Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 05.06.2015, Blaðsíða 10

Sjómannadagsblaðið - 05.06.2015, Blaðsíða 10
18 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 5. júní 2015 195. júní 2015 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is • Verslun opin mán-fös 8.30 -17.00 Fær í flestan sjó - hágæðavörur sem gera þig sjófæran í eldhúsinu FA S TU S _E _2 8 .0 6 .1 5 Ofnar GIRO pönnur Eldavélar Uppþvottavélar Fatnaður Skór Fastus býður uppá heildarlausnir fyrir atvinnueldhús á sjó hvað varðar eldunaráhöld, tæki og margt fleira. Fagþekking og reynsla eru lykilatriði í starfsemi Fastus - en þar starfa reyndir ráðgjafar á sölusviði sem tryggja réttar lausnir fyrir þínar þarfir. Hafðu samband og fáðu upplýsingar um útbúnað sem hentar þinni starfsemi. Veit á vandaða lausn Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á Sjómannadaginn Group Fishing - Aquaculture - Trade „Vinkona mín hafði farið á humarbát og ég sá að hún hafði miklu hærri laun en ég og þess vegna dreif ég mig á sjóinn, á humarbát eins og hún,” segir Inga Fanney. „En ég ætlaði mér aldrei að verða sjómaður. Var aðallega að velta fyrir mér að safna peningum og fara síðan í háskóla en það breyttist. Ég ílengdist á sjónum og ákvað síðan að fara í Stýrimanna- skólann því sú menntun gefur möguleika á fjölbreyttri vinnu. Ég sá líka fyrir mér góð frí í erlendum höfnum sem ég gæti bæði nýtt í að skoða mig um og njóta lífsins.“ Inga Fanney hefur verið á Goðafossi í tvö ár. „Ég var á sjó fyrstu fimmtán árin eftir að ég lauk skól- anum, vann síðan hjá Hafrannsókna- stofnun þar sem ég vann í landi auk þess að fara í nokkra mismunandi leiðangra á skipum stofnunarinnar, kenndi í þrjú ár við sjómannaskóla í Namibiu en áður hafði ég verið stýrimaður á namibisku rannsóknar- skipi. Ég kenndi um tíma við Stýri- mannaskólann, auk þess sem ég var eitt sumar hjá Landhelgisgæslunni. Mér þótti oft skemmtilegt að vera um borð í hafrannsóknarskipi því mér þótti spennandi að fylgjast með því sem kom upp úr sjónum og hvalarannsóknir voru skemmtilegar, ekki síst þegar við eltum hvali til að ná myndum af sporðum þeirra eða ná af þeim DNA sýnum.“ Höfum tapað fjölda starfa Það hefur margt breyst síðan Inga Fanney útskrifaðist úr skólanum. „Þá voru hér sex til átta farskipaútgerðir í margvíslegum verkefnum víða um heim. Nú eru skipin mun færri og ekkert þeirra siglir undir íslenskum fána. Á þessum árum hefur far- mannastéttin nánast horfið á sama tíma og vöruflutningar til og frá landinu og um heim allan hafa aukist. Erlend fraktskip hafa tekið við af þeim íslensku við flutninga fyrir stóriðjuna og flutninga heil- farma til og frá landinu. Það má því með sanni segja að við höfum tapað þessum störfum í hendur útlendinga og um leið töluverðri þekkingu. Ég held að það sé ekki varlega áætlað að segja að við höfum á þessum tíma tapað störfum sem nemur starfsfólki eins álvers og það er þó nokkuð. Nú er ekkert fraktskip undir ís- lenskum fána. Á þessum tíma hefur farmannastéttin nánast horfið og þetta er að gerast á sama tíma og vöruflutningar til og frá landinu hafa aukist. Ferðunum hefur ekkert fækkað, erlend skip hafa bara tekið við og Íslendingar eru hættir vöru- flutningum milli erlendra landa eins og algengt var hér á árum áður þegar skipin voru við verkefni erlendis mánuðum saman.“ Inga Fanney hafði ekki verið lengi á gámaskipi þegar en hún kom um borð í Goðafoss. „Mér þykir starfið fínt enda er alltaf nóg að gera. Hér áður fyrr var ég á „trampi“, leiguskipi sem var ekki á fastri áætlun eins og Goðafoss. En starfið hér er fínt, það er mikið að gera og okkur fellur varla verk úr hendi þá sex tíma sem við erum á vakt þótt áætlunin sé í mjög föstum skorðum.