Rit Búvísindadeildar - 10.06.1997, Qupperneq 14

Rit Búvísindadeildar - 10.06.1997, Qupperneq 14
Áburður og kalk í þeim athugunum sem hér er skýrt frá, var fyrstu árin of mikið notað af áburði. Þetta varð til þess að blaðvöxtur varð óhæfilega mikill, sem dró úr myndun blóma og beija. Árin 1977-1980 voru 3 kg/m.2 af sauðataði borin í beðin, þegar plönturnar voru gróðursettar. Seinna var borið á 0,24-0,7 kg/m^ af fosfór, 0,45-0,8 kg/m^ af kalí og stundum 0,3 kg/m^ af brennisteini. Aðeins einu sinni, 1980 var kalkað og þá með 3,7 kg/m^ af kalki. Enda er það svo að jarðvegur fyrir jarðarber má vera fremur súr (Nes, A. 1984). Árin 1981-1988 voru venjulega borin á um 2 kg/m^ af sauðataði og 0,3-0,5 kg/m^ af fosfór og 0,6-0,8 kg/rn^ af kalíi, við gróðursetningu. Þegar farið var að rækta jarðarberi í pottum var blandað í þá ögn af sauðataði, ásamt fosfór og kalí. Meinvaldar í jarðarberjunum í þeim athugunum, sem hér er fjallað um, hefur nokkuð borið á sjúkdómum í plöntum og/eða berjum. Aðallega hafa berin skemmst af myglu, sennilega grá- myglu. Reynt var að komast hjá því að nota plöntuvamarefni gegn myglunni, þó voru blómin stöku sinnum úðuð, ef mygla hafði verið áberandi árið áður og var þá notað dichlofluanid (Euparen). Nokkrum sinnum gerðu sniglar harða hríð að berjunum og var þeim þá bægt frá með sniglaeitri. Árið 1983 virtist einhver truflun verða á blómgun plantnanna, blómgunin hófst 27. maí og hélt viðstöðulaust áfram allt sumarið fram á haust. Berin voru mjög smá. Þetta hefur ekki komið fyrir síðan, að minnsta kosti ekki í sama mæli. í upphitaða gróðurhúsinu bar dálítið á blaðlús og fyrir kom að það varð að eyða henni með permethrin (Permasect 25 EC). Frjóvgun blómanna Ef jarðarbeijarækt á að heppnast vel verður að vera tryggt að frjó berist frá fræflum blómanna á frævur þeirra. Á íslandi er lítið um skordýr, sem bera ftjó. Þess vegna er nauðsynlegt að fijóvga blómin með öðru móti. Á Hvanneyri var reynt að láta vindinn bera frjóið eða fijóvga blómin með höndum, t.d. með því að bera bómullarhnoðra að blómunum og vona að fijóið berist á milli þeirra með hnoðranum. 9

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.