Rit Búvísindadeildar - 10.06.1997, Page 32

Rit Búvísindadeildar - 10.06.1997, Page 32
Ræktun jarðarberja í heitum gróðurhúsum Á síðustu árum hefur ræktun jarðarberja og framleiðsla á plöntum til útplöntunar í heitum gróðurhúsum farið í vöxt í nokkrum löndum, t.d. í Hollandi, Belgíu, Bandaríkjunum og Japan (Dypedal, H. og Sanna, E., 1994). Besti markaður fyrir ber úr gróðurhúsum er að vetrinum, t.d. um jólin. Við þessa ræktun hafa menn notað raflýsingu að vetrinum, til að auka birtuna. Þeir nota ca.8-10000 luxa ljósmagn og láta ljósin loga daglega í ákveðinn tíma. Þegar plöntumar em að mynda blómvísa, verða þær að vera í myrkri í 14 klst. á sólarhring, nema um sé að ræða nýju afbrigðin, sem em óháð birtu. Sumir framleiðendur nota koltvísýring til að auka sprettuna en frekar. Meiri hætta er á alls konar meindýmm og sjúkdómum í heitum gróðurhúsum en úti. í gróðurhúsum er fijóvgun á blómunum að sjálfsögðu vandamál. Líklega er aðallega notuð "vindfrjóvgun". Blásið er á blómin með blásara, svo að frjóin fjúka um húsið. Barland S. (1994) segir, að þessi ffjóvgunaraðferð hafi varla reynst nógu vel. Þess vegna hafa menn tekið hunangsflugur eða býflugur í þjónustu sína. Vegna hegðunar tegundanna em hunangflugur ekki nothæfar á vetuma, en hins vegar vinna býflugumar vel á hvaða tíma árs sem er og láta ekki rafljós tmfla sig, en þær era leiðinlegar í umgegni. f Hollandi og Belgíu er nokkurra áratuga hefð fyrir ræktun jarðarbeija í gróðurhúsum. Norðmenn em að prófa sig áfram með gróðurhúsaræktun jarðar- berja. Þeir telja nauðsynlegt að ná tveimur uppskemm, ef gróðurhúsarækt á að bera sig. Hollendingar ná þremur uppskerum af jarðarberjum á ári í gróðurhúsum (Kvamme, T. og Bjelland B. 1992 A. Áðumefndir höfundar benda á, að jarðar- berjaræktun geti verið úrræði fyrir þá garðyrkjumenn í Noregi, sem eiga gömul gróðurhús, sem þeir verða að úrelda. í Mið-Evrópu fer jarðarberjaræktun í gróðurhúsum fram í steinull, mómold eða vatni og í alls konar kössum, pokum eða hólfum í tröppum, til að sem mest komist af plöntum í húsið og auðvelt sé að tína berin. Hins vegar segir Lieten F. (1994) að 90% af garðyrkjubændum, sem em með jarðarber í gróðurhúsum í Hollandi og Belgíu, rækti þau í litlum plastpokum með mómold í og noti dropavökvun. Pokamir taka 8-10 1 og í þá er plantað fjómm plöntum. Oft em pokarnir hengdir upp, sem auðveldar berjatínslu. Hindberjaafbrigðið Baldur Baldur er norskt afbrigði af hindberjum, sem hlaut viðurkenningu í Noregi árið 1988. Redalen, G. (1989) segir að afbrigðið hafi reynst vetrarþolið og að berin hafi þroskast snemma, miðað við önnur afbrigði af hindberjum. Það má segja að athugunin á Hvanneyri hafi sýnt það sama. Redalen, G. (1989) telur að berin af Baldri séu aðeins súrari en flest önnur hindber, en bragðgóð og fallega dökkrauð. 27

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.