“ Fyrsta stig sjóveikinnar Eitt af hlutverkum Ingu Fanneyjar er að sigla skipinu milli staða og úr hárri brúnni er víðsýnt „en að sama skapi finnur maður fyrir veltingnum um borð ef skipið er léttlestað“ segir hún og bætir við að þá séu velturnar bæði hægar og langar. Hún þvertekur fyrir að finna fyrir sjóveiki, „ég held í það minnsta að ég sé ekki sjóveik. Ég sagði einhverju sinni að ég svæfi hvergi betur en um borð í skipum. Læknir, sem heyrði þetta, sagði að svefn væri fyrsta stig sjóveikinnar og ef svo er þá þykir mér fínt að hafa aldrei komist af því stigi,” segir Inga Fanney brosandi. Goðafoss er aflmikið skip sem gengur um 18 sjómílur við eðlilegar aðstæður „en þegar okkur tekst að nýta sjávarstraumana getum við náð allt að 24 mílna hraða og þá getur verið gaman,“ segir Inga Fanney og það veitir ekkert af ganghraðanum því siglt er eftir þéttri áætlun. „Rútan hjá okkur tekur tvær vikur og það er ekkert frí í heimahöfn ef við eigum vaktina. Við byrjum á Grundartanga á miðvikudögum, lestum í Reykjavík á fimmtudögum og þá eru áhafna- skipti, á Reyðarfirði á föstudögum og síðan taka Færeyjar á móti okkur og þaðan liggur leiðin til Rotterdam í Hollandi og Hamborgar í Þýska- landi. Þá er farið til Árósa með stuttu stoppi í Svíþjóð og þaðan til Færeyja og heim til Reykjavíkur.“ Að sögn Ingu Fanneyjar eru tveir skipverjar um hverja yfirmannastöðu „og við skiptumst á, tökum ýmist eina rútu og hvílum þá næstu eða að við tökum tvær og erum þá í landi í mánuð. Það er alltaf nóg að gera um borð. Á stíminu sé ég um að sigla skipinu. Í höfnum er fylgst með losun og lestun, auk þess sem annar stýri- maður sér um að fylgjast með öllum öryggisbúnaði um borð og tíminn í höfnunum er notaður til þess.“ Inga Fanney segir að lítill tími gefist til samskipta við fólki í landi „enda sjáum við bara fulltrúa hafnanna og opinbera starfsmenn í embættiserindum, fulltrúa tollsins og innflytjendaeftirlitsins, svo eitt- hvað sé nefnt. Jú, og síðan hafnsögu- mennina sem taka við að stjórna skipinu í gegnum Kílarskurðinn og í stærstu höfnunum. Það var allt annar bragur á þessu hér á árum áður. Eitt árið vorum við í tvo mánuði í höfn í Portúgal og það var ekkert óalgengt að skip stoppuðu eina til tvær vikur í hverri höfn því þá tók mun lengri tíma að lesta og losa skipin. Þetta var skemmtilegur tími en ég er ekki viss um að ég vildi hafa þetta svona núna, maður verður líka að læra að lifa í landi.“ Lauk við ársverkið á níu mánuðum Einhver lengsta útivera Ingu Fann- eyjar stóð í tæpa níu mánuði. „Þá fórum við út í byrjun janúar og vorum í margvíslegum verkefnum fram í miðjan september en þá flaug ég heim. Þetta var á þeim tíma sem skattar voru greiddir eftir á. Þeim hjá skattinum fannst að fyrst ég hefði svona góð laun fyrstu níu mánuði ársins þá hlyti ég að hafa haft góð laun síðustu þrjá mánuðina líka. Þegar ég kærði þessar álögur þótti þeim stórundarlegt að ég hefði verið í fríi heila þrjá mánuði. Það tók mig dálítinn tíma að útskýra fyrir þeim að ég hefði verið búin með ársverkið á níu mánuðum með tólf tíma vinnu á dag alla daga í níu mánuði.“ Það er ekki ofsögum sagt að síðasti vetur hafi verið erfiður, hver lægðin af annarri gekk yfir landi og miðin en Inga Fanney segir að þau á Goðafossi hafi sloppið vel. „Við virðumst hafa verið á öðru og betra róli en mörg önnur skip því við lentum oft á milli lægða eða náðum að sigla í hléi frá því allra vesta. Leggurinn milli Íslands og Færeyja er verstur og þar lentum við stundum í mótvindi og leiðindum en það er hluti af okkar daglega lífi,” segir Inga Fanney Egilsdóttir sem segist eiga erfitt með að gera upp á milli hafna „því þær eru svo frá- brugðnar hver annarri. En mér þykir alltaf gaman að fara í land í Þórshöfn í Færeyjum og það er gott að hjóla bæði í Árósum og Rotterdam. Ég hef hjólið alltaf með og reyni að skreppa í eins til tveggja tíma hjólatúr í þessum höfnum ef ég er á frívakt.“ Inga Fanney Egilsdóttir er annar stýrimaður á Goðafossi. Hún hefur verið meira eða minna á sjó síðan hún lauk námi frá Stýrimannaskólanum árið 1982. Vonin um góð laun var helsta ástæða þess að hún dreif sig á sjóinn, þá 19 ára gömul. Ætlaði aldrei að verða sjómaður

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.