Milli mála - 2019, Blaðsíða 15

Milli mála - 2019, Blaðsíða 15
Milli mála 11/2019 15 BIRNA ARNBJÖRNSDÓTTIR, JÓN ÓLAFSSON OG ODDNÝ SVERRISDÓTTIR fjallað í skólanámskrám framhaldsskóla landsins og er framboð á kennslu mismunandi eftir áherslum einstakra skóla. Við lok fram- haldsskóla ættu nemendur þó að vera á stigi B2 eða C1 í ensku og dönsku, þar sem byggt er á þekkingu nemenda úr grunnskólunum. Sama verður ekki sagt um kunnáttu nemenda í þriðja tungumáli, þ.e. frönsku, spænsku og þýsku. Í kjölfar styttingar hefur ekki farið dult að tungumál og tungumálanám á undir högg að sækja. Framhaldsskólarnir hafa í vaxandi mæli lagt niður tungumála- brautir og dregið úr framboði á kennslu á erlendum málum. Við styttingu námstíma til stúdentsprófs var áföngum í kennslu í þriðja tungumálinu fækkað og í sumum framhaldsskólum hefja nemendur nám í þriðja tungumáli seinna en áður, þ.e. á annarri eða þriðju önn. Við lok framhaldsskóla eru nemendur almennt því á stigi sem sam- svarar A2 til B1 í frönsku, spænsku og þýsku. Þetta er mikil breyting á örfáum árum. Fyrir styttingu náms til stúdentsprófs var nemendum boðið upp á sex til sjö áfanga að jafnaði í þriðja máli og bjuggu þeir því yfir færni sem samsvaraði B2 í Evrópska tungu- málarammanum. Við stúdentspróf höfðu nemendur því staðgóða þekkingu á þremur erlendum tungumálum. Sérfræðingar innan Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum hafa á liðnum tveimur áratugum varað við styttingu framhaldsskólans og því að fækka einingum í þriðja tungumáli til stúdentsprófs. Nægir þar að benda á málþing sem haldið var á vegum stofnunarinnar, blaðagreinar og skýrslu um styttingu framhaldsskólans frá árinu 2006 sem send var öllum þingmönnum.1 Það skýtur vægast sagt skökku við að draga saman seglin í tungumálakennslu í landi þar sem alþjóðavæðing er ráðandi á flestum sviðum og atvinnu- og námstækifæri eru mikil utan landsteinanna. Ungt fólk elst nú upp við það að skipta oft um starfsvettvang og getur haslað sér völl út um allan heim. Þá eru mikil tækifæri í ferðaþjónustu á Íslandi. Einnig er notkun ensku að aukast innan íslenskra fyrirtækja (Birna Arnbjörnsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttir, 2018). Í raun ætti þörf 1 „Lærum allar tungur en gleymum ekki okkar eigin“, málþing haldið á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands og Tungumálaáherslu Háskólans í Reykjavík þann 25. janúar 2006 og skýrsluna Tungumál eru lykill að heiminum. Kennsla erlendra mála í ljósi draga að nýjum námskrám fyrir grunn- og framhaldsskóla sem sömu aðilar gáfu út. Ennfremur birtist grein Auðar Hauksdóttur „Áhyggjur af tungumálamenntun“ í Morgunblaðinu þann 23. janúar 2006.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198

x

Milli mála

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.