Milli mála - 2019, Blaðsíða 193

Milli mála - 2019, Blaðsíða 193
Milli mála 11/2019 193 MATÉO MAXIMOFF Igruska stökk fimlega ofan í gröfina og rétti mér höndina. Þrátt fyrir næturkulið fór ég úr blússunni. Ég reif hana í sundur með tönn- unum og rétti Igruska, eða þessari veru sem hafði verið Igruska, rifrildin. Í hvert sinn sem hann rétti mér höndina lét ég hann fá eina pjötlu. Þannig fór öll skyrtan og enn rétti hann mér höndina. Svo fór ég úr kjólnum, án þess að hika og þrátt fyrir blygðunar- semina. Ég var nakin. Til allrar hamingju gerðist þetta um hánótt og í kirkjugarði þar sem enginn gat séð mig. En hvað ef einhver annar dauður maður en Igruska hefði verið á staðnum? Ég var að missa vitið. En síst af öllu mátti ég við því. Það var erfiðara að rífa kjólinn í sundur og hafa ekkert annað til þess en hendurnar og tennurnar. Ég var berfætt. Ég var ekki einu sinni í ilskóm. Kjóllinn minn varð smátt og smátt að lufsum. En þegar ég yrði búin að rífa hann allan hefði ég ekkert til að setja í lófann sem teygði sig í áttina til mín og ég kæmist ekki lengur undan. Ég varð stjörf af hræðslu. Ókunnur kraftur kom í veg fyrir að ég gæti hreyft mig. Aldrei á ævinni hafði ég farið með bænir. Ég hafði farið í kirkju með mömmu nokkrum sinum, á helgidögum, en það var allt og sumt. Þegar ég sá fullorðna fólkið biðja beið ég alltaf róleg til að trufla ekki. Ég vildi ekki láta slá mig utan undir. Ég hélt áfram að rífa kjólinn og lét pjötlurnar jafnóðum í lófa handarinnar sem kom upp úr gröfinni. Ég gat ekki einu sinni grátið, enda hefðu tárin ekki getað bjargað mér. En hver gat komið mér til hjálpar? Ég leit upp og sá kirkjuna og fyrirvaralaust fór ég með bæn: –Kristur, það er sagt að þú sért sonur Guðs og að þú hafir alltaf hjálpað þeim sem eru nauðstaddir. Hver gæti verið verr staddur en ég á þessari stundu? Hjálpaðu mér! Bænin mín var stutt en ég hafði ekki tíma til að segja meira. Það var æ minna eftir af kjólnum og bráðum hefði ég ekkert til að setja í þessa gráðugu hönd. Í þessa hönd dauðans. Á endanum yrði ég að taka í hana. Hvað með brúðuna? Ég hafði skilið hana eftir einhvers staðar. Hvar? Þarna var hún! Ég hafði einfaldlega lagt hana á annað leiði. Ég tók hana upp og skoðaði í tunglsljósinu. Hún var enn með perlufestina um hálsinn; ég tók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198

x

Milli mála

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.