Milli mála - 2019, Blaðsíða 185

Milli mála - 2019, Blaðsíða 185
Milli mála 11/2019 185 MATÉO MAXIMOFF Ég horfði á hana í smástund. Hún stóð þarna og brosti út að eyrum, með hendur fyrir aftan bak. Svo bætti hún við: –Ég er systir Igruska. Hún vissi semsagt allt. –Þú gætir lagt á borðið. Mamo lætur þig fá servéttur. Hún hófst handa. Hún var semsagt systir Igruska, en hann sá ég hvergi. Þarna voru samt allmargir ungir ógiftir menn. Þetta var bara forleikurinn. Ég þjónaði til borðs með mömmu og systur Igruska, eins og ég gerði reyndar alltaf þegar faðir minn fékk gesti. Um kvöldið var brugðið út af venjunni: Gestirnir, eða öllu heldur konur þeirra, settu lág borð og gullfallegar mottur fyrir framan tjaldið og báru fram alls konar mat; það var nægt fuglakjöt handa öllum og alls kyns drykkir. Aldrei þessu vant bað mamma mig ekki um að hjálpa til. Það kom mér á óvart en ég þorði ekki að spyrja hvers vegna. Ein af systrum mínum, sem var ári yngri en ég, var á þönum fram og til baka og hún sagði mér frá öllu sem gerðist. Mér var auðvitað alveg ljóst að tilefnið væri mikilvægt því að þetta var ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerðist. Skyndilega kom systir mín og sagði við mig: –Veistu hvað, það var verið að biðja um hönd þína! Ég leit niður og táraðist en ég vissi ekki hvort það var af gleði eða skömm. –Hefurðu séð mannsefnið þitt? spurði systir mín. Mannsefni? Mér fannst hún fara aðeins of geyst. Það var bara búið að biðja um hönd mína og það var ómögulegt að vita hvort faðir minn yrði því samþykkur. –Hann er svo myndarlegur! Systir mín var enn meiri krakki en ég. –Þú segir ekki neitt! Viltu samt ekki giftast? –Ég geri það sem pabbi ákveður! Ég hafði heyrt þessa setningu í hvert sinn sem ein af vinkonum mínum hafði fallist á að ganga í hjónaband. Ég gat ekki getið mér til um ásetning foreldra minna þaðan sem ég horfði á þau. Bræður mínir hlutu að vera kátir vegna þess að þeir gætu nú sjálfir kvænst fyrir peningana sem pabbi bæði föður Igruska um. Litlu systur mínar voru ennþá of ungar til að skilja hvernig mér leið. Dúkkan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198

x

Milli mála

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.