Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Page 33

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Page 33
FLOKKUN GRÓÐURS í GRÓÐURFÉLÖG 31 snjódældirnar fínnast ekki nema allhátt til fjalla. En hærra en þær liggur þó snjódæld sú, sem kennd er við snænarvagras. Hana er helzt að finna í námunda við sísnævi, þar sem kalt leysingavatn frá sumarfönnum leikur um jarðveginn allt sumarið. Snæ- narvagrasið er þar drottnandi tegund, oft ásamt lækjafræhyrnu, en annars má finna NÝGRÆÐUR Þess hefur þegar verið getið, að gróður landsins er víða óstöðugur og mörg þau gróðurhverfi, sem lýst er, aðeins tiltekið stig í gróðursögu landsins. Orsakir þessa óstöðugleika eru ýmsar, sem ekki verður rakið hér, en einkum á hann þó rætur að rekja til hins ægilega uppblásturs, sem herjað hefur á gróðurlendi landsins allt frá öndverðri byggð þess. Uppblásturinn heldur venjulega áfram, þangað til öll laus jarðefni eru eydd, og eftir er örfoka melur. Önnur gróðureyðing verður af skriðuföll- um og vatnsrennsli, og verður ekki farið frekar út í þá sálma. En það má nokkurn veginn ganga að því vísu, að þegar eyðingin hefur fram farið, hefst landnám gróðursins að nýju, ef gróðurskilyrði eru nokkur. En í hálendinu eru lífskjör gróð- ursins harla ströng og eyðingaröfl náttúr- unnar sífellt að verki, svo að endurgróð- urinn gengur seint, og bætir ágangur bú- fjár þar sízt um. Þótt deila megi um, hversu mikil áhrif beitarinnar eru og hafa verið á eyðingu landsins, er það óhaggan- legt, að þau eru mikil og líklega fátt, sem tefur meira fyrir, að autt land grói á ný, en beitin ásamt traðki því, er henni fylgir. Beitin veldur uppblæstri og hraðar honum, og hún tefur einnig fyrir nýgróðri landsins. En jafnframt því sem gróður eyðist, þar flestar sömu tegundir og í rjúpustar- ardeildinni. Auk þess eru þar oft stjörnu- steinbrjótur, hrafnaklukka, klóelfting og lot- sveifgras. Gróður er ósamfelldur, svo að hann þekur naumast hálft yfirborðið, og heyrir þetta gróðurfélag því raunar ekki til þess, sem hér um ræðir. grær land að nýju, þótt hægt fari. Land, sem eyðist á einu ári eða jafnvel nokkrum vikum, þarf áratugi eðajafnvel aldir til að verða fullgróið að nýju. Þess sjást ljósust merki víða inni á öræfum landsins. En þó að nýgróðurinn gangi hægt, sjást hans víða merki og nýgræðurnar með svo föstu sniði, að í þeim hafa orðið til gróðurfélög. Annað mál er svo, að ef allt fer að líkum, eiga þau gróðurfélög fyrir sér að hverfa og önnur að taka við, unz einhverju tilteknu stigi er náð, hvort sem kalla má það loka- stig eða ekki. Sem dæmi má nefna rakan sand, vaxinn hrafnafifu, sem þornar og fif- an hverfur, en t. d. hálmgresi tekur við sem aðaltegund. Það varir ekki lengi, unz fleiri grös, starir eða jafnvel blómjurtir, bætast við, svo að landið breytist í gras- lendi, sem grávíðir og jafnvel fleiri smá- runnar sækja inn í. Loks hefur það ef til vill breytzt í runnaheiði með ríkjandi grávíði, eða ef það hefði af einhverjum ástæðum blotnað, yrði úr því mýri með mýrastör og fleiri votlendistegundum. Annað dæmi mætti taka, þar sem frumgróðurinn næmi land á moldarbornu uppblásturssvæði. Þar gæti nýgræðsla hafizt með klóelftingu, oft ásamt skrvblíngresi, síðan kæmi tún- vingull og fleiri grös, og loks yrði landið annaðhvort graslendi eða það, sem lík- legra er, runnaheiði. Nú er ekki víst, að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.