Rit Búvísindadeildar - 10.06.1997, Síða 7

Rit Búvísindadeildar - 10.06.1997, Síða 7
YFIRLIT Við Bœndaskólann á Hvanneyri hafa verið gerðar athuganir á ræktun jarðarberja síðan 1978 og hindberja síðan 1990. Það er mikilvægt, að velja góð afbrigði afjarðarberjum hvort sem ætlunin er að rækta jarðarber til heimilis eða að gera berjarækt að atvinnu. Eftirtalin afbrigði gáfu góða raun á Hvanneyri: Glima jarðarber eru Ijújfeng og fljótsprottin, en þykja heldur smá fyrir sölumarkað. Við erfiðar aðstæður, t.d. þegar berin voru rœktuð í plastbúrum eða undir trefjadúk, gaf afbrigðið tiltölulega bestu uppskeruna. Glima hentar vel til rœktunar í heimilisgörðum. Jonsok gafmesta uppskeru í óupphituðu plastgróðurhúsi afþeim afbrigðum sem reynd voru. Á Hvanneyri var ekki talinn munur á gæðum berja af afbrigðunum Glima og Jonsok og berin eru álíka stór. Þegar Glima og Jonsok voru ræktuð undir plastbúrum komu ber á Jonsok um viku seinna en á Glimu. Þessi munur var hins vegar mjög lítill, þegar afbrigðin voru ræktuð í óupphituðum plastgróðurhúsum. Senga Sengana gafmikla uppskeru í góðum árum, en litla í erfiðu árferði. Berin þóttu góð. EfGlima og Senga Sengana voru ræktuð undir plastbúrum komu nýtanleg ber á Senga Sengana að jafnaði tæpum tveimur vikum seinna en á Glima, en þegar ræktunin fór fram í óupphituðum gróðurhúsum var Senga Sengana um átta dögum seinni. Elsanta dafnaði vel í upphituðu gróðurhúsi. Berin erufalleg ogflokkast vel. Uppskera af jarðarberjum var meiri ef þau voru ræktuð í óupphituðu plastgróðurhúsi en undir plastbúrum. Það var meiri uppskera af plöntum, sem ræktaðar voru í kössum, sem raðað var upp í tröppukerfi, en þeim sem rœktuð voru í beðum á gólfi í óupphituðu plastgróðurhúsi. Mest varð uppskeran í upphituðu gróðurhúsi. Þær jarðarberjaplöntur urðu öflugri, sem aldar voru upp undir gróðurhlífum, en þær vor aldar upp án hlífa. Þegar jarðarber eru ræktuð undir gróðurhlífum, virðist fjöldi berja á plöntufara eftir árferði, einkum eftir hitastigi aðfara hausts uppskeruárs. Á Hvanneyri virtist fjöldi berja á plöntu, vera mestur á öðru og þriðja uppskeruári en minnkaði á því fjórða. Það var varla unnt að merkja smækkun á berjum með vaxandi aldri plöntunnar allt aðjjórða uppskeruári. 2

x

Rit Búvísindadeildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.