Fréttablaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 20
Heilmikið túlkunar- og áróð-ursstríð hefur átt sér stað hér á landi eftir að niður- staða Yfirdeildar Mannréttinda- dómsstóls Evrópu (MDE) í máli íslenska ríkisins varð ljós þann 1. desember síðastliðinn. Niður- staðan hefði samt ekki getað verið skýrari, allir 17 dómarar dómstóls- ins eru sammála um að skipanir dómara við nýtt dómstig á Íslandi hafi verið ólöglegar og undir póli- tískum áhrifum sem brjóta gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evr- ópu. Skýrari skilaboð eru vand- fundnari um að pólitísk afskipti af dómsvaldi séu ekki liðin enda er dómurinn fordæmisgefandi og hefur vakið athygli í aðildarríkjum Evrópuráðsins. Nú er að einhverju leyti skiljan- legt að þetta túlkunarstríð eigi sér stað, enda eru langflestir í því stríði að verja sína stöðu. Hvort sem um er að ræða stöðu sína í stjórnmálum eða stöðu sína og hagsmuni sem varaforseti Landsréttar, stöðu sem fyrrverandi dómsmálaráðherra eða sem núverandi dómsmálaráð- herra og fjármálaráðherra í hennar stjórnmálaf lokki eða vörn um aðrar stöður. Og fylkingarnar eru að mestu leyti tvær: Annars vegar þau sem vilja gera sem minnst úr dómnum og ekkert aðhafast. Hins vegar þau sem vilja að íslenska ríkið bregðist við dómi Yfirdeildarinnar sem fyrst. Margar óprúttnar leiðir hafa verið farnar hjá þeim sem vilja gera lítið úr dóminum og talað um „send- ingar“ frá Strassborg og að einhver „nefnd“ hafi úrskurðað um málið. Þess háttar hrokafull ummæli eru ekki þess virði að eltast við þegar svona stórt mál er um að ræða. Mun verra er þegar núverandi dómsmálaráðherra lýsir því yfir að „óþarfi“ sé að bregðast sérstak- lega við dómi Yfirdeildarinnar, dómar MDE séu ekki „lagalega bindandi“ og að í honum komi fram „ábendingar“. Eða þegar fjár- málaráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins fer enn og aftur að spinna efasemdir um þjóðréttarlega stöðu Mannréttindadómstóls Evr- ópu gagnvart íslenskum lögum… Til upprifjunar þá byggja dómar Mannréttindadómstóls Evrópu á Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) sem var undirritaður á ráð- herrafundi Evrópuráðsins í Róm árið 1950 og fullgiltur 29. júní 1953. Texti samningsins var síðar lögfest- ur í heild sinni á Íslandi árið 1994 með lögum nr. 62/1994 um Mann- réttindasáttmála Evrópu. Þar með var texti sáttmálans – sem er einn mikilvægasti sáttmáli sem Ísland á aðild að – settur í heild í íslensk lög. Og einstaklingum þar með gert kleift að byggja á ákvæðum hans fyrir innlendum dómstólum. Þjóð- réttarlegur vafi getur varla verið um íslensk lög sem byggja á alþjóð- legum skuldbindingum okkar eða hvað? Og það er í besta falli útúr- snúningur af hálfu dómsmála- ráðherra að dómar MDE séu ekki lagalega bindandi. Það er alvarlegt ef dómsmálaráðherra skautar bein- línis í fjölmiðlum og víðar framhjá 46. grein laga um Mannréttinda- sáttmála Evrópu sem kveður á um bindandi áhrif dóma (MDE) og fullnustu þeirra. En í þeirri grein er skýrt kveðið á um að: „Samningsað- ilar heita því að hlíta endanlegum dómi dómstólsins í hverju því máli sem þeir eru aðilar að.“ Íslensk lög geta varla verið skýrari í íslenskum lögum er varðar dóma Mannrétt- indadómstóls Evrópu og viðbrögð við þeim. Íslenska ríkið verður og ber að bregðast við dómi MDE Ef við reynum að horfa fram hjá persónulegum hagsmunum eða f lokkshagsmunum, er því erfitt að sjá hvers vegna í ósköpunum íslenska ríkið á ekki að bregðast við dómi Yfirdeildarinnar sem staðfestir niðurstöðu Neðri deildar MDE sem hverfist um grundvall- aratriði Mannréttindasáttmála Evrópu: Rétti einstaklinga til rétt- látrar málsmeðferðar. Formaður Lögmannfélags Íslands hefur enda sagt að stjórnvöldum beri að taka niðurstöðuna alvarlega, að það sé slæmt sé fyrir lýðræðisríki að fá á sig áfellisdóm af þessu tagi og að stjórn- völdum beri að gera viðeigandi ráð- stafanir til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig og að líkur séu á því að krafist verði endurupptöku í einhverjum málum sem hafa komið fyrir Landsrétt. Í sama streng hefur Ragnhildur Helgadóttir, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykja- vík, tekið og áréttað réttilega að íslenska ríkið sé