Fjölrit RALA - 20.11.1992, Blaðsíða 59

Fjölrit RALA - 20.11.1992, Blaðsíða 59
-55- Niðurstöður plöntuvalsathugananna eru dregnar saman á 17. mynd. Þar eru sýndar þær 38 tegundir sem náðu a.m.k. 10% tíðni í einhverju hólfanna, en sjaldgæfari tegundum er sleppt Hér er beitartíðni notuð sem mælikvarði á plöntuval en hún gefur til kynna hve oft tegund ber ummerki beitar þegar hún finnst í beitilandinu. Talsverður munur kom fram í plöntuvali milli hólfa (beitarþunga). í L hólfinu var beitarþungi langminnstur og hefur féð þar haft úr mestu að moða og getað einskorðað valið meira við lostætar plöntur heldur en í hinum hólfunum. Plöntuvalið í L hólfinu er því lagt til grundvallar við að ákvarða hve eftirsóttar af fénu einstakar tegundir voru (17. mynd). í L hólfinu reyndust slrðrastör (Carex vaginata), smjörgras {Bartsia alpina), grávíðir (Salix callicarpaeá) og vallarsveifgras (Poa pratensis) vera eftirsóttastar tegunda en þær voru með hæsta beitartíðni. Síst sótti féð þar í brjóstagras (Thalictrum alpinum), krækilyng (Empetrum hermafroditum), beitieski (Equisetum variegatum) og lambagras (Silene acaulis) en þessar tegundir voru algengastar af þeim sem ekkert voru bitnar r L hólfinu (17. mynd). í M og Þ hólfunum var myndin talsvert frábrugðin en þar var féð tekið að bíta tegundir sem fundust ekki með beitarummerkjum í L hólfinu. I M hólfinu voru blásveifgras (Poa glauca), stinnatör (Carex bigelowii), skriðlíngresi (Agrostis stolonifera) og geldingahnapppur (Armeria maritima) með hæsta beitartíðni, en í Þ hólfinu voru það tegundimar stinnastör, komsúra (Bistorta vivipara), blásveifgras og geldingahnappur. Aðrar tegundir sem vora bitnar í talsverðum mæli í þessum hólfum (beitartíðni >0,1 í a.m.k. öðra þeirra) voru vallarsveifgras, týtulíngresi (Agrostis vinealis), fjallasveifgras (Poa alpina), túnvingull (Festuca richardsonií), vallhæra (Luzula spicata) og fjalldrapi (Betula nana) (17. mynd). Minnst eftirsóttu tegundimar í Þ hólfinu, og væntanlega öllu tilraunalandinu þar með, voru grasvíðir, músareyra (Cerastium alpinum), krækilyng og lambagras. Slíðrastör og smjörgras, sem voru eftirsóttastar tegunda í L hólfinu fundust í litlum mæli í M hólfinu og voru mikið bitnar, en þær náðu ekki 10% tíðni og eru því ekki sýndar á 17. mynd. í Þ hólfinu fundust þær hins vegar ekki. Þegar hugað er að hlutföllum einstakra tegundahópa í gróðurlendinu á Auðkúluheiði og það borið saman við bitnar og óbitnar tegundir kemur í ljós að einkímblaða tegundir voru valdar fremur en tvíkímblaða. Féð valdi hlutfallslega mest af grastegundum en sneiddi helst hjá runnategundum (13. tafla). Helmingur háplöntutegundanna var ekki skráður bitinn. Þegar hugað er að þessum tegundum (12. tafla) kemur í ljós að margar þeirra eru mjög sjaldgæfar í gróðurlendinu og lfldegt að þær skráist ekki bitnar af þeim sökum frekar en að féð sneiði hjá þeim. Þá eru nokkrar þessara tegunda mjög smávaxnar og lítil fylling í þeim fyrir féð. Það er hins vegar lfldegt að óbitnar tegundir sem eru mjög algengar og tiltölulega stórvaxnar séu beinlínis sniðgengnar af fénu. Dæmi um þær er músareyra, krækilyng, grasvíðir og bláberjalyng (12. tafla).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.