Fréttablaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 34
Við höfum tvisvar þurft að aflýsa hátíðinni okkar, sem var auð- vitað enn þá sárara í seinna skiptið. Ég fékk því bæjar- leyfi og húkkaði mér far niður á Land- vegamót. Þaðan tók ég rútuna í bæinn. Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria@frettabladid.is Ég og ein frænka mín vorum alveg helteknar af þessari bíómynd enda var þetta fyrsta risafantasían til að heilla okkur svona mikið síðan Hringadrótt- inssaga kom út á kvikmynda- formi. Þegar frænka mín sendi mér skilaboð um að á Víkingahátíðinni í Hafnarfirði væri staddur maður sem seldi eftirlíkingar af gullpen- ingunum úr Pirates of the Carib- bean, þá varð ég komast í bæinn.“ Svo óheppilega vildi til að Salka var þá stödd í sveit lengst uppi í landi við Rangá og það var enginn á leið í bæinn. „Ég fékk því bæjar- leyfi og húkkaði mér far niður á Landvegamót. Þaðan tók ég rútuna í bæinn. Þetta var vægast sagt skemmtileg helgi. Ég féll algerlega fyrir klæðaburðinum, hand- verkinu og bardögunum enda eru hliðstæðurnar nokkuð margar á milli víkinga og sjóræningja, þegar maður hugsar um það. Svo var gaman að hitta áhugavert fólk frá hinum ýmsu löndum. Auðvitað keypti ég mér sjóræningjapening, en þetta var svona aukavarningur hjá einum silfursmið sem var með allt annað í víkingastíl. Ég á pen- inginn enn þá og held mikið upp á hann. Síðan 2009 hef ég mætt á allar Víkingahátíðir í Hafnarfirði,“ segir Salka. Alltaf að bæta og fága Það var svo árið 2012 sem Salka flutti í Hafnarfjörðinn. „Ári síðar mannaði ég mig upp í að slást í hópinn með Rimmugýgi, sem er víkingafélag í Hafnarfirðinum. Ég byrjaði að æfa bogfimi og mætti svo á bardagaæfingar árið eftir.“ Salka hefur, eins og flestir með- limir Rimmugýgjar, komið sér upp veglegum og fallegum búnaði sem hún framleiðir sjálf að langmestu leyti. Hún segist alltaf hafa verið hrifin af einfaldleika og sjálfbærni. „Þegar maður sökkvir sér í lestur á fornleifafræði til að reyna að endurskapa gamla hluti þá rekst maður á alls konar tækni sem er verið að nota enn þann dag í dag. Það er gaman að reyna að herma eftir þúsund ára gamalli flík og það er líka gaman að reyna að skapa eitthvað nýtt með gamalli tækni. Þar er mjög fín lína sem við reynum að feta í þessari lifandi sögumynd víkingafélagsins sem við erum alltaf að reyna að bæta og fága.“ Áhugamál mætast Salka segist eiga mörg áhugamál ásamt því að taka þátt í starfi Rimmugýgjar. „Ég hef verið svolítið allt í öllu og hef hoppað inn og út í ástundun vegna annarra áhuga- mála sem ég er alltaf að tengja meira og meira inn í víkingalífið. En það er klárlega félagsskapurinn sem heldur manni í þessu. Í Rimmugýgi er alls konar yndislegt og ólíkt fólk sem á þetta sameigin- lega áhugamál. Svo er fólk auðvitað með mörg önnur áhugamál sem skarast á milli meðlima sem gerir félagsskapinn þéttari og betri. Það eru hátt í 200 skráðir félagar en kannski nær 80-100 sem eru mikið virkir. Nokkuð jafnt er á milli kynja í félagsskapnum, en það eru áreiðanlega fleiri strákar á bardagaæfingum. Við stelpurnar komum þó sterkar þar inn inn á milli. Sjálf hef ég mikið tekið þátt í bar- dagasýningum á víkingahátíðum bæði sem bardagamaður og leikari. Þetta er þá meira og minna spuni með smá formála sem leiðir til bardaga. Svo kemur niðurlag eftir á eftir því hver vinnur bardagann. Í bogfimi og handverki eru kynjahlutföllin hins vegar nokk- urn veginn jöfn. Þetta er stórt og umfangsmikið áhugamál og fólk annaðhvort sekkur sér alfarið í það með fjölskyldu og öllu, eða tekur pásur þegar það passar ekki inn á milli annars í lífinu.“ Úr sjóræningjasögum yfir í víkingafélag Salka Jóhannsdóttir komst fyrst í tæri við víkingalífið árið 2009. Þá var hún 19 ára og gífurleg áhugamanneskja um kvikmyndirnar víðfrægu um sjóræningjana sem halda til á Karíbahafi, ræna þar og rupla og lenda í ævintýrum. Salka í fullum bardagaskrúða á víkingahátíð í Árósum. MYND/CORNELIU PREOTU Hér er Salka með hestana Ými og Adam, sem er fyrir aftan. Hér eru þau Salka og Ármann. Víkingalífið á faraldstímum En hvernig ætli starfsemi félags- ins hafi verið háttað í kringum faraldurinn? Ætli víkingar séu að hittast á Zoom-fundum í net- heimum eins og við hin? „Þetta er búið að vera svaka erfitt ár. Allir handverkshittingar voru og hafa verið felldir niður. Bardagaæfingar héldu eitthvað áfram í vor og fram á sumarið þegar útlit var gott og plágan var í pásu, þegar við gátum verið utandyra og haldið okkur úr „spjótafæri“, en spjótin eru alltént 1,8-2,5 m að lengd. Við erum líka með lokaðan Facebook-hóp og nú nýlega stofnuðum við Snapchat- grúppu. Það er gaman að sjá brot úr lífi fólks sem maður er vanur að eyða sumrinu með. Öllum hátíðum sem við heimsækjum úti í heimi var að sjálfsögðu aflýst og við höfum tvisvar þurft að aflýsa hátíðinni okkar, sem var auðvitað enn þá sárara í seinna skiptið. En ég er stolt af okkur að taka faraldurinn alvarlega og gera allt sem í okkar valdi stendur til að sporna við útbreiðslu hans. Við höfum á okkur gott orðspor í sam- félaginu sem við metum mikils og viljum halda til framtíðar.“ Stema Basic 750 154.900kr. Stema Systema 750 305.000kr. Ásafl er umboðs- og þjónustuaðili Stema á Íslandi Sjá fleiri kerrur á asafl.is Eigum til varahluti á lager sem henta í fleiri gerðir kerra Kíktu við! ÁSAFLÁsafl ehf. Hjallahrauni 2 220 Hafnarfirði Sími: 562 3833Opið 8:30 - 17 virka daga asafl@asafl.is asafl.is Stema kerrur - þýsk gæðavara Ásafl hafnfirskt gæðafyrirtæki :) Kerrur af öllum stærðum og gerðum 6 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RHAFNARFJÖRÐUR OG GARÐABÆR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.