Fjölrit RALA - 20.11.1992, Blaðsíða 18

Fjölrit RALA - 20.11.1992, Blaðsíða 18
- 14- NIÐURSTÖÐUR Jarðvegur Niðurstöður úr jarðvegsathugunum eru sýndar á 4. mynd. Birt eru meðaltöl mælinga fyrir einstaka reiti. í 2. töflu eru sýnd meðaltöl jarðvegs- og beitarþátta (beitarþungi og teðsla) fyrir einstök hólf og í 3. töflu fylgni milli meðaltala þáttanna úr einstökum reitum. Jarðvegsþykkt. Þykkt jarðvegs, mæld úr lægðum á milli þúfna og niður á jökulársetið, reyndist vera á bilinu 77-161 cm og 112 cm að meðaltali. Jarðvegur var þykkastur í norður- og vesturhluta tilraunalandsins þar sem hann mældist yfir 100 cm í flestum reitum. Úr þykkt jarðvegsins dró smám saman í austur- og suðausturátt er kom nær farvegi Sandár og var þykktin víðast um eða innan við 100 cm (4. mynd a). Jarðvegsþykktin var að meðaltali mest í reitum í Þ hólfinu en minnst í FÞ hólfinu. Þýfi. Þurrlendismóinn sem einkenndi mestan hluta tilraunalandsins var allur stórþýfður. Þúfumar voru nokkrir metrar að þvermáli og fremur óreglulegar að lögun. Þær mynduðu yfirleitt þrjú hæðarbelti, þ.e. þúfnakoll og lægð og síðan millilag sem myndaði nokkuð láréttan kraga neðan við þúfnakollinn. Var yfirborð þúfnakragans hlutfallslega stærst að flatarmáli. Nokkur munur var á hæð þúfna milli reita en hún reyndist vera á bilinu 31-62 cm, en að meðaltali voru þúfur 45 cm háar (4. mynd b). Þegar þýfishæð er bætt við jarðvegsþykkt kemur í ljós að 157 cm voru að meðaltali ffá þúfnakollum og niður á ársetið sem jarðvegurinn er myndaður á. Skýr munur kom ekki fram í þýfishæð milli einstakra hluta tilraunalandsins, en þó kom fram jákvæð og marktæk fylgni milli jarðvegsþykktar og hæðar þúfna (3. tafla), þ.e. þúfur höfðu tilhneigingu til að lækka er jarðvegur grynntist. Auk þúfnanna voru frostsprungur í yfirborði móans og mynduðu þær stórgert net. Milli þeirra voru nokkrir tugir metra og komu þær fram sem krappar, djúpar lægðir. Efnaþœttir í jarðvegi. Eins og fram kemur á 4. mynd c-f var nokkur breytileiki í efnaþáttum jarðvegs í tilraunalandinu. Meðalgildi allra reita ásamt lægstu og hæstu gildum (í sviga) vom: pH 6,6 (6.0-7,0), kolefni 3,9% (2,3-6,3), köfnunarefni 0,34% (0,20-0,57) og kalí 0,25 meq/lOOg (0,17-0,50). Breytingar í sýrustigi, kolefnis- og köfnunarefnisinnihaldi jarðvegs fylgdust að í tilraunalandinu. Þessir þættir höfðu mjög háa og marktæka innbyrðis fylgni og sýndu auk þess háa fylgni við jarðvegsþykkt (3. tafla). Þannig fór saman að jarðvegur grynntist, sýrustig hækkaði og magn kolefnis- og köfnunarefnis lækkaði í reitum frá norðvestri til suðausturs í tilraunalandinu. í reitum í Þ hólfinu var jarðvegur að meðaltali nkastur af kolefni og köfnunarefni og sýrustig var þar lægst. Minnst var hins vegar um þessi efni í jarðvegi í FL og FÞ hólfunum og sýrustig var þar hæst (2. tafla).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.