Milli mála - 2019, Blaðsíða 190

Milli mála - 2019, Blaðsíða 190
190 Milli mála 11/2019 BRÚÐA MAMELIGU Rómastúlku að vera í ástarsorg og sýna það. Þar sem brottförin var snemma dags ákvað ég að vera kyrr í rúminu og þykjast sofa, með brúðuna mína með glerperlufestina í fanginu, eins og hún væri barnið okkar. Allan daginn gekk ég um hugsunarlaust, eins og ég væri sjálf brúða sem örlögin léku sér að. Enginn hvatti mig til þess en ég var hlýðin og lést vera glöð. Ég varð að þykjast. Ég er viss um að enginn lét blekkjast en ég var látin í friði. Mamo kenndi mér að haga mér eins og kona. Hún sagði mér allt sem gift kona þarf að vita: hvernig ég ætti að klæða mig, ganga, sýna körlunum virðingu með því að ganga ekki fyrir framan þá án þess að biðja um leyfi, heldur ekki fyrir framan hestana þeirra. Passa kjólana mína svo að þeir óhreink- uðust ekki. Allir þessir ótal litlu hlutir sem Rómakona á að vita. En mikið voru klukkustundirnar, dagarnir og vikurnar lengi að líða. Ég var búin að segja að ég kunni hvorki að lesa né skrifa, varla að telja. Og ef ég get tjáð mig vel í dag er það vegna þess að orðaforði minn hefur aukist í veikindum mínum á sjúkrahúsinu. Mér hefur alltaf þótt gott að vera ein á ferli, eins og á markaðnum. Auðvitað fór ég aldrei langt frá tjaldbúðunum, sérstaklega ekki á nóttunni. Þegar ég þurfti að fara út eftir myrkur bað ég alltaf eina af systrum mínum að koma með mér. Það voru liðnar þrjár vikur síðan Igruska og fjölskylda hans fór og við höfðum ekki fengið neinar fréttir af þeim. Við vitum að á þessum tíma skrifuðum við Rómafólk ekki bréf og það var enginn sími, að minnsta kosti ekki á þeim svæðum sem við fórum um. Eina nótt fannst mér eitthvað ekki eins og það átti að vera. Systir mín hraut við hliðina á mér í rúminu. Annað heyrðist ekki í tjaldinu en ég vissi ekki af hverju mér fannst eins og heyrði eitthvað þrusk fyrir utan tjaldið. Var einn af hundunum okkar á flækingi? Ég var hrædd. Svo heyrði ég hestana okkar hneggja og varð skelfingu lostin þar sem ég lá undir dúnsænginni minni. Ég passaði að vekja ekki systur mína, tók brúðuna og hélt fast utan um hana eins og ég væri að biðja hana um að vernda mig. Ég fór á fætur og horfði í kringum mig. Það hafði slokknað á kertinu. Það hlaut að vera áliðið, kannski komið fram yfir miðnætti? Til allrar hamingju var fullt tungl og í birtunni sem kom inn um rifurnar á tjaldinu gat ég séð að systur mínar voru allar sofandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198

x

Milli mála

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.