Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 05.06.2015, Blaðsíða 8

Sjómannadagsblaðið - 05.06.2015, Blaðsíða 8
14 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 5. júní 2015 155. júní 2015 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Ker Umbúðamiðlunar eru eingöngu ætluð til leigu undir matvæli. Gunnar er fæddur í Hafnarfirði en eftir skilnað foreldra sinna flutti hann átta mánaða gamall til afa síns og ömmu á Fáskrúðsfirði. Þegar ég var fimm ára fluttu þau suður í Hafnarfjörð og hér er ég búinn að vera síðan, utan tvö ár sem ég bjó í Grindavík.“ „Þegar ég var barn komst ekkert að í huga mínum annað en sjó- mennska og ég var ekki nema 11 ára þegar ég fór með föður mínum í nokkra túra á togara. Það var spenn- andi og ég sannfærðist um að sjó- mennskan yrði mitt framtíðarstarf. Reyndar byrjaði sjómennskuferllinn hjá mér heldur brösuglega. Við fluttum til Grindavíkur árið sem ég fermdist og sumarið eftir fór ég á handfærabát, þá 14 ára. Við vorum á skaki og vorum að allan daginn. Á kvöldin eftir að við komum í land var unnið við að fletja, svo lengi sem við þurftum, þannig að þetta var hörkuvinna. En ég var hryllilega sjóveikur. Við vorum á gömlum nótabát sem byggt hafði verið yfir og slagvatnslyktin var ekki góð og fór illa í mig. Ég hætti því fljótt og hét því að ég myndi aldrei aftur á sjó fara. Reyndar stóð ég ekki við þau orð lengi, var aftur kominn á skak ári síðar, þá 15 ára gamall, og hef verið á sjó allt þar til ég hætti fyrir tveimur árum. Þá fékk konan mín heilablóð- fall og ég kom þá bara í land og líður ágætlega en væri örugglega enn á sjó ef það hefði ekki komið fyrir.“ Útgerðarmaðurinn sá um íbúðarkaupin Eftir að hafa verið á ýmsum bátum og stundað margvísleg veiðarfæri munstraði Gunnar sig á fyrsta togarann árið 1968. Það var togar- inn Fyrsti maí og eftir viðkomu á Auðuni réð hann sig á togarann Rán sem Stálskip gerðu út og var hjá útgerðinni í 17 ár. „Það var oft slark á manni á þessum tíma. Það var tekið vel á því, bæði úti á sjó og ekki síður þegar komið var í land. Þá skipti öllu máli að skemmta sér og fá sér í glas, alveg viðstöðulaust þangað til farið var út að nýju. En sem betur fer voru stoppin stutt og maður var því fljótt kominn á sjóinn aftur, oft með snert af höfuðverk fyrstu vaktina eða svo. Manni var ekki sýnd nein miskunn, maður var bara á sjónum þessi ár. Ég hef séð sjóferðabók þar sem skráð er að ég hafi verið yfir 340 daga til sjós eitt árið og það er töluvert.“ Gunnari fannst rétt að gera eitt- hvað úr peningunum sem hann vann sér inn „og þótti rétt að reyna að eignast fasteign í stað þess að eyða öllu í eitthvert djamm eða vit- leysu. Ég hafði augastað á íbúð sem reyndar var ósamþykkt þannig að ég gat ekki fengið húsnæðislán út á hana. Ég nefndi þessa fyrirætlan við Guðrúnu Lárusdóttur hjá Stálskip- um og hún sagðist bara myndi sjá um þetta fyrir mig. Hún greiddi allar afborganir, ég þurfti svo sem ekkert að gera annað en vinna, njóta lífsins og eignast þessa íbúð. En þegar kom að síðustu greiðsluni kom í ljós að ég hafði farið eitthvað óvarlega með peningana mína og átti ekki alveg fyrir henni. Velti því fyrir mér að taka bankalán en Guðrún sagði að það kæmi ekki til greina að ég færi að borga vexti til einhvers banka. Hún einfaldlega greiddi fyrir mig lokagreiðsluna og dró síðan af laun- unum mínum í einhvern tíma þar til við vorum orðin kvitt.