Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 05.06.2015, Blaðsíða 3

Sjómannadagsblaðið - 05.06.2015, Blaðsíða 3
4 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 5. júní 2015 55. júní 2015 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Togarinn Egill rauði var frá Nes- kaupsstað og bar skráningarnúmerið NK-104. Einn skipverjanna, sem upplifðu ósköpin undir Grænu- hlíðinni, er Guðmundur Arason, þá ungur og nýtrúlofaður maður. Hann segir að togarinn hafi siglt frá Reykjavík „og stefnt var vestur. Þeg- ar þangað kom var orðið mjög hvasst og öll skipin lágu í vari við akkeri. Við fórum líka í var en lögðumst ekki við akkeri eins og hinir togararnir heldur létum reka. Ástæðan fyrir því var sú að skipstjórinn, Ísleifur Gíslason, vildi vera tilbúinn til þess að fara beint út um leið og færi myndi gefast. Það var allt klárt hjá okkur fyrir fyrsta hal þannig að skip- sjórinn vildi vera fyrstur út og kasta um leið og færi gæfist.“ Skipið hristist stafna á milli Guðmundur segir að þeir hafi haft pata af erfiðleikum bresku togar- anna frá Axel loftskeytamanni sem hafði í talstöðvaspjalli við kollega sína á öðrum togurunum heyrt af neyðarkalli annars þeirra. „En hjá okkur gekk allt sinn vanagang. Það var komið að kvöldmat og við fórum niður í lúkar að snæða. Þar á meðal var Ísleifur skipstjóri sem fól þremur mönnum að sjá um stjórn skipsins. Þar sem við mötuðumst fundum við allt í einu hvernig skiptið hristist allt til og töluverður hávaði heyrðist. Enginn virtist gera sér grein fyrir því sem gerðist og ég heyrði menn tala um að líklega hefði ketillinn sprungið. Við stukk- um allir frá boðum og reyndum að komast út og upp en töluverð þvaga myndaðist við dyrnar. Þá tók annar kokkur um borð, Marteinn Hjelm, að sér að róa mannskapinn og stjórna okkur á leiðinni út úr borðsalnum. Á endanum komumst við út og upp á stjórnborðsmegin að aftan. Þá fór ekki milli mála hver staðan var, við vorum strandaðir og aðstæður slæmar, hávaðarok, snjókoma og myrkur og snarbrött fjallshlíðin gnæfði yfir okkuar. Hópurinn tvístraðist fljótlega og ég fikraði mig fram að vélarreisninni og sá þá að menn voru komnir að björgunarbátunum. Skömmu síðar fann ég að Ísleifur skipstjóri bakk- aði togaranum og það gerði hann til þess reyna að auka stöðugleika skipsins.“ Guðmundur segir að hann hafi náð að koma sér upp að skor- steininum og þaðan aftur eftir „og þá áttaði ég mig í raun á því hvað ástandið hjá okkur var slæmt og ekkert við neitt ráðið. Ég er nú ekki bænheitur maður en fyrr en varði var ég farinn að biðja en bænin sú var stutt. Ég bað Jesúm einfaldlega að blessa kærustuna. Einhverra hluta vegna var hugur minn hjá henni og mér datt ekki í hug að biðja almættið að hjálpa okkur á þessum erfiðu stundum. Togarinn var nú farinn að láta ansi illa í fjörunni og ég fylgdist áfram með mönnunum bisa við björgunar- bátana en sá stjórnborðsmegin var farinn að brotna. Skyndilega slokknuðu öll ljós um um borð og þá var sjálfhætt við þær tilraunir. Ekki var nokkur möguleiki að reyna við björgunarbátinn á bakborðshliðinni, hann var yfir dekkinu, svo mikill halli var á skipinu.