Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 05.06.2015, Blaðsíða 12

Sjómannadagsblaðið - 05.06.2015, Blaðsíða 12
22 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 5. júní 2015 235. júní 2015 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 35 ára reynslavíðsvegar um heiminn Sendum sjómönnum og fjölskyldum þeirra okkar bestu kveðjur í ti lefni af sjómannadeginum Miðhella 4 | 221 Hafnarfjörður | Iceland | Phone +354 414 8080 Að sögn Sigurðar er umfjöllun um öldrunarmál í landinu afar sérstök. Það er farið með málaflokkinn eins og öldrun sé feimnismál eða óþægilegt umræðuefni. Í hversdags- legum umræðum er helst rætt um öldrunarmál í einhvers konar gríni, þannig að umræðan fær oft ekki þá dýpt sem hún þarf. Þeir sem þurfa að ræða þessi mál er oft fólk sem er að leita úrræða fyrir einhvern sér nákominn en áhugi þeirra á mála- flokknum tekur enda þegar þeirra mál eru í höfn. Þá taka fjölmiðlar málið helst ekki til umfjöllunar nema eitthvað hafi farið úrskeiðis. Fyrir vikið verður aldrei nauðsynleg, viðvarandi og uppbyggileg umræða um öldrunarmál í samfélaginu. Við erum öll sammála um mikil- vægi skóla- og menntakerfisins en eftir fáein ár verða Íslendingar eldri en 67 ára fleiri en öll leik- og grunn- skólabörn landsins. Þessir hópar eru að einhverju leyti sambærilegir því á meðan börnin eru að afla sér færni eru aldraðir að glíma við að halda færni sinni til athafna daglegs lífs. Öll viljum við lifa sem lengst, eldast og þar með verðum við um leið fyrir öldrun. Hjá því verður ekki komist á meðan við lifum. Öldrun er þar af leiðandi náttúrulögmál og ætti því að fá dýpri og miklu meiri umræðu. Öldruninni verður ekki slegið á frest.“ Hjúkrunarrýmin taka við Hrafnista er stolt Sjómannadags- ráðs. Heimilið í Laugarásnum var upphaflega dvalarheimili aldraðra sjómanna og algerlega rekið samkvæmt hugmyndafræði Sjómannadagsráðs. „Síðan tók ríkið málaflokkinn yfir og gerði þá greinarmun á starfseminni eftir því hvort um var að ræða hjúkr- unarheimili eða dvalarheimili. Dvalarrýmin voru hugsuð fyrir þá sem þurftu á búsetuúrræðum að halda en voru þokkalega heilsu- góðir. Hjúkrunarheimilin voru aftur á móti ætluð þeim sem voru verri til heilsunnar og gátu ekki hugsað um sig sjálfir. Nú eru dvalarrýmin smám saman að hverfa og hjúkrunarrýmin að taka yfir að mestu leyti. Fyrir vikið verður til bil á þeirra sem fá heilsu- og færnismat til búsetu á hjúkrunarheimilum og þeirra sem ekki uppfylla skilyrði þess mats. Það bil, sem áður brúað með dvalarrýmum, verður að fylla með einhverjum góðum úrræðum, eins og húsnæði, þjónustu og tækni. Ríkið veitir nú um 24 milljarða á ári til reksturs hjúkrunarheimil- anna í landinu og það eru heil- miklir peningar. Allt bentir til þess að eftir 15 ár verði Íslendingar 75 ára og eldri tvöfalt fleiri en nú. Þessu fylgir mikil kostnaðaraukn- ing fyrir hið opinbera, sérstaklega í ljósi þess að skattgreiðendum mun ekki fjölga í sama hlutfalli. Það er því eðlilegt að ríkið hugsi sinn gang og leiti að framtíðar- lausn,“ segir Sigurður. Sigurður segist ekki vera með einfalda lausn á búsetumálum aldraðra á hraðbergi „en við erum alla vega ekki komin nógu langt á leið í dag, svo mikið er víst. Því miður hefur ekki verið lögð áhersla á að leita lausna í öldr- unarmálum til langs tíma. Það helsta, sem ríkið hefur lagt til síð- ustu árin, er að flytja málaflokkinn til sveitarfélaganna. En flutningur til sveitarfélaganna leysir ekki vandamálið. Allir sem koma að þessum málum vilja leysa þau en því miður vill umræðan leiðast út í tog- streitu, til dæmis um daggjöldin sem við viljum að hækki en ríkið telur þau fullnægjandi og þar með strandar umræðan. Þetta er eitt dæmi af mörgum um að horft er til vandamála dagsins í stað þess að ræða saman á málefnalegan hátt þar sem leitað er lausna til framtíðar. Lausna sem eiga að koma þeim til góða sem nú taka ákvarðanirnar þegar aldurinn færist yfir þá.