“ Leiddist á frystitogaranum Gunnari þótti gott að vera hjá Stálskipum enda var ég þar í ein 17 ár. Undir það síðasta var ég tvö ár á frystitogaranum Ými en mér féll það ekki vel. Mér líkaði ekki veran á frystitogurunum. Mér fannst verksmiðjuvinnan um borð frekar leiðinleg, vildi frekar vera á ísfisk- stogara og fór þá yfir á Jón Vídalín. Hann var gerður út frá Þorlákshöfn fyrst þegar ég byrjaði en var s íðan gerður út frá Vestmannaeyjum og þar var ég í nokkur ár. Í lokin var ég orðinn heldur þreyttur á því hvað stoppin í landi voru stutt fyrir mig þegar ég reyndi að skjótast heim. Við komum í land á morgnana, þá tók ég Herjólf í land og var kominn til Hafnarfjarðar um klukkan eitt. Svo þurfti ég að leggja af stað til Eyja um klukkan tíu morguninn eftir. Ég náði því ekki sólarhring heima hjá mér.“ Miklar breytignar hafa orðið á aðbúnaði sjómanna þá hálfu öld sem Gunnar hefur sótt sjóinn og hann segir að mesta breytingin hafi fylgt skuttogurunum. „Það var mikil bylting fólgin í því að geta unnið í aðgerð undir þaki, það munaði miklu og var allt annað en vera undir berum himni í slarki og vosbúð. Svo breyttist líka mikið þegar fiskikassarnir komu. Þeir bættu líka kjörin hjá okkur töluvert því fiskurinn varð verðmætari og það skilaði sér í launaumslagið hjá okkur skipverj- unum.“ Þorskur í flottroll Eitthvað það eftirminnilegasta á sjómannsferli Gunnars var þegar þeir fóru á flottroll fyrir vestan og mokuðu upp þorski á árunum 1992 - 1993. „Þetta var heilmikið ævintýri, 18 daga stím og komið til baka fjórum dögum síðar með 200 tonn af þorski. En þegar fiskinum er mokað svona inn er ekki farið neitt sérstaklega vel með hann. Það var lengi vel stór torfa þarna, oft í marga mánuði. Við gátum bara siglt að henni og tekið úr henni nægilega mikið til að fylla togar- ann, í skipti eftir skipti. Við á Jóni Vídalín fórum nokkrum sinnum vestur og þá máttum við taka 80 tonn í hverri ferð og ég man að þar var hugsað vel um aflann. Trollið var aldrei tekið upp fyrr en við vorum búnir að vinna fiskinn úr móttökunni. Í stað þess að tæma úr pokanum fyrir eldri fisk var trollið bara geymt í sjónum þar til við vorum tilbúnir að taka á móti því. Og gátum þá lagt okkur og haft það gott á innstíminu.“ Gunnar var háseti alla sína tíð. Leysti stundum af sem bátsmaður eða netamaður en mundi hann mæla með sjómennskunni við unga menn í dag? Og það stendur ekki á svarinu. „Já, ég mundi gera það. Sjómennskan hefur breyst mikið frá því byrjaði. Afkoman er líka betri og menn geta leyft sér að deila stöðu með örðum, fara annan hvern túr og hafa góð laun út úr því. Sjómennskan er enn þá hörkuvinna hjá þessum körlum en umhverfið er manneskjulegra og aðbúnaðurinn miklu betri,“ segir Gunnar Kristjánsson sem nú starfar sem vaktmaður hjá Land- helgisgæslunni eftir hafa hafa verið á varðskipum í sjö ár á eftir 41 ári á fiskiskipum. Hafnfirðingurinn Gunnar Kristjánsson horfir sáttur um öxl eftir að hafa verið á sjónum í hartnær 50 ár. „Þetta er búinn að vera fínn tími. Maður hefði kannski getað hugsað betur um peningana sína en það er ekki nokkur ástæða til þess að velta sér upp úr því núna,“ segir hann. Var á sjó í hálfa öld Í yfir þrjátíu ár höfum við tengt saman það sem sjávarútvegurinn gerir best og það sem við gerum best. Sameinaðir kraftar hafa skilað fiskiðnaðinum og samfélaginu auknum verðmætum. Marel á Íslandi þakkar samstarf liðinna ára og sendir landsmönnum heillaóskir í tilefni sjómannadagsins. Nýsköpun SPRETTUR ÚR SAMSTARFI marel.is

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.