Rit Búvísindadeildar - 10.06.1997, Síða 27

Rit Búvísindadeildar - 10.06.1997, Síða 27
UMRÆÐUR OG ÁLYKTANIR Afbrigði af jarðarberjum, sem reynd voru á Hvanneyri Það er vafalaust mikilvægt að velja gc5ð afbrigði af jarðarberjum, hvort sem ætlunin er að rækta ber til heimilis eða gera berjarækt að atvinnu. Við ræktun úti í görðum, með eða án gróðurhlífa, er sennilegt að stofnar af norrænum uppruna séu hentugir. Það er m.a. hin langa sumamótt á íslandi sem gæti truflað lífsferil suðrænni plantna. Abundance er afbrigði, sem gefur af sér góð ber, en uppskera á Hvanneyri var ekki eins mikil og af nýni afbrigðum, þess vegna var hætt að rækta afbrigðið árið 1980. Ramstad J. (1975) segir Abundance hafi þolað illa norska vetur. Alaska Pioner og Alaska Tolka voru gróðursett 1981. Þetta eru afbrigði sem nokkuð hafa verið notuð í Alaska (Dinkel D.H. o.fl., 1980). Berin voru lítil. Alaska Tolka dó út veturinn 1982-1983, eftir eitt uppskeruár. Árið 1985 var plöntunum af Alaska Pioner fargað vegna lélegrar uppskeru. Bogota er ræktað í heitu gróðurhúsi, en uppskeran var lítil miðað við Elsanta og Elvira. Berin eru talin bragðgóð. Elsanta virðist vera það afbrigði, sem hentaði best í upphitað gróðurhús á Hvanneyri. Kvamme T. og Bjelland B. (1992 B) telja að ber Elsanta séu ekki eins bragðgóð og ber afbrigða sem mest eru notuð í Noregi (m.a. Glima, Jonsok, Senga Sengana og Zephyr) og plöntumar séu næmar fyrir sjúkdómum. Þetta er gagnstætt reynslunni á Hvanneyri. Þar þóttu berin bragðgóð, hæfilega stór og falleg. Þau þola tiltölulega vel geymslu og flutninga. Geers, F. (1996) segir að plöntur af Elsanta eyðileggist, ef frostið fer niður í -5°C, sem þýðir að það verður að ganga mjög vel frá þeim ef geyma á plöntumar úti yfir veturinn. Það er því ekki furðulegt að tilraunir í Noregi og Svíþjóð hafa sýnt að plöntumar þola illa norrænan vetur. Þetta afbrigði er mikið ræktað í gróðurhúsum í nálægum löndum og ýmislegt bendir til að afbrigðið henti vel í gróðurhús á íslandi. Elvira hefur aðallega verið ræktað í heitu gróðurhúsi á Hvanneyri og hefur gefið góða uppskem. Berin eru hæfilega stór og falleg, en á Hvanneyri þóttu þau of súr. Berin af Elvira virtust vera viðkvæm fyrir grámyglu. í Þýskalandi er Elvira mikið notuð við ræktun í heitum gróðurhúsum. Einnig er farið að nota afbrigðið Gerida í heitum húsum, en það er afkvæmi Elsanta og Elvira. Glima er nú aðallega ræktuð í heimilisgörðum í Noregi. Nes A. (1984) segir að berin komi aðeins fyrr en bera af Zephyr, sem hann telur einnig mjög fljót- vaxið afbrigði. Á Hvanneyri komu ber á Glima ætíð fyrr en á önnur afbrigði, þar með talið Zephyr. Berin era ljúffeng, en þykja heldur smá fyrir sölumarkað. Þegar aðstæður vora erfiðar á Hvanneyri, gaf Glima meiri uppskeru en önnur afbrigði. Á þeim stöðum landsins, þar sem aðstæður fyrir jarðarberjarækt era erfiðar, er líklegt að Glima sé besti kosturinn. Það er einnig hentugt afbrigði fyrir óvant ræktunarfólk. Jonsok er norskt afbrigði. Þegar Jonsok og Glima voru ræktuð í plastbúram á Hvanneyri þroskuðust ber á Jonsok um viku seinna. Þessi munur var hins vegar lítill þegar afbrigðin voru ræktuð í óupphituðu plastgróðurhúsi og enginn ef þau 22

x

Rit Búvísindadeildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.