Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 05.06.2015, Blaðsíða 13

Sjómannadagsblaðið - 05.06.2015, Blaðsíða 13
24 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 5. júní 2015 255. júní 2015 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ E N N E M M / N M 6 9 0 4 9 Uppbygging Símans á langdrægu 4G er í fullum gangi Við hjá Símanum vitum að fjarskipti eru lykilatriði fyrir hátækniveiðar og vinnslu. En við vitum einnig að lífið á sjó er svo miklu meira en fiskur. Það breytir öllu fyrir mannskapinn um borð að vera í daglegum net- samskiptum við fjölskylduna, kæró, börn, barnabörn eða besta vininn á öflugu 4G neti Símans. Við óskum sjómönnum til hamingju með daginn! Sterkara netsamband á sjó og landi „Ég hef alltaf verið svona. Þegar ég var lítill var ég sólginn í fisk, vildi hann nýjan og ferskan. Pabbi vildi hins vegar sinn fisk vel siginn. Það gat ég aldrei skilið því við höfðum nánast ótakmarkaðan aðgang að ferskum og góðum fiski,“ segir Örn. Foreldrar hans voru Guðrún Gísladóttir og Erlingur S. Davíðs- son. Þau bjuggu í Steinshúsi sem stóð á sjávarkambinum í Gerðum. Húsið var kennt við Stein Lárusson, langafa Arnar, sem byggði húsið og bjó þar með konu sinni, Guðrúnu Þórðardóttur. Sjórinn og fjaran áttu hug Arnar þegar hann var að alast upp. „Þar lékum við okkur öllum stundum, í fjörunni, á bryggjunni og sigldum skipum sem við smíðuðum ýmist í fjörunni eða á tjörninni á bak við húsið okkar. Þegar skólanum lauk á daginn mátti sjá undir iljarnar á mér og Magga vini mínum en feður okkar reru saman á trillu og við fórum beint til þeirra eftir skóla og hjálpuðum þeim að „kútta“ og svo var fiskurinn lagður inn í frysti- húsið.“ Trillur fengnar að láni Áræðnir ungir strákar með bullandi áhuga á sjósókn láta eignarréttinn ekki stöðva sig ef þá á annað borð langar á sjó. „Það gerðist stundum að við fengum trillur „lánaðar“ án þess að spyrja um leyfi og oft fóru lóð með okkur út á sjó sem við rákumst á niðri í frystihúsi. Þau beittum við og komum oft með dágóðan afla að landi en því miður nýttist hann okkur ekki mikið því eðlilega stunduðum við okkar iðju meðan vinna lá niðri við höfnina og frystihúsið lokað, þannig að við, því miður, náðum ekki að gera okkur peninga úr þessum ævintýrum okkar.“ En á þessum árum voru peningar í seilingarfjarlægð fyrir orkubolta eins og Örn var. Sumarið, sem hann var ellefu ára, vann hann töluvert við síldarvinnslu en þá var síldin söltuð í plássinu. Þar náði hann að koma sér upp dágóðum sjóði sem gerði honum kleift að kaupa sér sinn fyrsta bát árið eftir þegar hann var aðeins tólf ára gamall. „Pabbi ákvað að kaupa sér þriggja tonna trillu og fara að gera út sjálfur. Ég tók ekki annað í mál en að kaupa trilluna með honum og ég vildi eign- ast helminginn í henni. Það kom ekki annað til greina en við feðg- arnir yrðum jafningjar í útgerðinni,“ segir Örn brosandi þegar hann rifjar upp aðdragandann að þessari fyrstu útgerð sinni. „Trillan kostaði 6.000 krónur sem var töluverður peningur á þessum tíma og ég taldi peningana sem ég átti frá síldarvinnunni og það reyndust vera 2.500 krónur. Það var því ljóst að ég yrði að taka mitt fyrsta lán, aðeins tólf ára gamall. Ég fór því til hans Gísla afa míns og bað hann að lána mér þessar 500 krónur sem upp á vantaði. Eftir að við höfðum rætt málið fram og til baka ákvað hann að lána mér en lagði áherslu á að menn yrðu ávallt að standa í skilum og gera upp skuldir sínar á tilsettum tíma og það gerði ég. Þegar ég hafði unnið mér inn fyrir skuldinni tók afi við greiðsl- unni með þeim orðum að nú væri ég búinn að gera upp skuld mína. Síðan rétti hann mér peningana aftur að sagði að fyrst hann væri búinn að lána mér þessa upphæð og ég búinn að endurgreiða lánið þætti honum rétt að gefa mér þessar krónur. Við pabbi rerum saman en ég hlakkað mest til þess að róa einn þegar hann færi á vertíð en það varð hálfendasleppt því ég kom vélinni ekki í gang. Heldur verra var að mamma komst að þessari tilraun minni og lagði blátt bann við því að ég reri einn og ég þurfti að kyngja því.“ Sjóveikin Aftur á móti þurfti móðir Arnar að sætta sig við að hann færi ekki í framhaldsnám. Hún lagði mikla áherslu á að Örn ætti að ganga menntaveginn og átti góðan banda- mann í föður sínum. „Ég held að málið hafi verið komið það langt að búið var að tryggja mér pláss Örn Erlingsson hefur alla sína ævi lagt áherslu á að skila sem verðmætustum fiski að landi. „Fiskurinn er betri því ferskari sem hann er og um leið verðmætari. Undir þetta geta allir tekið núna en hér á árum áður var meira lagt upp úr magni en gæðum. Sjálfur er ég hrifinn af hvoru tveggja, koma í land með mikinn afla af góðum fiski,“ segir Örn. Örn Egilsson, skipstjóri og útgerðarmaður: Því ferskari, þeim mun verðmætari

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.