Rit Búvísindadeildar - 10.06.1997, Blaðsíða 33

Rit Búvísindadeildar - 10.06.1997, Blaðsíða 33
Jarðarberja- og hindberjarækt á Islandi Það er líklegt að heimilisræktun á jarðarberjum eigi enn eftir að aukast á íslandi. Ef berin eru ræktuð úti eða undir gróðurhlífum án upphitunar þá er rétt að nota afbrigði, sem eru fljótvaxin og ekki næm fyrir sjúkdómum. Helst þurfa það að vera afbrigði, sem eru upprunnin á svipaðri breiddargráðu og ísland. í þeim athugunum, sem hér hefur verið fjallað um, hafa afbrigðin Glima og Jonsok gefið góða raun. Hindberjaræktun tekur meira rými en jarðarberjaræktun og þess vegna er ekki líklegt að hindber fái að vaxa í mörgum plastgróðurhúsum. Á stöku stað er hugsanlega unnt að fá hindber af plöntum á víðavangi. Það sem mælir með því að menn geri ræktun jarðarberja að atvinnu sinni, er að berin eru vinsæl markaðsvara sem ekki þarf á kynningarátaki að halda. Hins vegar eru flutt til landsins tiltölulega ódýr jarðarber, sem íslenskir framleiðendur geta varla keppt við í verði. Tvennt hafa þó íslensku berin sér til ágætis, þau ættu að vera ferskari en þau útlendu, vegna styttri flutningaleiða og líklegt er að minna hafi verið notað af plöntuvamarefnum við ræktun þeirra. í Hollandi og Belgíu hafa menn lengi ræktað jarðarber í upphituðum gróðurhúsum og nú eru Norður- landabúar að fikra sig áfram við slíka ræktun. Jarðarberjaræktun í gróðurhúsum byggist á því að vera með ber á þeim tímurn, sem ódýr jarðarber eru ekki á markaði. Ef þessi ræktun tekst á hinum Norðurlöndum, þá ættu íslendingar einnig að geta stundað hana. ÞAKKARORÐ Bændaskólanum á Hvanneyri eru fluttar þakkir fyrir starfsaðstöðu við athuganimar. Bömunum á Hvanneyri ber að þakka það að láta aldrei freistast til að fá sér ber úr tilraunum, sem þau hefðu þó auðveldlega getað gert. Öllu starfs- fólki skólans, sem hefur unnið að berjaræktinni era fluttar þakkir. Sérstáklega er Rögnu Hróbjartsdóttur þökkuð hennar störf, því segja má að hún hafi öll árin haft aðalumsjón með berjaræktinni. Þá þakka ég Rögnu og Sigtryggi Bjömssyni fyrir að lesa ritgerðina yfir, Hauki Gunnarssyni fyrir þýðingu á enska yfirlitinu og Eddu Þorvaldsdóttur fyrir yfirlestur og ritstjóm. 28

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.