“ Ástandið versnar frá degi til dags Að sögn Sigurðar verða heil- brigðisyfirvöld, velferðarráðu- neytið, rekstrarfélögin, félög eldri borgara og aðrir sem tengjast málaflokknum að svara því hvernig best verður fyrir okkur að leysa þessi mál í framtíðinni. „Lausnin, hver sem hún verður, mun eðlilega kalla á útgjöld. Eiga þeir fjármunir að koma eingöngu frá ríkinu eða sveitarfélögunum, beint frá þeim sem koma til með nýta þjónustuna, frá líf- eyrissjóðunum eða með sérstökum skatti? Við greiðum öll gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og ætti kannski að hækka það til að taka á vandamálinu? Spurningarnar eru margar og við verðum að svara þeim. Við sem veitum þjónustuna getum lítið gert annað en fylgt boðum ríkisins um einbýli og góða aðstöðu fyrir hvern heimilismann. Við getum ekki byggt ný hjúkr- unarheimili en höfum leyst málin á liðnum árum með því að breyta eldri herbergjum í einbýli. Við framkvæmdir stækka herbergin og þeim fækkar. Þar með fækkar þeim sem við getum boðið rými á hjúkrunarheimilunum okkar. Þótt hluti heildarlausnarinnar sé tæknilegs eðlis þykir mér ljóst að viðhorfsbreyting sé nauðsyn- leg. Fólk þarf ef til vill að taka meiri ábyrgð á eigin lífi og hugs- anlega verður ábyrgð fjöskyld- unnar á þeim aldraða að aukast. Ef svo á að vera verður ríkið að taka tillit til þess og breyta við- horfi sínu til þeirra sem leggja sig fram við að hjálpa sér sjálfir. Nú er matsferlið byggt þannig upp að erfitt er að fá heilsu- og færnismat fyrir aldraða ef þeim hefur verið sinnt af fjölskyldunni heima hjá sér. Matskerfið er nefnilega byggt þannig upp að það verður að prófa öll úrræði sem standa til boða áður en sá aldraði fær heilsu- og færnismat, hversu undarlega sem það hljómar. Það er mikil vinna fram undan og tíminn líður. Við búum nú þegar við uppsafnaða þörf eins og glögglega sést á þeim fjölda sem nú liggur á sjúkrahúsunum og bíður eftir plássi á hjúkrunarheimilum. Ástandið versnar frá degi til dags, svo ég tali nú ekki um komandi ár. Um áttræðisaldurinn fer þörfin eftir rými á hjúkrunar- heimili að verða nokkuð almenn. Þegar ég næ þeim aldri verður fjöldi áttræðra í samfélaginu þrisvar sinnum meiri en nú. Ég held að allir sem koma að þessum málum eigi að velta því fyrir sér hvernig þeir vilja sjá öldurnarmál fyrir sér þegar viðkomandi nær þessum aldri. Vandamálið fer ekkert frá okkur,“ segir Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs. » Um 1.200 eldri borgarar búa í sérhæfðu húsnæði á vegum Sjómannadags- ráðs, um helmingurinn á hjúkrunardeildum og í dvalarrýmum, aðrir í einka- eða leiguíbúðum á vegum ráðsins. » Alls eru um 1.000 manns á launaskrá hjá fyrirtækjum Sjómannadagsráðs. » Hrafnista sér um rekstur hjúkrunarheimila fyrir Reykjanesbæ og Kópavog. » Fasteignir í eigu Sjó- mannadagsráðs eru um 55.000 fm og ársvelta Sjómannadagsráðs er um 6 milljarðar króna. Til hamingju með daginn sjómenn! Sjávarútvegur islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook Þjónustu- og öryggisíbúðir Sjómannadagsráðs við Hrafnistu í Reykjavík.

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.