Fjölrit RALA - 20.11.1992, Blaðsíða 68

Fjölrit RALA - 20.11.1992, Blaðsíða 68
-64- Fjölbreytugreining Fjölbreytugreining hefur mikið verið notuð við úrvinnslu gróðurfarsgagna undanfama áratugi. Hún er mjög vel fallin til að finna skyldleika sýna (t.d. reita) og kanna samband gróðurs og umhverfis, þ.e. svörun tegunda við breytingum í umhverfisþáttum. Hacker (1983) benti einna fyrstur á gagnsemi hnitunar við rannsóknir á ástandi beitilanda. Hann notaði ákveðna aðferð hennar til að kanna tengsl gróðurfars og beitarálags í haglendi í Astralíu, en beit má líta á sem hvem annan umhverfisþátt sem áhrif hefur á gróðurfar. Þar í landi er fjölbreytugreining notuð í auknum mæli við rannsóknir og mat á ástandi beitilanda en hún getur m.a. komið að gagni við að ákvarða mörk skynsamlegar og skaðlegrar nýtingar (Foran o.fl. 1986; Friedel 1991). Niðurstöður DECORANA-hnitunar leiddu í ljós að gróður í tilraunalandinu á Auðkúluheiði var einsleitur og ekki mikill munur á gróðurfari þeirra reita sem ólíkastir vom hverjir öðram. Megindreifing reita var eftir ási 1 sem skýrði stærstan hluta breytileika í gróðurfarinu. Þegar hugað var að reitum úr einstökum hólfum kom í ljós að þeir mynduðu ekki þyrpingar sem skildu sig frá reitum annarra hólfa. Þess í stað kom fram veraleg sköran á milli hólfa (10. mynd). Þá var ekki hægt að greina stefnu eða gróðurbreytingu í ákveðna átt þegar bomir vora saman paraðir reitir úr samliggjandi hólfum með misjafnan beitarþunga. Þetta bendir til að munur í beit hafi ekki orsakað veralegan gróðurfarsmun á milli hólfa á tilraunatímanum. Skýringa á gróðurmun í tilraunalandinu var hins vegar miklu fiemur að leita í jarðvegsþáttum sem mældir vora, þ.e. þykkt jarðvegs, stærð ógróins yfirborðs og magni lífrænna efna í jarðvegi (12. mynd). Sá munur sem kom fram í gróðri á milli einstakra hólfa stóð í mun steikari tengslum við þá heldur en beitina á tilraunatímanum. Við TWINSPAN-flokkun gagnanna fékkst frekari staðfesting á því sem lesið var úr niðurstöðum hnitunarinnar. Reitimir flokkuðust í tvo meginhópa með svipuðum fjölda reita (15. mynd). Skiptingin fylgdi ekki ákveðnum mörkum í beitarþunga milli hólfanna, heldur landgerðarmun í tilraunalandinu. Annars vegar var um að ræða reiti þar sem yfirborð var tiltölulega vel gróið, jarðvegur þykkur og ríkur af lífrænum efnum. Hvað gróður áhrærði, þá einkenndist þessi hópur m.a. af því að vallarsveifgras fannst í nokkram mæli í flestum reitum og að mikið var um stinnastör í þeim. Reitir þessir vora flestir í norðvesturhluta tilraunalandsins. Hins vegar var um að ræða reiti með grynnri jarðvegi og snauðari af lífrænum efnum og meira rofi í yfirborði. Sterkustu einkennistegundir þessa hóps vora smjörgras og sýkigras. Þessir reitir lágu yfirleitt í suðausturhluta tilraunalandsins. Meiri flokkun hvors hóps leiddi ekki til aðgreiningar reita eftir beitarhólfum og varpaði ekki frekara ljósi á tengsl gróðurfars við jarðvegsþætti eða beit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.