Tilvera - 15.10.1990, Page 3

Tilvera - 15.10.1990, Page 3
EF ÞÚ HEFUR AÐGANG AÐ ATHYGLISVERÐU ERLENDU LESEFNI UM OFBELDIGEGN KONUM OGBÖRNUM OG VILT TAKA AÐ ÞÉR AÐ GERA ÚTDRÁTT Á EFNI ÞESS, VÆRI ÞAÐ MJÖG VEL ÞEGIÐ. ÞAÐ GÆTI KOMIÐ AÐ GÓÐUM NOTUM FYRIR MARGA. FRÉTTABLAÐ KVENNAATHVAFSINS Nú er verið að leggja síðustu hönd á veglegt fréttablað í tímaritsformi um starfsemi Kvennaathvarfsins. Blaðið verður prentað í 8000 eintökum og dreift ókeypis um allt land. Efni blaðsins er að mestu unnið af starfskonum Samtaka um kvennaathvarf en einnig eru Stígamót og Kvennaráðgjöfin kynnt. Vinnsla og dreifing blaðsins verður fjármögnuð með styrktarlínum og auglýsingum. Þeirsem hafa áhuga á að tryggja sérog sínum eintak geta haft samband við skrifstofuna. FÉLAGSFUNDIR Fyrsti félagsfundur vetrarins verður í Hlaðvarpanum, þriðjudaginn 30. október kl. 20,15. Á þeim fundi munu þær Jenný Anna Baldursdóttir og Hólmfríður Jónsdóttir gera grein fyrir því áhugaverðasta á ársþingi danskra kvennaathvarfa, sem þær sækja helgina 26.-28. október. Þær munu bera saman starfsemina sem fram fer í Kvennaathvarfinu okkar við þá starfsemi sem tíðkast í Danmörku. Hólmfríður mun væntanlega leggja sérstaka áherslu á að kynna rannsóknir og starfsemi varðandi börn sem búa við heimilisofbeldi. Áfundinum mun Anna S.Björnsdóttirskáldkona lesa nokkur Ijóða sinna. Kaffi og rauðvín verður til sölu. Fundurinn verður öllum opinn og féiagsmenn hvattir ti! að mæta með gesti. Annar félagsfundur vetrarins verður í Hlaðvarpanum miðvikudaginn 28. nóvember kl. 20,15. Á fundinum munu sálfræðingarnir Ásþór Ragnarsson og Margrét Arnljótsdóttir gera grein fyrir norsku meðferðartilboði fyrir karlmenn sem beita konur sínar ofbeldi. En þau hafa kynnt sér það sérstaklega. í norskri kynningu á meðferðartilboðinu “ALTERNATIV TIL VOLD - ettilbud til menn” stendur m.a.; “ Orðin karlmenn og ofbeldi eiga því miðursaman. Það er algengt að karlmenn láti tilfinningaleg vandamál sín, vonbrigði eða þarfir bitna á þeim sem þeim þykir vænt um. Þær rannsóknir sem við þekkjum benda til þess að hegðun 10-20% fullorðinna karlmanna orsaki andlegar eða líkamlegar þjáningar eiginkvenna eða sambýliskvenna þeirra”. Á fundinum verða seldar léttar veitingar. Fundurinn er öllum opinn og við hvetjum félagsmenn til að taka með sér gesti. Gleymið ekki að skrifa fundarstað og tíma inn í dagbókina. - Núna! ‘Ritstjóri og ábyrgðarmaður: 9{anna Cáristiansen

x

Tilvera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tilvera
https://timarit.is/publication/1496

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.