Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 05.06.2015, Blaðsíða 4

Sjómannadagsblaðið - 05.06.2015, Blaðsíða 4
6 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 5. júní 2015 75. júní 2015 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ DA S- hú sið 19 71 - Aða lvinningur Reynilundi í Garðabæ dregið í hverri viku Kauptu miða á www.das.is eða í síma 561 7757. Miðaverð 1.500 kr. á mánuði fyrir einfaldan miða og 3.000 kr. fyrir tvöfaldan miða. Fylgstu með okkur á Facebook Nýtt happdrættisár framundan með enn glæsilegri skattfrjálsum vinningum - Sex 30 milljóna króna vinningar á tvöfaldan miða eða 15 milljónir króna á einfaldan miða Drögum út 51 þúsund vinninga á árinu. Heildarverðmæti vinninga er rúmur milljarður. 30.000.000 Ekkert annað happdrætti sem dregur vikulega er með meiri vinningslíkur ÍS LE N SK A SI A .IS D A S 73 61 1 0 4/ 15 SJÓMENN - TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN Viltu vinna skattfrjálst? við brúardyrnar bakborðsmegin og þá lét ég mig falla niður á brúar- vænginn. Ísleifur skipstjóri stóð í brúardyrunum og ég spurði hann hvort við mættum ekki koma inn í brú og það var vitaskuld auðfengið. Ég kallaði því eins og ég frekast gat til félaga minna áður en ég fór inn í brú þar sem olíublautur sjórinn gekk fram og til baka eftir því sem skipið kastaðist til. Ég náði að fikra mig eftir brúnni og sá inn í loftskeyta- klefann, sem var opinn, þar sem Axel loftskeytamaður var í sjó upp að mitti og hélt við talstöðvarnar svo þær héldust á sínum stað.“ Fann ekki fyrir hræðslu Guðmundi tókst að komast inn í loftskeytakefann til Axels. „Ástandið var heldur dauft. Axel var orðinn sambandslaus, sjórinn gekk inn í brúna og klefann, allar rúður brotnar stjórnborðsmegin og það eina sem við gátum gert var að reyna að skorða okkur af og vona það besta. Það var ekki mikið pláss í klefanum þannig að við færðum okkur yfir í kortaklefann þar sem var aðeins rýmra um okkur.“ Guðmundur segist ekki hafa fundið fyrir hræðslu meðan á öllu þessu stóð, „hversu undarlega sem það kannað hljóma. Aðstæðurnar voru bara þannig að ég hafði ekki ráðrúm til þess að vera hræddur. Okkur var öllum skítkalt og við höfðum um nóg að hugsa um það eitt að halda okkur þegar skiptið kastaðist til og ég man eftir því að hafa verið að berja mig til hita þegar ég sagði stundarhátt þannig að það einhverjir heyrðu að það væri nú gott að hafa kærusturnar hjá okkur til að halda að okkur hita. Þessi tilraun mín til að létta and- rúmsloftið féll ekki að skapi allra. Ís- leifur skipstjóri var fljótur til svars og sagði: „Ekki mun ég óska þeim þess.“ En þótt kuldinn hafi verið nokkur er ég viss um að olían í sjónum hafi dregið úr honum,“ segir Guðmundur. Nóttin var erfið. „Brimið hafði örlög skipsins í höndum sér. Við fundum hvernig það lyfti togaranum og kastaði honum síðan niður í klettana af miklu afli. Okkur fannst í raun og veru tímaspurning hvenær skipið myndi brotna í tvennt. Guð- jón, fyrsti stýrimaður, fór fram í til að sækja tóg sem hann sagði að gæti hugsanlega nýst okkur við að komast í land ef skipið liðaðist í sundur þarna á klettunum. Með aðfallinu varð sífellt meiri sjór í brúnni og kortaklefanum þar sem mannskapurinn komst ekki allur fyrir. Tveir menn þurftu að vera í brúnni á háflóðinu og þeir þurftu að halda sér og hanga nánast á höndunum þar til fjaraði. Þetta var ekki góð vist. Með morgninum sáum við ljós, sem beint var að okkur, og björgunar- báta sem voru að reyna að nálgast okkur. Í stað þess að verða feginn varð ég hálfsmeykur um mennina og hugsaði um hvað yrði um þá ef björgunarbátarnir myndu brotna í spón við það að reyna að bjarga okkur. En sem betur fer hættu þeir við að reyna að ná í okkur á bátum en freistuðu þess að skjóta til okkar línu. Sá sem skaut var Magnús Gíslason, skipstjóri á Goðanesinu, bróðir Ísleifs skipstjóra á Agli rauða, og honum tókst að koma til okkar línu í annarri tilraun. Línan lenti fyrir framan brúna og við náðum henni með því að teygja okkur út um gluggann. Það gekk ágætlega að draga inn blökkina og okkur tókst að festa hana við ratsjármastrið. Hinum enda línunnar var komið fyrir um borð í bátnum Andvara.