Fjölrit RALA - 20.11.1992, Blaðsíða 38

Fjölrit RALA - 20.11.1992, Blaðsíða 38
-34- Fjölbreytugreining a) Hnitun Niðurstöður DECORANA-hnitunar á gróðurfarsgögnum eru birtar á 9. mynd. Sýnd er staða reita á ásum 1 og 2 en þeir drógu fram 78% (61+17) þess breytileika sem skýrður var af þeim fjórum ásum sem DECORANA-forritið gefur. Það sem fyrst vekur athygli við niðurstöður hnitunarinnar er að hæstu gildi (110, 97) á ásunum eru mjög lág miðað við það sem algengt er þar sem forritið er notað við úrvinnslu gróðurfarsgagna (sjá t.d. Hill og Gauch 1980; Borgþór Magnússon og Sigurður H. Magnússon 1990b). Þessu lágu gildi benda til að heildarbreytileiki sé ffemur lítill í gagnasafninu og ekki mikill munur á tegundasamsetningu þeirra reita sem liggja lengst frá hverjum öðrum. Svið einstakra tegunda á DECORANA-ásum er talið vera um 400 einingar að jafnaði (Hill 1979a) og reitir sem aðskildir eru með þeirri fjarlægð eða meiri ættu því ekki að hafa neinar sameiginlegar tegundir. Til skýringar skal þess getið að fjarlægð milli einstakra reita gefur til kynna hversu líkir þeir eru að gróðurfari bæði hvað varðar tegundasamsetningu og magn einstakra tegunda. Því lengra sem er á milli reita þeim mun ólíkari eru þeir að gróðurfari. Eins og fram kemur er nokkur dreifing á reitum (9. mynd) sem gefur til kynna breytileika í gróðurfari. Dreifing reita er fremur jöfn og skýrar, vel aðskildar þyrpingar myndast ekki. Tveir reitir skera sig nokkuð úr og liggja ffá meginreitasafninu en það eru reitir Þ1 sem er neðst á ási 2 og M1 sem er efst á sama ási. Sérstaða þessara reita ákvarðast sennilega af því að í þeim komu ekki fram algengar tegundir sem fundust í öllum öðrum reitum. í Þ1 voru það fjallasveifgras (Poa alpina) og mundagrös (Cetraria delisei) en í M1 grámosi (Racomitrium ericoides). f reit M1 var einnig eftirtektarvert að þar höfðu nokkrar liffarmosategundir (Blepharostoma trichophyllum, Cephalozia pleniceps, Lophozia gillmanii, L. grandiretis, Onchoporus wahlenbergii og Scapania curta) meira vægi en í flestum öðrum reitum. Að frátöldum þessum tveimur reitum er lítil dreifing á reitum eftir ási 2. Megindreifingin er eftir ási 1 en hann skýrði mun stærri hluta breytileika gagnasafnsins eins og fram hefur komið. Með því að huga nánar að dreifingu reita má leita skýringa á því hvaða þættir ráða mestu um breytileika í gróðurfarinu eins og hann birtist á 9. mynd. Á hann rætur sínar að rekja til beitar eða mótast hann einnig af öðrum þáttum? Á 10. mynd hefur það rúm sem reitir innan hvers beitarhólfs skipa sér í verið afmarkað. Vegna fjölda hólfa og reita er hvert hólf sýnt fyrir sig og er uppröðun í samræmi við legu hólfanna í tilraunalandinu. Við afmörkun hvers beitarhólfs kemur í ljós að reitir innan sama hólfs hafa tilhneigingu til að skipa sér á ákveðinn hluta þess rúms sem ásar 1 og 2 mynda en um aðskilnað frá öðrum hólfum er ekki að ræða. Innan svæðis hvers hólfs lenda jafnframt reitir úr öðrum hólfum (10. mynd). Lengst til vinstri afmarkast Þ hólfið sem skarast við M, FM og L hólfin en lengst til hægri liggur FÞ hólfið sem skarast við öll hólf nema Þ hólf. Hólfin sem liggja þar á milli skarast við öll hólf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.