samningsbundið til að koma málunum í rétt horf eftir að dómur féll. Fleira fræðafólk hefur tekið undir þetta. Ekki nóg að vilja standa við skuldbindingar sínar – það þarf að sýna í verki Ríkisstjórn Íslands verður að sýna í verki að það taki dómsorð MDE alvarlega, að við lýsum ekki bara yfir að Ísland vilji standa við skuld- bindingar sínar sem felast í Mann- réttindasáttmála Evrópu, líkt og forsætisráðherra hefur gert, en ætli sér svo ekki að bregðast neitt við einstökum dómi gagnvart Íslandi er varðar pólitískar skipanir í dómarasæti. Ríkisstjórnin þarf og ber að bregðast við dómnum fyrr en síðar, fara yfir stöðu og möguleg afdrif mála sem voru dæmd áður en dómur Neðri deildar MDE var kveðinn upp. Síðan þarf ríkis- stjórnin að beita sér fyrir því að skoða rækilega stöðu og dóma dómaranna við Landsrétt sem um ræðir út frá möguleikum á endur- upptöku mála þeirra. Í þriðja lagi, þarf ríkisstjórnin að koma fram með skýrar aðgerðir til að endur- reisa traust á dómstóla Íslands og að einstaklingar sem leita réttar síns þurfi aldrei framar að hafa áhyggjur af réttlátri meðferð sinna mála fyrir dómi vegna pólitískra hrossakaupa. Sá réttur er skilgreindur sem ein af grundvallarréttindum borgaranna, um þann rétt hlýtur ríkisstjórn Íslands að vilja standa vörð um eða hvað? Því annað er skeytingarleysi gagnvart mannréttindum. Að bregðast við eða ekki bregðast við – um það er enginn efi Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður og formaður Íslandsdeildar Evrópuráðs- þingsins Reykjavíkurborg hefur að undanförnu fengið áskoranir nokkurra sveitarfélaga um að leysa ágreining sinn við ríkið vegna reglna um úthlutun úr Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga með öðrum hætti en með málshöfðun. Það hefur borgin reynt, án árangurs. Eftir bréfaskriftir við ríkið í rúmt ár, þar sem ekki hefur orðið við óskum borgarinnar um viðræður, virðast aðrar leiðir ekki færar. Ekki krafa á Jöfnunarsjóð Það er engum blöðum um það að f letta að krafan beinist ekki gegn Jöfnunarsjóði sveitarfélaga heldur ríkissjóði. Það er ekki krafa Reykja- víkurborgar að kostnaður falli á önnur sveitarfélög. Jöfnunarsjóður á ekki aðild að þessu máli og dómsorð myndi ætíð fjalla um skyldu ríkissjóðs til að greiða kröfu Reykjavíkurborgar. Við öll sem erum á sveitarstjórnar- stiginu vitum að næstu ár verða erfið og erum sammála um að ekki má þar bæta á skerðingar úr Jöfnunarsjóði. Sveitarfélögum egnt saman Það sem önnur sveitarfélög óttast er að ríkið muni ganga á sjóði Jöfn- unarsjóðs til að greiða skuldir sínar. Þessi ótti er skiljanlegur, í ljósi þess að það hefur ríkið gert áður, gegn mótmælum sveitarfélaga. Hann er einnig skiljanlegur því ráðherra sveitarstjórnarmála hefur reynt að egna sveitarfélögum saman með því að stilla málinu þannig upp að tap ríkisins sé tap annarra sveitarfélaga. Það er ódýr pólitík, til að verja hagsmuni ríkisins. Í þessu máli talar hann ekki máli sveitar- stjórnarstigsins. Ef ríkið gengur í sjóði Jöfnunarsjóðs, sem sína eigin, kallar það á sérstaka ákvörðun rík- isins sem sveitarfélögin þurfa að standa saman gegn. Viljum sömu úthlutunarreglur Málið snýst um hvort útiloka megi eitt sveitarfélag frá úthlutunum, á þeirri forsendu einni að sveitar- félagið sé Reykjavík. Án lagastoðar er Reykjavík útilokuð frá því að vera metin eftir sömu úthlutunar- reglum og önnur sveitarfélög. Öll sveitarfélög, nema Reykjavík, fá til að mynda greiðslur vegna barna af erlendum uppruna. Þar á meðal eru stór og stöndug sveitarfélög sem fullnýta ekki sína tekjustofna. Sem borgarfulltrúa ber mér að gæta hagsmuna Reykvíkinga, grunnskóla Reykjavíkur og allra reykvískra barna. Þetta er sann- girnismál, að borgin sé metin á jafn- ræðisgrunni við önnur sveitarfélög. Best hefði verið að leysa málið í viðræðum við ríkið. En ríkið hefur ekki gefið okkur annan kost. Það er því rétt að fjarlæga pólitíkina í mál- inu og láta dómstóla úrskurða. Það mun tryggja réttlæti og sanngjarna niðurstöðu. Réttlátur sjóður fyrir alla Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar Syndsamlega góð kaka með engri fyrirhöfn! 1 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R20 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.