Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 05.06.2015, Blaðsíða 14

Sjómannadagsblaðið - 05.06.2015, Blaðsíða 14
26 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 5. júní 2015 275. júní 2015 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ www.66north.is #66northKlæddu þig vel Sá rauðguli Fyrir um 90 árum hóf Hans Kristjánsson framleiðslu á sjóklæðum úr olíudúk fyrir sjómenn heima á Suðureyri. Þótt efnið og liturinn hafi breyst, þá erum við stolt af því að stakkurinn frá 66°NORÐUR er enn hluti af daglegu lífi íslenskra sjómanna. Til hamingju með daginn! Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á Sjómannadaginn Akraneskaupstaður Kjötbankinn KÓPAVOGSHAFNIR í Menntaskólanum í Reykjavík eftir að ég var búinn með skólann heima, þá fimmtán ára gamall. Hugurinn hafði alltaf stefnt á sjóinn og þangað vildi ég fara í stað þess að sitja áfram á skólabekk. „Mér tókst á fá pabba á mitt band og hann talaði við aflaskipstjóra héðan úr Garðinum, Þorstein Þórðarson, sem réð mig á síld þá um sumarið. Um haustið fór ég yfir á Hilmi sem stundaði reknetaveiðar og þar varð ég fyrir áfalli. Sjóveikin helltist yfir mig og ég var svo þjakaður að ég hefði verið feginn ef strák- arnir hefðu kastað mér fyrir borð og bundið þar með enda á þjáningar mínar en ég þrjóskaðist við enda heiður minn í húfi.“ Þrátt fyrir sjóveikina stóð Örn sína plikt. „En þetta var erfitt, mikil vinna og aðbúnaðurinn um borð af- leitur eins og almennt var á þessum tímum. Bátarnir voru litlir og mannskapurinn hafði ekkert pláss. Mannskapurinn svaf í lúkarnum og þar var líka borðað og lyktin var eftir því. Hreinlætisaðstaðan var lítil sem engin og klósett komu ekki um borð í skip og báta fyrr en löngu seinna. Menn létu bara vaða yfir borðstokkinn eða í besta falli í fötu sem hellt var úr í sjóinn. Það var ekki fyrr en fyrstu kvenkokkarnir komu á síldarbátana að farið var að hafa fötuna fyrir aftan létt skilrúm. En klósettin komu ekki fyrr en miklu seinna.“ Örn segir að árans sjóveikin hafi haft töluvert með það að gera að hann fór rúmlega tvítugur í Stýri- mannaskólann. „Siglingatíma, sem mig vantaði, náði ég mér í meðan ég var í skólanum og sem betur fer rjátlaðist sjóveikin smám saman af mér á þessum árum og ég fann mun minna fyrir henni þegar ég var búinn með skólann og réð mig á síld. Þetta var á blómatíma síldveiðanna og ég man að vertíðin gaf mér 52.000 krónur.“ Asdikið bjargaði miklu Örn lauk námi frá Stýrimanna- skólanum 1958. Þá var síldin í algleymingi og hann upplifði miklar breytingar á síldveiðunum á þessum árum. Ekki hafði tíðkast annað en kasta á síld sem menn sáu með berum augum. Menn voru á útkikki á svo kölluðum gónhól og leituðu að vaðandi síld. Flugvélar flugu yfir miðin og leituðu síldar í yfirborðinu og komu skilaboðum þar um til flotans. En svo hætti síldin að vaða. Enginn veit af hverju en nú þurfti nýjar aðferðir sem ungur maður eins og Örn Erlingsson var fljótur að tileinka sér. „Asdikið bjargaði miklu og varð til þess að menn gátu kastað á síldartorfur án þess að sjá þær með berum augum. Tækið byggir á tækni sem var notuð við kafbátaleit á stríðsárunum og sendir frá sér geisla lárétt út frá bátnum sem síðan endurköstuðust