Fjölrit RALA - 20.11.1992, Blaðsíða 7

Fjölrit RALA - 20.11.1992, Blaðsíða 7
-3- INNGANGUR Eftir lok ísaldar nam gróður land og þróaðist hér á landi án áhrifa grasbíta af flokki spendýra eða afskipta mannsins, allt þar til að landið var numið á níundu öld. Landnámsmenn fluttu hingað sauðfé, nautgripi, hesta og geitur (Stefán Aðalsteinsson 1981) og á síðara hluta átjándu aldar vom flutt hreindýr til landsins (Skaiphéðinn Þórisson 1980). Ritaðar heimildir, öskulagarannsóknir og fijókomagreiningar sýna að búsetan og búfjárbeitin sem henni var samfara höfðu þegar mikil áhrif á gróður og jarðveg (Þorieifur Einarsson 1962; Margrét Hallsdóttir 1987). Á fáum öldum gekk mjög á skóg og kjarrlendi, gróðurþekjan tók að gisna og jarðvegsrof jókst. Eftir landnám virðist verðurfar hafa kólnað og eldvirkni aukist sem hefur einnig átt þátt í hnignun gróðurs og jarðvegseyðingu. Áætlað hefur verið að meir en helmingur þeirrar gróðurþekju sem var hér við landnám hafi tapast, en hröðust er eyðingin talin hafa verið á síðari hluta nítjándu aldar (Sturla Friðriksson 1972; Sveinn Runólfsson 1987; Ólafur Amalds o.fl. 1987). Mest hefur eyðingin orðið á hálendinu en þar era víða mikilvægir sumarhagar fyrir sauðfé sem nýttir hafa verið frá fomu fari. Langvarandi hnignun gróðurs og jarðvegs hefur leitt tíl þess að ástand beitílanda á afréttum landsins er víða slæmt og beitarþol þeirra takmarkað (Ingvi Þorsteinsson 1986; Andrés Amalds 1987). Á þessari öld hefur verið reynt að spyma við fætí og lögð áhersla á að draga úr jarðvegs- og gróðureyðingu, græða upp land, auka stjóm á beitinni og bæta ástand bithaga (Sveinn Runólfsson 1987). Víða hefur tekist vel tíl, en sums staðar hefur árangur orðið minni en skyldi vegna fjölgunar búfjár og skorts á rannsóknum og þekkingu á sviði landgræðslu og vistfræði beitilanda. Árið 1955 hóf Rannsóknastofnun landbúnaðarins (þá Atvinnudeild Háskólans) langtímarannsóknir á ástandi og beitarþoli úthaga (Ingvi Þorsteinsson o.fl. 1971; Ingvi Þorsteinsson 1980a). Þessar rannsóknir vora stórlega efldar árið 1975 þegar Þróunarsjóður Sameinuðu þjóðanna veittí styrk tíl að hefja víðtækar beitartilraunir hér á landi. Megintilgangur tilraunanna var að rannsaka beitarþol íslenskra úthaga, bæði afrétta og heimalanda, tíl að ákvarða hvemig hagkvæmast er að nýta land til beitar án þess að valda gróðurskemmdum eða jarðvegseyðingu (Bjöm Sigurbjömsson 1976; Halldór Pálsson 1981). Á tilraunasvæðunum, sem vora upphaflega átta að tölu, var land afgirt og því skipt niður í hólf sem búfé var beitt í með misjöfnu álagi. Yfir beitartímann var reglubundið mældur vöxtur búfjárins og fylgst með heilbrigði þess. Ennfremur var uppskera mæld, efnasamsetning og meltanleiki gróðurs ákvarðaður og gróðurfar mælt í beitilandinu (Ólafur Guðmundsson og Andrés Amalds 1978a). Upphaflega áttu tílraunimar að standa í fimm ár en með því að fækka tilraunastöðum og draga úr umfangi var hægt að halda þeim áfram mun lengur (Ólafur Guðmundsson 1989). Lengst stóðu tilraunimar í Sölvholti í Flóa, eða til ársins 1988, og á Auðkúluheiði í Austur-Húnavatnssýslu þar sem þeim lauk haustið 1989. Á þessum tveimur stöðum hefur verið safnað meiri gögnum um búfjárbeit en annarsstaðar á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.