Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 05.06.2015, Blaðsíða 11

Sjómannadagsblaðið - 05.06.2015, Blaðsíða 11
20 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 5. júní 2015 215. júní 2015 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ „Sjómannadagsráð var og er frumkvöðull í málefnum aldraðra á Íslandi. Ráðið var stofnað að frumkvæði sjómanna til þess að halda Sjómannadaginn hátíðlegan. Strax árið 1939 var lögð fram stefnumótun fyrir félagið þess efnis að það myndi veita öldruðum sjó- mönnum öruggt heimili og aðstöðu til að sinna léttri vinnu. Þetta var mikil nýbreytni á þessum tíma og lagði grunnin að hugmyndafræðinni að baki Hrafnistu í Reykjavík,“ segir Sigurður. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og ráðið hefur áfram unnið ötullega að öldrunar- málum. Það hefur til dæmis inn- leitt margvíslegar nýjungar og síðasta nýsköpun ráðsins eru leiguíbúðirnar sem hafa verið reistar með beinni tengingu við hjúkrunarheimilin og þjónustuna sem þar er veitt. „Þessu fylgir mikill ávinningur sem byggir á samnýtingu helstu grunnþátta starfseminnar, svo sem á ör- yggiskerfum og gæslu, eldhúsum, sameiginlegum svæðum og allri félagsþjónustu, tómstundum og afþreyingu. Það eina sem kemur í veg fyrir að samnýtingin sé alger er um- önnunarþjónustan. Ríkið greiðir fyrir þá þjónustu sem við veitum á hjúkrunarheimilunum og því megum við ekki veita þeim sem búa í leiguíbúðunum umönnun né heilbrigðisþjónustu. En þrátt fyrir þessar girðingar höfum við boðið íbúunum upp á þjónustusíma sem er opinn allan sólarhringinn. Þeim stendur líka til boða að fá neyðarhnapp sem er tengdur beint við vakthafandi hjúkrunar- fræðing á hjúkrunarheimilinu. Ef ýtt er á hnappinn opnast talsam- band við hjúkrunarfræðinginn. Sé þörf á aðstoð er brugðist strax við og Hrafnistu er greitt sérstaklega fyrir hana. Þannig að öryggið, sem fylgir nálægðinni við Hrafn- istuheimilin, er alltaf til staðar.“ Öldrun er óþægilegt umræðuefni Sigurður segir að ef öldrunarmál á landinu séu skoðuð í sögulegu samhengi sjáist glögglega að það eru frjáls félagasamtök sem hafa staðið að uppbyggingunni, skipulaginu og mótun hugmyndafræðinnar. „Það var ekki fyrr en mörgum árum eftir að Hrafnista í Reykjavík hóf starfsemi sína að ríkið tók málaflokkinn yfir. Þetta hefur hins vegar ekki dregið úr mikilvægi sjálfstæðu félagasam- takanna. Á höfuðborgarsvæðinu eru um 1.500 hjúkrunarrými og um 80% þeirra eru í eigu fimm félagasamtaka. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið eiga því ekki nema um 20% rýmanna, þannig að frjálsu félaga- samtökin, með Sjómannadagsráð og Hrafnistuheimilin í fylkingarbrjósti, draga enn þá vagninn.“ Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á Sjómannadaginn FROSTI ehf Ofnlokar, strenglokar, gólfhitastýringar, álpex og síur. Brunaborðar og eldvarnarkítti á góðu verði. Niðurföll í sturtuklefann, þvottahúsið, kjallarann, iðnaðarhúsið og á þakið. Göturennur fyrir allt að 90 tonna burð Ryðfríu niðurföllin frá Blücher eru nú fáanleg í Lagnaverslun BYKO í Kópavogi. Blücher niðurföllin eru fáanleg í öllum útfærslum, hvort sem um ræðir bað herbergi, brugghús, sláturhús, iðnaðar eldhús eða fiskvinnsluhús. Getum einnig látið sér smíða niðurföll og rennur eftir teikningu. RYÐFRÍ NIÐURFÖLL OG FITTINGS FRÁ BLÜCHER Hágæða stálrör og pressfittings. ® byko.is Til þjónustu - fyrir sjávarútveginn Nánari upplýsingar lagnadeild@byko.is S: 515 4040 Sigurður Garðarsson: Öldruninni verður ekki slegið á frest „Sjómenn eiga að vera verulega stoltir af framlagi sínu til samfélagsins,“ segir Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs, og vitnar þar til þess að það voru framsýnir sjómenn sem lögðu grunn að skipulagi öldrunarmála á landinu. Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs. Þjónustu- og öryggisíbúðir Sjómannadagsráðs við Boðaþing í Kópavogi.

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.