frá síldartorf- unum. Út frá þessari svörun gátum við reiknað út hvar torfan var. Í raun og veru byggðu dýptarmæl- arnir á sömu tækni. Ég man að einhverju sinni sá ég dýptarmæli gefa til kynna að eitthvað, væntan- lega síldartorfa, væri beint undir bátnum. Ég stakk upp á því við skipstjórann að merkja staðinn með því að kasta út baugu og kasta síðan á torfuna. En það var bara hlegið af mér,en mikið hefði nú verið gaman ef við hefðum reynt þetta og ég tala nú ekki um ef við hefðum náð góðu kasti. Það hefði nú verið saga til næsta bæjar.“ Asdikið var mikil bylting á sínum tíma en önnur tæknibylting frá þessum árum kom fram á sjón- arsviðið árið 1959, eftir brösugar tilraunir í nokkur ár, en það var kraftblökkin. „Og mikið létti hún okkur lífið en bátarnir voru áfram þröngir og erfiðir, þetta var enginn aðbúnaður.“ Sérfræðingur í Kóreu Síðan hvarf síldin eins og menn muna og síldarleysið kom sér illa fyrir marga, þar á meðal Örn. „Já, blessaður vertu, ég hafði verið hæsti útsvarsgreiðandinn í Keflavík í tvö ár og stóð í byggingarframkvæmdum. Skatturinn var borgaður eftir á og ég áttaði mig á því að ég hafði mun minni peninga milli handanna en áður. En þá var mér boðið starf sem sérfræðingur hjá FAO, Matvæla og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Eftir að hafa hafnað fyrsta tilboði þeirra hækkuðu þeir launin þannig að ég fór út og vann fyrir FAO í Suður-Kóreu. Mitt starf var aðallega að kenna innfæddum nótaveiðar þar sem asdiktækið gegndi mikilvægu hlutverki og það gekk vel og skilaði góðum árangri. Kóreumennirnir voru fljótir að læra og það tók ekki langan tíma fyrir þá að komast fram úr okkur Íslendingum.“ Örn kemur frá Kóreu árið 1973 og keypti bátinn Örn RE 1 í félagi við bróður sinn. Útgerðinni óx fiskur um hrygg, þeir stofnuðu fiskvinnslur og eignuðust fleiri báta. Bræðurnir skiptu síðan fyrir- tækinu upp „og í minn hlut kom útgerðarfyrirtækið Sólbakki. Ég lét byggja uppsjávarskipið Guðrúnu Gísladóttur í Kína og dragnóta- bátinn Örn í Póllandi og var þá kominn með stöndugt fyrirtæki. Nú hef ég heldur minnkað við mig en geri enn út Örn KE 14. „Vegna reglna um sérveiðar við Ísland mátti báturinn ekki vera lengri en 22 metrar en við höfðum hans hins vegar breiðari og dýpri en gengur og gerist. Það var til þess að bæta vinnuaðstöðuna um borð en ekki síður til þess að gengið væri betur um aflann. Okkar áhersla hefur alltaf verið sú að góð meðferð aflans skili meiri tekjum og með góðri kælingu tókst okkur að fá 20 til 25% hærra verð á mörkuðun en aðrir bátar,“ segir Örn en báturinn var einn sá fyrsti sem tók í gagnið krapakerfi til að kæla fiskinn. „Þá var einnig byggt yfir millidekkið og móttökuna þannig að karlarnir um borð þurftu einungis að fara út á millidekkið til að kasta og hífa. Fiskurinn er kældur í ískrapa um leið og hann kemur í móttökuna. Við það fer hitastig hans niður í núll gráður áður en gert er að honum og hann ísaður í lestinni.” „Það hafa orðið miklar breyt- ingar á fiskveiðum hér við land og fiskvinnslan hefur verið að þróast yfir í hátæknivædda matvælafram- leiðslu sem skilar betri afkomu,“ segir Örn Erlingsson skipstjóri og útgerðarmaður.

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.