Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 05.06.2015, Blaðsíða 18

Sjómannadagsblaðið - 05.06.2015, Blaðsíða 18
34 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 5. júní 2015 355. júní 2015 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á Sjómannadaginn ÍSLANDS SJ Ó MA NNAFÉLAG Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á Sjómannadaginn Fiskmarkaður Íslands FrostFiskur GólF oG VeGGlist GullberG ehF GúmÍsteypan Þ lárusson landark naVÍs reykjaneshöFn thorsip Þórnes h/F VestmannaeyjahöFn inco ehF teiknistoFan landark stakkaVÍk ehF FjallabyGGðarhöFnum sandGerðishöFn haFnarsjóður skaGaFjarðar haFnarsjóður ÞorlákshaFnar haFnarFjarðahöFn GrundatanGahöFn Fiskiðjan ÍslandssaGa Góð nýjung Morgnar eru til þess að njóta! Byrjaðu daginn með skál af Havre- crunch sem bæði bragðast dásamlega og uppfyllir hollustukröfur Skráargatsmerkisins. Prófaðu Havrecrunch ef þér finnst bragðið skipta að minnsta kosti jafnmiklu máli og heilsan. Bragðgóð máltíð. NJÓTTU HOLLUSTU Trefjaríkar flögur og stökkt granóla Nýtt! Einar Árnason segist vera Njarðvíkingur þótt hann sé reyndar fæddur í Reykjavík en nú býr hann á Hrafnistu í Reykjanesbæ þar sem honum líður afar vel. „Ég var mjög ánægður með fá hér inni eftir að hafa verið „geymdur“ á sjúkrahúsinu í Keflavík áður en heimilið hér tók til starfa. Það er varla hægt að lýsa því hvernig aðbúnaðurinn er. Hér bý ég í góðri stúdíó- íbúð með öllum hugsanlegum þægindum og þjónustu. Maður getur ekki farið fram á meira.“ Einar var á sjónum í 20 ár, „já ef sjó- mennsku skyldi kalla. Ég var nefnilega á fraktskipum og var hvað lengst hjá Hafskipum, var þar hátt í 15 ár, ef ég man rétt. Friðrik Jensen er Akureyringur en fluttist suður árið 1965. Hann flúði atvinnuleysið fyrir norðan og fór að vinna hjá hernum, þar sem hann var á þungavinnuvélum. Hann segir að þar hafi verið gott að vinna og glottir út í annað þegar hann svar spurður að því hvort stundum hafi ekki eitthvað farið með heim sem ekki mátti bera af svæðinu. Eftir stuttan umþóttunartíma sagði hann, „eflaust hefur það komið fyrir“ og þar með var það mál útrætt. Friðrik hefur verið í tvo mánuði á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Reykja- nesbæ. „Það má segja að ég sé í fjarbúð því konan mín býr enn þá heima en hún heimsækir mig daglega og ég fer til hennar í sunnudagsmatinn enda verður maður nú að halda hita í sambandinu,“ segir Friðrik kankvís. „Hér er hugsað vel um mann. Mér hafði nokkrum sinnum verið boðin vist annars staðar en ég afþakkaði það alltaf. Þegar mér var boðið pláss hér, þurfti ég ekki að hugsa mig um enda aðstaðan til fyrirmyndar og þjónustan eins og best verður á kosið.“ Úr sjúkrarúmi í stúdíó-íbúð Fer heim í sunnudagsmatinn

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.