“ Erfitt að koma mönnum milli skipa Að sögn Guðmundar gekk illa að koma mönnum yfir og það var erfitt að halda sér í björgunarstólinn. Því miður skiluðu sér ekki allir yfir í Andvara. Eftir sex tíma björgunar- aðgerðir var einungis búið að ná 13 af 34 manna áhöfn milli bátanna og spilið um borð í Andvara hafði bilið. Þá stóð til að flytja línuna yfir í annan bát, Pál Pálsson, en til þess þurfti ekki að koma „því við urðum varir við björgunarmenn í landi sem höfðu brotið sér leið til okkar og þeim gekk greiðlega að koma línu um borð í Egil rauða. Við þurftum að komast upp á brúarþakið og sæta lagi til að geta farið í björgunar- stólinn og það gekk misjafnlega því sjórinn gekk yfir skipið og það kastaðist til en sem betur fer höfðu menn afl og styrk til að komast í stólinn og í land.“ Guðmundur var einn af þeim síðustu sem yfirgaf Egil rauða og hann sagði landgönguna hafa verið frekar auðvelda. „En mikið var ég feginn að finna fast land undir fótum mér. Um leið og ég var laus úr stólnum hljóp ég af stað og upp á klappir sem þarna voru. Ákafinn var svo mikill að ég hljóp upp úr björgunarstólnum enda var mér orðið svakalega kalt og ég fór strax að slást við Axel til að fá í mig hita.“ Sautján klukkustundum eftir strandið var búið að bjarga öllum skipverjunum og þá hófst gangan frá fjörunni að bænum Sléttu og hún var mörgum erfið enda hluti skipbrotsmannanna skólaus eftir að hafa kastað af sér klofstígvél- unum. Guðmundur segist lítið hafa hugsað um erfiðleika eftir að komið var í land. „Ég hugsaði um tvennt, annars vegar að ganga rösklega og hins vegar að reyna síðan að halda mér í sokkunum alla leiðina á Sléttu. Ég náði að ganga fram úr nokkrum félögum mínum á leiðinni og þegar ég sá til bæjarins komst ekkert annað að hjá mér en komast sem fyrst í húsaskjól. Ég bætti heldur í og gekk þá upp úr sokkunum en lét það engin áhrif hafa á mig. Þegar ég er kominn í bæinn sagði Úlfur Gunnarsson læknir, sem þarna var, að mér þyrfti að bjóða þurr föt en ég sagð- ist eingöngu þurfa sokka. Síðan var boðið upp á rótsterkt ketilkaffi sem ég þáði með þökkum og ég aldrei hef ég bragðað betri drykk,“ segir Guðmundur sem geymir ilminn og bragðið enn í minni sér. Það voru tvö hús á Sléttu „og um nóttina fjölgaði verulega í þeim. Fyrir utan okkur skips- brotsmennina komu sífellt fleiri björgunarmenn með vistir, matvæli og þurr föt. Við vorum í upphituðu húsi þar sem fötin okkar þornuðu furðu fljótt. Í hinu húsinu var ekki kynding og þar dvaldi fjöldi björgunarmanna við heldur verri aðstæður.“ Sjokkið kom síðar Skipbrotsmennirnir voru fluttir með varðskipi til Reykjavíkur þar sem múgur og margmenni tók á móti þeim. Guðmundur sagðist fljót- lega hafa komið auga á kærustuna sína í mannhafinu þar sem hún var með ömmu hans, móður og föður. „Mest langaði mig að stökkva beint til þeirra en gat það ekki því það var lögregluvörður frá landganginum að rútu sem beið okkar og ók síðan að húsi Slysavarnafélagsins. Þegar þangað var komið sá ég kærustuna mína aftur og fólkið mitt. Ég beið þá ekki boðanna heldur hraðaði mér til þeirra án þess að kveðja félaga mína og fór með þeim beinustu leið heim.” Á þessum árum var ekkert til sem heitir áfallahjálp. Guðmundur var í heimahúsum meðan hann var að ná sér líkamlega en hann var frekar illa farinn á fótunum eftir vosbúðina. Segist ekki hafa komist í skó í nokkrar vikur á eftir. Síðan tók sjómennskan aftur við en tveimur árum eftir strandið segir Guð- mundur að hann hafi fengið snert af áfalli. Þá var ég á Hafliða og við sjáum neyðarblys frá Fylki sem þá sökk á 10 mínútum. Við sigldum í átt til hans og ég var fram á að gera klára kastlínu með krók þegar áfallið kom. Ég réð ekki við mig og fór að kjökra og tárin láku niður kinnarnar en sem betur fer var myrkur og þetta sá enginn,“ segir Guðmundur Arason, einn þeirra sem lifði af strand Eiríks rauða undir Grænuhlíð. V M - F é l a g v é l s t j ó r a o g m á l m t æ k n i m a n n a - S t ó r h ö f ð a 2 5 - 1 1 0 R e y k j a v í k - 5 7 5 9 8 0 0 Landsfélag í vél- og málmtækni VM- Félag vélstjóra og málmtæknimanna óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn Sjómannadagurinn Á kortinu sést Grænahlíð yst við ísafjarðardjúp að norðan. „Egill rauði” strandaði við innra horn Grænuhlíðar, um eina sjómílu utan við Sléttutanga, en á myndinni er settur kross við tangann.

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.