Fjölrit RALA - 20.11.1992, Blaðsíða 8

Fjölrit RALA - 20.11.1992, Blaðsíða 8
-4- landinu. í Sölvholti voru gerðar tilraunir með beit sauðfjár, nautgripa og hrossa á framræstri láglendismýri, en á Auðkúluheiði, þar sem tilraunalandið var í 470 metra hæð yfir sjó, var sauðfé beitt á þurrlendismóa. Sumarið 1987 réðst Rannsóknastofnun landbúnaðarins í ítarlegar rannsóknir á gróðurfari í tilraunalandinu í Sölvholti og á Auðkúluheiði, en Vísindasjóður veitti styrk til þeirra í þrjú ár. Auk rannsókna á gróðri voru gerðar athuganir á plöntuvali búfjár í tilraunalandinu og mælingar fóru fram á jarðvegsþáttum. Gerð hefur verið grein fyrir markmiði rannsóknanna og niðurstöður frá Sölvholti birtar (Borgþór Magnússon 1989; Borgþór Magnússon og Sigurður H. Magnússon 1990ab, 1991; Sigurður H. Magnússon og Borgþór Magnússon 1990). í þessari skýrslu verður greint rannsóknunum á Auðkúluheiði og niðurstöðum þeirra. Meginmarkmið gróðurrannsóknanna á Auðkúluheiði voru eftírfarandi: - að kanna hvort merkjanlegur munur væri á gróðurfari, þ.e. tegundasamsetningu og magni einstakra tegunda milli hólfa, sem rekja mætti til mismunandi beitarálags á tilraunatímanum, - að athuga hvort samband væri á milli beitarþunga og rofinnar gróðurþekju, - að greina þau einkenni í gróðurfari sem gefa öðrum fremur vísbendingu um að land sé óhóflega beitt, - að afla upplýsinga um plöntuval sauðfjár. Tilrauninni á Auðkúluheiði var m.a. ætlað að svara spumingum um hve mikla sauðfjárbeit þurrlendisgróður á afféttum þolir og hver sé hæfilegur fjárfjöldi þar. Þegar ráðist var í beitartilraunimar hafði verið nær stöðugur vöxtur í sauðfjárræktinni hér á landi í langan tíma. Fjárstofninn var stærri en nokkm sinni og nýting á afréttum til beitar sennilega meiri en áður hafði verið. Árið 1972 fór fjöldi vetrarfóðraðs fjár upp fyrir 800.000 en hámarki náði hann árið 1977 er hann var um 900.000 fjár (Landbúnaðrráðuneytið 1986). Frá þeim tíma hefur ríkt samdráttarskeið og mun fjárfjöldi nú vera kominn niður í um 500.000 fjár á vetrarfóðrum. Við þessa fækkun fjár hefur dregið mjög úr beit á afréttum og sennilega hlutfallslega meira en nemur fækkuninni (Anna Guðrún Þórhallsdóttir 1991). Það kann því að virðast að spumingar um sauðfjárbeit á afréttum séu ekki jafn brennandi í dag og þær vora fyrir 15 áram. Með fækkun fjár hefur sums staðar skapast svigrúm til að friða heil afréttasvæði fyrir beit og mun friðun viðkvæmra beitilanda vafalítið færast í vöxt á komandi áram. Útlit er fyrir áframhaldandi samdrátt í sauðfjárrækt hér á landi á næstu áram, en hver langtímaþróun í atvinnugreininni verður er erfitt að segja til um. Hver sem þróunin verður þá hlýtur nýting afrétta og heiðalanda áfram að verða nauðsynlegur hluti af sauðfjárbúskap víða um land.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.