun betri á Öxnadalsheiði en á Holtavörðuheiði, sem hugsanlega getur skýrt þennan mun að einhveiju leyti. Rýmun sáðgresis með tíma, eins og hér kom fram, er í samræmi við niðurstöður ýmissa annarra rannsókna, þar sem land hefur verið grætt upp með áburði og sáningu grasfiræs, en þær hafa sýnt að yfirleitt dregur mikið úr þekju grasa skömmu efdr að áburðargjöf er hætt (t.d. Elín Gunnlaugsdóttir 1981). Bent hefur verið á að þetta megi rekja til útskolunar næringarefna úr jarðvegi (Bayfield 1980), en margar grastegundir eru áburðarkærar og samkeppnisaðstaða þeirra gagnvart öðrum tegundum er oft háð góðu næringarástandi í jarðvegi. Einkennandi fyrir rannsóknasvæðin var að mosar náðu tiltölulega fljótt mikilli þekju og voru þeir mikilvirkari en bæði fléttur og háplöntur. Mikið landnám mosa má að hluta til rekja til loftslags, en trúlega hefur áburðargjöf og sáning grastegunda haft jákvæð áhrif á landnám margra mosategunda. Á Öxnadalsheiði og þó einkum á Holtavörðuheiði var Racomitrium ericoides mikilvirkur landnemi sem líklega má rekja til ríkulegrar úrkomu. Athygli vekur að Racomitrium lanuginosum, sem er helsti landnemi í íslenskum hraunum (Ágúst H. Bjamason 1991), var frekar lítið áberandi í veggrófum þrátt fyrir að hann væri víða ríkjandi í næsta nágrenni reitanna og er það í samræmi við reynslu af landnámi í veggrófum í hálöndum Skotlands (Bayfield 1984). Þó ber að geta þess að í einum reit á Holtavörðuheiði (H5) var þessi tegund nánast einráð, sem sýnir að skilyrði hafa þar verið hentug fyrir landnám
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.