Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Qupperneq 40

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Qupperneq 40
38 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR kanna, hvort eins mætti auka gróður rneð sáningu og áburðargjöf norðar á Holta- mannaafrétti og jafnvel á sjálfum Sprengi- sandi. Fyrri uppgræðsluathuganir höfðu fyrst og fremst verið gerðar til að sýna, hvernig stöðva rnætti gróðureyðingu á há- lendinu og hvernig auka mætti gróður með sáningu og áburðargjöf, er síðan mætti nýta til beitar. Uppgræðsla á vatnasvæði Þjórsár gat Jió skipt enn víðtækara máli, þar sem gróður- hula þessa svæðis getur bæði kornið að not- um sem vatnsmiðlari og auk þess verið heftandi á hreyfingu hins lausa jarðvegs- ylirborðs. Rannsókn þessi gat því snert eitt þeirra vandamála, sem við verður að stríða í virkjun íslenzkra fallvatna, þ. e. aurburð- inn eða flutning óuppleystra steinefna, er síðar setjast fyrir í miðlunarlónum og inn- taksuppistöðu rafstöðva og fyila þau smám saman. Uppgræðsfutilraunir sem jiessar gátu hugsanlega varpað ijósi á, að hve miklu leyti aurburður á upptök sín í fokefnum af landi, sem er að blása, og þá jafnframt gefið vísbendingu um, hvort og að hve miklu leyti unnt muni vera að draga úr aurburðinum með heftingu uppblástursins. Vegna þessa tvíþætta viðfangsefnis var höfð samvinna milli Atvinnudeildar Háskólans og Raforkumálaskrifstofunnar um val at- hugnarsvæða og tilhögun tilraunarinnar. Sá Atvinnudeild Fláskólans (nú Rann- sóknastofnun fandbúnaðarins) um sáningu, áburðardreifingu og gróðurmælingar, en Raforkumálaskrifstofan (nú Orkustoínun) um áfoksmælingar. TILHÖGUN ATHUGUNAR Hinn 4. júlí 1963 voru valdir fimm athug- unarstaðir, svo sem sýnt er á meðfylgjandi korti (Mynd f): f) Tangafit 300 m hæð. 2) Vestan Illugavers 615 m hæð. 3) Eyvindarkofaver 640 m hæð. 4) Tómasarhagi 800 m hæð. 5) Við Fjórðungsvatn 760 m hæð. Athugunarsvæðin: Valdir voru staðir einkennandi fyrir hin- ar víðlendu auðnir hálendisins austan Þjórsár. Leitazt var við að finna reitunum stað á berangri eða ávölum jökulöldum í nokkurri fjarlægð frá gróðursvæðum, þar sem jarðvegur var útskoluð og veðruð jökul- möl og sandur, er virtist snauður að líf- rænum efnum. Gróður á þessum melöld- um var ntjög strjáll og huldi aðeins 0.02 til 4.50 hundraðshluta af yfirborði lands- ins. Helzt var um að ræða einstaka ntela- plöntur, fáein grös og hálfgrös. Hula gróð- urs var mæld á hverjum stað og tegundir ákvarðaðar. Eru hlutfallstölur fyrir hulu hverrar tegundar færðar í töflu I. Á öllum svæðunum var markaður einn liringlaga reitur 50 m að þvermáli eða 1.963 m2 að flatarmáli og honum valinn staður á hallalitlum fleti með fremur sléttu yfirborði. I þennan reit var sáð fræi af túnvingli, Festuca rubra, af danska stofn- inum 0tofte. Samsvaraði sáðmagnið 30 kg af fræi á hektara. Síðan var dreift yfir reitina áburði, sem svarar til 300 kg af kjarna, 300 kg af þrífosfati og 50 kg af kalí á liektara. Sarna áburðarmagni var Jiví næst dreift á reitina hvert sumar alls um átta ára skeið. Reitir þessir voru ekki afgirtir, þar sem talið var, að sauðfé myndi ekki komast greiðlega að athugunarsvæðunum, og reit- irnir því af náttúrunnar völdum friðaðir gegn beit, nerna hvað heiðagæs sækir Jiang- að úr verunum. Til þess að mæla hæð yfirborðs reitanna, hugsanlegt áfok á svörðinn og Jiar með jarðvegshækkun, voru 40 járnteinar um 0.7 metra langir reknir niður í hvern reit. Teinn O er í rniðju reitsins, en teinar N, NA, A, SA, S, SV, V og NV eru á ferli hans. Teinn N er norðan við O, teinn NA er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.