Fréttablaðið - 30.12.2020, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 30.12.2020, Blaðsíða 50
Hjá okkur hefur margt gott gerst í kórónafaraldrinum þótt ástandið hafi líka verið erfitt. Við tókum stofuna í gegn með hjálp leigusalans, og hún er orðin svakalega falleg, og ég hef getað útvegað viðskiptavinum okkar vörur til að gera vel við sig heima. Ég hef líka verið svo lánsöm að Weyergans-vélarnar okkar í Skandinavíu hafa blómstrað á þessum erfiðu tímum og ég gerði sömuleiðis frábæran samning við fyrirtækið Wellness USA og tók í gagnið svokallaðan verndar- hjúp (e. cocoon fitness pod),“ segir Sandra Lárusdóttir, eigandi Heilsu og útlits og umboðsaðili þýsku fegrunar- og lækningatækjanna Weyergans á Norðurlöndunum. Framúrskarandi tækni Verndarhjúpurinn býr yfir framúrskarandi tækni sem hjálpar einstaklingum að viðhalda kjör- þyngd á meðan þeir slappa af í gufu nuddæfingatæki sem umvefur þá sem verndarhjúpur. „Hugtakið vellíðan nær nýjum hæðum í verndarhjúpnum og teyg- ir sig út fyrir veggi líkamsræktar- og jógastöðva. Verndarhjúpurinn færir okkur aftur inn í kjarna gamalgróinna, náttúrulegra og heildrænna vellíðunaraðferða. Maður leggst einfaldlega niður og getur valið um mismunandi með- ferðir, eins og líkamsrækt, slökun og þyngdarstjórnun,“ upplýsir Sandra. „Margir bíða þess í ofvæni að vera með þeim fyrstu til að dekra við sig og ýmist færa sig nær, eða viðhalda heilbrigðum og náttúru- legum lífsstíl, sem og vellíðan.“ Verndarhjúpurinn byggir á háþróaðri tækni sem framkallar vellíðan með hjálp samsettra ytri þátta á borð við þurran hita (innrauða orku), nudd, ilmmeð- ferð, saltloft og jade-steina sem eru samsettir af tveimur náttúru- legum steinefnum, annars vegar jadeite (natríum, áli og kísil) og nefrít (kalsíum, magnesíum og kísil). „Verndarhjúpurinn veitir alhliða vellíðan með því að sameina í einni og sömu meðferðinni virkni vöðvaspennu, innrauðra ljósa, heilnudds og ilmkjarnameðferða. Hann veitir slakandi og endurnær- andi meðferð fyrir huga, líkama og sál,“ segir Sandra. Svifið um á orkuskýi Bólstrað nuddkerfi verndarhjúps- ins gerir að verkum að varmaorka sem fæst úr steinefnum sem liggja að innri veggjum verndarhjúpsins nýtist fullkomlega. „Líðanin er eins og maður svífi um á dúnmjúku orkuskýi. Stein- efnin senda frá sér innrauða orku þar sem 20 prósent orkunnar hita andrúmsloftið í verndarhjúpnum en um 80 prósent orkunnar skila sér djúpt inn í líkamann,“ útskýrir Sandra og heldur áfram: „Það sem innrauður hiti hefur umfram hefðbundið gufubað er að orka og hiti innrauðra geisla skilar sér mun dýpra inn í húð og líkama við tiltölulega lágt hitastig. Þá efla þeir upptöku næringarefna, auka blóðflæði og styrkja hjarta- og æðakerfi líkamans. Innrauðir geislar eru rafsegulgeislar með lengri bylgjulengd en sýnilegt ljós. Þeir gefa ekki frá sér hættu- lega UV-geisla sólarljóssins og því stafar ekki af þeim nein hætta.“ Hvernig vinnur verndarhjúpurinn? Í Verndarhjúpnum er hitastýri- kerfi sem gestir geta stillt að vild, allt frá stofuhita og upp í 90°C. „Við getum hækkað líkams- hitann með því að stunda háhita (e. hyperthermic) sem styrkir ónæmiskerfið og vil ég ítreka að fólk lesi sér til um meðferðirnar á síðunni hyperthermicwell- ness. com þar sem margar rann- sóknir liggja að baki,“ segir Sandra til upplýsingar. „Kostir þess að hafa slíkt kerfi er að hærri hiti veitir aukinn bruna hitaeininga með tilheyr- andi þyngdartapi. Þó svo að