Fjölrit RALA - 20.11.1992, Blaðsíða 75

Fjölrit RALA - 20.11.1992, Blaðsíða 75
-71- milli hólfa en þá var beitarþungi íMogÞ hólfunum minni en síðar varð. Með aukningu beitarþunga í þessum hólfum féll fallþungi lamba og varð hann minnstur 1980 og 1981 en þá náði beitarþungi hámarki í þeim (17. mynd). í Þ hólfinu fór fallþungi niður í 10,0 kg 1981. Eftir þetta var beitarþungi minnkaður í M og Þ hólfunum og jókst fallþungi verulega við það, einkum í Þ hólfinu. Sumurin 1984-1987 var fallþungi yfir 12 kg í Þ hólfinu og aðeins 0,1-0,4 kg minni en x M hólfinu. Sumarið 1986 var fallþungi mestur í Þ hólfinu á tilraunatímanum eða 13,0 kg. Fallþungi í L hólfinu var stöðugri yfir tilraunatímabilið enda voru þar minni breytingar í beitarþunga en í hinum hólfunum. Mestur varð fallþungi þar sumarið 1984, 14,8 kg, en minnstur sumurin 1977 og 1981, 12,7 kg. Tengsl fallþunga við sumarhita og úrkomu, beitartíma og beitarþunga yfir tilraunatímabilið var könnuð með því að reikna fylni fallþungans við þessa þætti (15. tafla). í ljós kom að fallþungi sýndi einungis marktæka fylgni við beitarþunga og átti það við um M og Þ hólfin og þegar hólfunum þremur var slegið saman. Það virðist því sem beitarþunginn hafi ráðið mestu um sveiflur í fallþunga í M og Þ hólfunum, auk munar á fallþunga milli hólfa. f L hólfinu þar sem beitarþunginn var mun jafnari kom ekki fram marktæk fylgni við beitarþunga. Það er athyglisvert að þar kom heldur ekki fram marktæk fylgni við sumarhita eða úrkomu. Áður hefur komið fram að ekki er einhlýtt samband á milli sumarhita og fallþunga lamba hér á landi (Stefán S. Thorsteinsson o.fl. 1982; Ólafur R. Dýrmundsson og Jón V. Jónmundsson 1987). Fylgni fallþunga við lengd beitartíma var mjög lág (15. tafla), en þó neikvæð í öllum tilvikum sem gæti bent til jákvæðra áhrifa af seinkun upprekstrar. Gera má ráð fyrir að náið samhengi sé á milli fallþungatalnanna og gróðurframboðsins í hólfunum. Við aukningu beitarþunga dregur úr vexti fjárins sem bendir til að takmörkun verði á magni og gæðum gróðursins. Það fer ekki á milli mála að beitarþungi í Þ hólfinu hefur farið talsvert fram yfir eðlileg mörk á árunum 1976 til 1981 en þá hafði hver lambær aðeins 1,6-1,8 ha til beitar. Sennilegt er að gróður hafi látið undan í hólfinu á þessu tímabili. Með því að minnka beitarþunga í Þ hólfinu þannig að hver tvflemba hafi 2-2,6 ha til beitar eykst hins vegar fallþungi þar verulega á tímabilinu 1982-1987. Þessi aukning sem verður í fallþunga um leið og létt er á hólfinu 1982 bendir til að gróðurinn hafi staðist allvel ofbeitina árin á undan og að hún hafi ekki valdið stórfelldri rýmun á gæðum beitilandsins. Niðurstöður gróðurmælinganna 1987 virðast benda í sömu átt. Þær sýna að gengið hefur verið of nærri gróðri í Þ hólfinu, sem kemur m.a. fram í aukningu ógróins yfirborðs og rýmun runnaþekju. Beitin hefur hins vegar haft mjög lítil áhrif á tegundasamsetningu í hólfinu sem m.a. má sjá á því að reitir úr því skera sig ekki frá reitum nálægra hólfa (9. mynd). f M hólfinu þar sem hver lambær hafði 2,8- 4 ha til beitar á tilraunatímabilinu komu ekki fram skýr merki um það við rannsóknimar að gengið hefði verið of nærri gróðri með beit eins og í Þ hólfinu. Fallþungatölumar sýndu hins vegar (19. mynd) að við þennan beitarþunga hlýtur gróðurframboðið að hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.