“ Fóru úr stígvélunum Þegar þara var komið sögu hafði Guðmundur leitað skjóls, ásamt nokkrum öðrum skipverjum, í bak- borðskörfunni þar sem menn mátu stöðuna og veltu næstu viðbrögðum fyrir sér. „Einn okkar, Hilmar Lar- sen, stakk upp á því að við færum úr klofstígvélunum. Hann sagði að ef við færum í sjóinn væru töluverðar líkur á því að klofstígvélin yrðu full af sjó og myndu draga okkur niður. Við létum því stígvélin fara og ég var að velta fyrir mér hvaða mögu- leika ég hefði á því að koma mér í land. Ég hugsaði með mér að það væru kannski líkur á því að ég gæti kastað mér í sjóinn og látið öldu bera mig að landi þar sem ég gæti hugsanlega komist upp á klapp- irnar. En þessar hugsanir voru ekki rökréttar því brimið brotnaði með látum á klettunum og útsogið var gríðarlegt. Þegar ég leit í kringum mig eftir þessar hugleiðingar tók ég eftir því að ég ver einn eftir í körf- unni. Félagar mínir höfðu komið sér í burtu án þess að ég hefði orðið þess var í öllum látunum. Það var ekkert annað fyrir mig að gera en reyna að koma mér á betri stað og mér tókst að fikra mig áfram eftir líflínunni á björgunarbátnum bakborðsmegin að afturvantinum þar sem þrír færeyskir félagar mínir voru. Þar leituðum við skjóls þegar 13 ólög gegnu yfir bátinn. Það var full vinna að halda sér föstum en þegar kom smá lag leitaði ég færis og komst um tveggja metra kafla að rekkverkinu sem var þéttsetið mönnum. Þar heyrði ég þann aftasta kalla að við myndum allir deyja ef við kæmust ekki upp í brú. Mér tókst að klifra eftir snúningsstönginni á loftventlinum upp á brúarþak og þaðan fikraði ég mig eftir þakhand- riðinu þar til ég var kominn á móts Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á Sjómannadaginn Termix One tengigrind til hitunar á neysluvatni Helstu eiginleikar: Stillanlegt hitastig • Stórminnkuð slysahætta • Jafn þrýstingur á heitu og köldu vatni • lengri líftími blöndunartækja • Engin kísilútfelling á hreinlætis- og blöndunar-tæki, sem gerir þrif mun auðveldari, svo ekki sé talað um hina alkunnu hveralykt sem hverfur. Með Termix One fylgir snyrtileg hlíf úr grálökkuðu stáli til að hylja hana á veggnum. Með Termix One tengigrindinni er hitaveitu- vatnið leitt gegnum varmaskipti sem hitar upp ferskvatn til neyslu. Það gerir húseigendum kleift að stilla hitastig heita neysluvatnsins þannig að hætta á brunaslysum minnkar verulega. Auðveld uppsetning og lítill viðhalds- kostnaður Strand Egils rauða -Mannskaðaveður í janúar 1955 Eitt mesta mannskaðaveður, sem gengið hefur yfir hérlendis, skall á 26. janúar 1955. Bresku togararnir Lorella og Roderigo fórust með allri áhöfn og fimm skipverjar af togaranum Agli rauða fórust þegar togarinn strandaði við Teista undir Grænuhlíð í Ísafjarðadjúpi. Lítil færanleg handtalstöð var í fyrsta skipti notuð við björgunar- störf hér á landi er björgunarmenn gengu að strandstað. Helgi heitinn Hallvarðsson, þáverandi annar stýrimaður á varðskipinu Ægi bar hana með sér og kom hún að góðu gagni við að koma upplýsingum á milli manna á sjó og í landi. Þetta var ekki eina mannbjörgin sem Helgi Hallvarðsson kom að á þessum slóðum en þegar togarinn Northern Spray strandaði á svip- uðum slóðum árið 1965 sýndi Helgi mikla hetjudáð þegar hann bjargaði, í brjáluðu N-NA roki og snjókomu, allri áhöfninni togarans, um borð í léttbát togarans Óðins þar sem hann var yfirstýrimaður með Þórarni Björnssyni skipherra. Togarinn Egill rauði.

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.