Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Síða 53

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Síða 53
ÁBURÐARNOTKUN OG VETRARÞOL 51 (5) Vaxandi magn af NPK í hlutfall- inu 1.0: 0.2: 0.4, (6) Vaxandi magn af köfnunarefni með brst. kalí og klórkalí. í tilraunum með vaxandi magn einstakra áburðarefna er gefinn grunnáburður og þannig fengið fram vaxandi magn af ein- stöku næringarefni í blönduðum áburði. Skipulag tilraunar kemur nánar fram í töflunum nr. 1—6. Endurtekningar voru tvær af flestum til- raunaliðum, en fjórar af þeim tilraunalið- um, sem fyrirfram var búizt við minnstri uppskeru af. Niðurröðun pottanna var kerfisbundin, þannig að tilraunaliðirnir í hverri tilraun voru í röð eftir vaxandi áburðarmagni. Tvær slikar raðir voru í hverri tilraun, sín hvorum megin á potta- borðinu, en með gagnstæðri stefnu til- raunaliða, t. d.: Tilraunaliður nr. 1 2 S 4 5 6 7 8 9 10 11 nr. 11 10 98765432 1 Sáð var fræi af Egmo vallarfoxgrasi, 0.100 g i pott eða sem svarar 32 kg/ha. Fræið var þakið með um 1 cm þykku moldarlagi. í hvern pott fóru 3.4 kg af rökum jarðvegi eða sem svarar 1.9 kg af loftþurrkuðum jarðvegi, það er þurrkuð- um við stofuhita urn 20J C. Rúmþyngd jarðvegsins í pottunum mæklist 0.4 g/cm3 miðað við loftþurran jarðveg. Sáningartími, áburðartími og sláttutími var sem hér segir: Áburðinum var dreift á yfirborð mold- arinnar. Áburðartegundir voru venjuleg verzlunarvara frá Áburðarsölu ríkisins. Grasið var um J)að bil að skríða við slátt 1968, en fullskriðið við slátt 1969. Tilraunir Jressar eru liður í rannsókn á eiginleikum túnáburðarins 22-11-11, sem hafin var með lítilli pottatilraun árið 1967. Ætlunin er að segja frá niðurstöðum Jreirr- ar tilraunar og niðurstöðum efnarann- sókna úr tilraunum frá 1968 og 1969 sér- staklega síðar, enda er ráðgert að hefja áttundu tilraunina í þessari rannsókn vor- ið 1970. I Jressari grein verður aðeins fjall- að um uppskerumælingar úr tilraununum frá 1968 og 1969. Eins og að framan segir, var sáð í pott- ana vorið 1968 og grasið klippt um haust- ið. Pottarnir voru látnir standa úti yfir veturinn uppi á borðunum í um eins metra hæð yfir jörð. Með vetrarfrostunum kom klakahella í alla pottana. Veturinn var umhleypingasamur, og vorið eftir var Ijóst, að grösum hafði fækkað í mjög mikl- um hluta pottanna. NIÐURSTÖÐUR Línuritin og töflurnar 1—6 sýna áhrif áburðarmagns og áburðartegunda á sprettu sáningarárið og næsta sumar eftir kalvetur- inn. I töflunum er auk þess samanlögð uppskera bæði tilraunaárin og rækilega greint frá áburðartegundum og magni nær- Pottar nr. Tilraun með Sáð 1968 Borið á Slegið 1969 Borið á Slegið 1-15 Vaxandi N 30. maí 6. júní 2. sept. 2. júní 18. sept. 16-30 Vaxandi N 31. maí ,, ,, ,, „ 31-54 Vaxandi P „ 7. júni ,, ,, 19. sept. 63-86 Vaxandi NPK 10. júní 3. sept. „ „ 87-104 Vaxandi K „ „ ,, 2. júní „ 105-116 Vaxandi N ” ” ” ” ”

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.