Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 05.06.2015, Blaðsíða 23

Sjómannadagsblaðið - 05.06.2015, Blaðsíða 23
44 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 5. júní 2015 455. júní 2015 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.isskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is Óskum sjómönnum til hamingju með daginn Eimskipafélag Íslands sendir öllum sjómönnum og ölskyldum þeirra heillaóskir í tilefni sjómannadagsins. Sjómannadagurinn 7. júní 2015 Á fyrsta áratug síðustu aldar þegar Nils Christian Larsen langafi minn var til sjós á Ísafirði drukknuðu að meðaltali um 60 sjómenn ár hvert samkvæmt riti Guð- mundar Björnssonar þáverandi landlæknis Mannskaðar á Íslandi sem kom út árið 1912. Óhætt er að segja að mikil breyting hafi orðið á fiskveiðum síðan þá sem og öryggismálum sjómanna. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort Nils Christian langafi minn hefði trúað því að rúmum hundrað árum síðar næðist sá árangur að engin sjómaður léti lífið á hafi úti? Sömuleiðis að á alþjóðavísu yrði horft til Íslands með fræðslu og þjálfun sjómanna hjá Slysavarna- skóla sjómanna. Mikið held ég að langafi væri stoltur og hreykinn af þeim árangri sem náðst hefur í fækkun banaslysa til sjós á undan- förnum árum og í öryggisþjálfun sjómanna á vegum Slysavarna- skólans. Einn af hverjum tuttugu slasast árlega Árið 2014 var 201 slys á sjómönn- um tilkynnt til Sjúkratrygginga Ís- lands. Samkvæmt gögnum Hagstof- unnar störfuðu 4.400 manns við fiskveiðar í fyrra og því slösuðust tæp 5% allra sjómanna á síðasta ári. Ef litið er til lengri tíma eða áranna 2000-2014 þá voru 4.601 vinnuslys til sjós tilkynnt Sjúkratryggingum. Það eru að meðaltali 306 vinnuslys á ári sem svarar til að 7% allra sjó- manna hafi slasast ár hvert miðað við núverandi fjölda. Hvernig má bæta úr? Undanfarin ár hafa gæðamál víðast hvar verið tekin til gagngerrar endurskoðunar. Til að mynda með- ferð afla um borð í fiskiskipum og margvísleg umhverfismál. Þetta helst í hendur við kröfur markaðar- ins. Samhliða þessu hefur tækni og þróun í vélbúnaði um borð sem og vinnuaðstaða breyst mikið. Allt eru þetta dæmi um þætti sem hafa breyst til hins betra og hafa áhrif á öryggi sjómanna. En í ljósi ofan- greindra talna er ljóst að það þetta dugar ekki til eitt og sér. Skýr sýn, stefna og skipulag Margar útgerðir hafa á undan- förnum árum mótað sér nýja sýn og stefnu í öryggismálum sjó- manna. Sýnin er skýr um að það séu sjálfsögð mannréttindi að allir komi heilir heim og stefnan að fyrirbyggja öll slys til sjós með skipulögðum og markvissum aðgerðum. Reynslan af forvarnarsamtarfi VÍS með út- gerðum sýnir að mikill árangur næst þar sem skipulag öryggismála er skýrt, skilgreint hefur verið hver ber ábyrgð og hefur umboð til að fram- fylgja sýn og markmiðum öryggis- stefnu útgerðarinnar. Stuðningur og eftirfylgni æðstu stjórnenda er jafnframt ein af forsendunum fyrir góðum árangri í þessum efnum. Næstu skref í öryggis- málum sjómanna Í nútímasamfélagi aukast kröfur um gæði framleiðsluvara og öryggi starfsmanna sífellt. Ætlast er til að fyrirtæki sýni samfélagsábyrgð í rekstri. Þau tryggi líf og heilsu starfsmanna og takmarki skaðleg áhrif starfsemi sinnar á náttúruna. Ný samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, hafa sett fram umhverfisstefnu sem byggist á sjálfbærni auð- lindarinnar og eru að móta nýja menntastefnu fyrir sjávarútveginn. Allt helst þetta í hendur við að styðja við núverandi forvarnarstarf Slysavarnaskóla sjómanna sem og í að efla núverandi sýn, stefnu og skipulag í öryggismálum sjómanna. Um leið og við höldum upp á sjómannadaginn skulum við fagna þeim árangri sem náðst hefur á undanförnum árum þó með það að leiðarljósi að gera enn betur á komandi árum. Til hamingju með daginn. Gísli Níls Einarsson deildarstjóri forvarna fyrirtækja hjá VÍS Öryggi sjómanna í 100 ár © H ön nu na rh ús ið e hf . – L jó sm .: G uð ni G ís la so n Morgunn: Kl. 10 Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur við Hrafnistu Kl. 10.30 Blómsveigur lagður að minnisvarða um horfna sjómenn við Víðistaðakirkju Kl. 11 Sjómannamessa í Fríkirkjunni Kl. 13-16 Hátíðardagskrá Flensborgarhöfn: Kl. 13-16 SKEMMTISIGLING fjölskyldunnar Kl. 13.30 BRÚÐUBÍLLINN skemmtir Kl. 14.30 Kappróður. Kl. 14-16 Setning, heiðrun og skemmtidagskrá á sviði: • Listflug yfir höfninni • Björgunaraðgerð með þyrlu • FURÐUVERUR úr undirdjúpunum sýndar • LEIKTÆKI; kassaklifur, björgunarstóll og fl. • Slökkvibíll og búnaður Slökkviliðsins höfuðborgarsvæðisins til sýnis • FISKISÚPA • Kaffisala – og margt fleira 2 15 í Hafnarfirði Sjómannadagurinn Dagskrá sjómannadagsins

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.