þyngdartap vegna vatnsmissis sé tímabundið er ávinningur og vellíðan tvímælalaus og virkar sem hvatning til að viðhalda heilbrigðum lífsstíl. Meðferðin hjálpar aukinheldur við að hreinsa óhreinindi úr líkamanum og hún örvar efnaskipti sem leiðir til varanlegs þyngdar- og ummáls- missis,“ útskýrir Sandra. Hægt er að gera æfingar til að tóna líkamann á meðan verndar- hjúpurinn nuddar hann allan. „Upplifun og vellíðan eykst enn frekar þegar andað er að sér fersku, hreinsuðu lofti sem er blandað með Himalaya-saltkristöllum. Kristallarnir aðstoða náttúrulega getu líkamans við að draga djúpt andann og slaka á. Þegar rakastig andrúmslofts er eðlilegt dregur loftið að sér saltagnirnar sem mýkja húðina og opna öndunar- veginn. Saltið hjálpar einnig við að opna ennis- og kinnholur, og stuðlar að hugarró. Þá er jafnframt boðið upp á meðferð með hreinum ilmkjarnaolíum til að auka enn á slökun og vellíðan,“ upplýsir Sandra. Ráðlagður meðferðartími í hvert skipti er frá 15 til 60 mínútna, tvisvar til þrisvar í viku, og svo vikulega til að viðhalda árangri. „Notkun innrauðra geisla til að auka kjarnhitastig líkamans hefur jákvæð áhrif á heilsu og vellíðan auk þess sem slík hitameðferð getur reynst íþróttamönnum vel til að ná auknum árangri. Með verndarhjúpnum getum við hækkað líkamshitann og styrkt ónæmiskerfið.“ Sandra segir alla geta komið í dekur og bataferli hjá Heilsu og útliti, án þess að það þarfnist mikillar snertingar. „Við erum einnig með full- komnustu súrefnismeðferðir í heimi fyrir andlitið og Hollywood- stjörnurnar notast allar við sömu meðferðir og við notum á okkar viðskiptavini. Þá bjóðum við einn- ig upp á flottasta kínverska nuddið í bænum, að við teljum. Í janúar fáum við líka annan verndarhjúp til að mæta eftirspurninni sem við höfum ekki annað til þessa og hlökkum mikið til.“ Heilsa og útlit er í Hlíðarsmára 17 í Kópavogi. Sími 562 6969. Allar nánari upplýsingar á heilsaogut- lit. is. Sjá einnig hyperthermicwell- ness.com Vellíðan nær nýjum hæðum Verndarhjúpur er nýtt heilsu- og fegrunartæki í Heilsu og útliti. Hann veitir endurnærandi og slak- andi meðferðir fyrir huga, líkama og sál og líðanin er eins og svifið sé á dúnmjúku orkuskýi. Sandra Lárusdóttir er eigandi Heilsu og útlits. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Í kófinu notaði Sandra tímann til að gera gagngerar endurbætur á stofunni sem fengið hefur glæsilega upplyftingu. Verndarhjúpurinn veitir einstaka heilsubót og vellíðan sem er engri lík. Margvíslegur heilsufarslegur ávinningur fæst í einni og sömu meðferð verndarhjúpsins. Þar á meðal: n Róandi, vöðvaslakandi hitanudd n Brennir hitaeiningum n Stuðlar að þyngdarmissi og minnkun á ummáli n Eykur blóðrás n Eykur súrefnisupptöku n Eykur brennslu n Eykur hreyfigetu n Eykur liðleika n Er verkjalosandi n Endurmótar líkamann n Afeitrar n Endurnærir húðina n Framkallar afslöppun / veitir hugarró n Kemur jafnvægi á magn kortisóls (kortisól er hormón sem hjálpar við slökun og jafnvægi í að- stæðum streitu og álags) n Stuðlar að andlegu jafn- vægi og ró n Hjálpar við svefnleysi n Veitir húðinni raka n Hreinsar öndunarveginn n Hjálpar gegn árstíða- bundnu ofnæmi/frjó- kornaofnæmi n Hefur góð áhrif sem með- ferð við berkjubólgu (sjá heimasíðu Halotherapy fyrir frekari upplýsingar) KYNNINGARBLAÐ 23 M I ÐV I KU DAG U R 3 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 HEILSA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.