Fréttablaðið - 30.12.2020, Síða 56

Fréttablaðið - 30.12.2020, Síða 56
Þetta var þá ekki kyrfilega undir- búið plan B hjá ykkur, að grípa til þessara úrræða ef samningar við Flugfreyjufélagið tækjust ekki? „Nei, alls ekki. Það var ávallt okkar markmið að semja við þau stéttarfélög sem við vorum með samninga við. Sem betur fer tókst það að lokum.“ Í aðdraganda hlutafjárútboðsins voru skiptar skoðanir á meðal fjár- festa á samningunum við flugstétt- irnar og hvort nægjanlega langt hefði þar verið gengið í hagræðingu á launakostnaði. „Við teljum að með þessum samn- ingum,“ útskýrir Bogi, „sé verið að tryggja samkeppnishæfni félags- ins til lengri tíma litið og erum því bjartsýn á stöðu Icelandair þegar faraldrinum linnir. Við höfum ekki séð mörg önnur flugfélög gera slíkar breytingar á kjarasamningum, nema þá aðeins til skemmri tíma, við sínar flugstéttir í þessu árferði.“ Með enga vissu fyrir útboð Par Capital, stærsti hluthafi félags- ins, ætlaði ekki að taka þátt vegna erfiðleika í öðrum fjárfestingum sínum í f lugi og ferðaþjónustu og þá var eins mikil óvissa um aðkomu líf- eyrissjóða. Varst þú bjartsýnn á að þetta myndi takast? „Ég var nú tiltölulega bjart- sýnn allan tímann. Við vorum þó í algjörri óvissu þegar útboðið hófst þar sem engir fjárfestar voru búnir að skuldbinda sig eða gefa upp formlega að þeir myndu taka þátt.“ Þegar útboðið hefst klukkan 9 að morgni miðvikudags þann 16. sept- ember, þá voruð þið, stjórnendur og ráðgjafar félagsins, ekki með neina vissu um hvort einhverjir í hópi líf- eyrissjóða, langsamlega stærstu fjárfesta landsins, ætluðu sér að taka þátt í útboðinu sem stóð yfir í tvo daga? „Nei, við vorum ekki með neina vissu fyrir því. Við gerðum ráð fyrir því að bandaríski sjóðurinn PAR Capital myndi ekki koma að útboðinu en með aðra stóra fjár- festa og hluthafa félagsins, eins og lífeyrissjóðina, þá vissum við ekki hvað þeir ætluðu sér að gera.“ Eftir að útboðinu lauk kom í ljós að tveir af stærstu lífeyrissjóðum landsins, Lífeyrissjóður verzlunar- manna og Birta, höfðu ákveðið að taka ekki þátt, auk þess sem ýmsir aðrir meðalstórir og smærri lífeyris- sjóðir gerðu slíkt hið sama. Eftir klukkan þrjú á síðari degi útboðsins, f immtudag inn 17. september, birtust fréttir um að bandaríska athafnakonan Michele Ballarin, sem hefur haft hug á því að stofna f lugfélag á Íslandi eftir að hún keypti eignir WOW air af þrotabúinu, ætlaði að tryggja sér fjórðungshlut í Icelandair og hefði skilað inn sjö milljarða tilboði í útboðinu. Spurður hvort þær fréttir, sem bárust innan við klukkutíma áður en frestur til að skila inn tilboði í útboðinu rennur út, hafi ýtt við fjár- festum að taka þátt á lokametrun- um vegna áhyggna af að það kynni að vera minna framboð af bréfum í boði en þeir höfðu áður talið segist Bogi ekki telja að svo hafi endilega verið. „Við gátum ekki fylgst með því hvernig f læðið í áskriftum var að þróast yfir daginn í útboðinu en ég efast um að þær fréttir hafi haft mikil áhrif á heildareftirspurnina, meðal annars í ljósi þess hversu seint þær komu um daginn.“ Tilboði Ballarin upp á sjö millj- arða var að lokum hafnað af stjórn Icelandair síðar um kvöldið þann sama dag þar sem hún gat ekki reitt fram nægjanlegar tryggingar til staðfestingar á því að hún væri með fjármagn á lausu til að geta staðið við kaupin. Hefðir þú þorað að veðja á það við upphaf útboðsins, vitandi að tveir af fjórum stærstu lífeyrissjóðunum myndu ekki taka þátt, að ykkur tæk- ist samt að sækja 23 milljarða? „Nei, það skal viðurkennast – allavega ekki með þeim hætti sem varð reyndin. Við hefðum líkast til haft miklar efasemdir um niður- stöðu útboðsins vitandi að þessir tveir sjóðir ætluðu sér ekki að taka þátt, óvissan var það mikil. Ef við hefðum fengið þau skilaboð hefðum við örugglega velt stöðunni aðeins öðruvísi fyrir okkur í hreinskilni sagt. Það var þess vegna frábært að sjá niðurstöðuna í útboðinu, þar sem reyndist vera umtalsverð umframeftirspurn, þrátt fyrir að þessir hluthafar hafi kosið að fjár- festa ekki í félaginu á þessum tíma- punkti.“ Meðan á útboðinu stóð héldu lífeyrissjóðirnir mjög þétt að sér spilunum og vildu lítið gefa upp um mögulega þátttöku sína. Rétt fyrir klukkan eitt á síðari degi útboðsins, aðeins þremur tímum áður en því lauk, greindi Fréttablaðið frá því að LSR, stærsti lífeyrissjóður landsins, hefði skilað inn skuldbindandi til- boði fyrir að lágmarki tveggja millj- arða hlut í útboðinu. Bogi segir það ekki vera neitt launungarmál að fréttir af þátt- töku LSR hafi „verið mjög ánægju- legar og vakið bjartsýni“ en á þeim tímapunkti höfðu ekki komið fram neinar staðfestar upplýsingar um aðra stóra fjárfesta sem ætluðu sér að taka þátt. Mikil eftirspurn reyndist vera frá almennum fjárfestum í útboðinu og var samanlagður eignarhlutur þeirra þegar því lauk um 50 pró- sent. Fjöldi hluthafa, sem var um fjögur þúsund fyrir útboðið, fór í um tólf þúsund. Frá þeim tíma, á undanförnum þremur mánuðum, hefur hluthöfum Icelandair fjölgað enn frekar samhliða miklum við- skiptum með bréf félagsins og eru þeir nú um þrettán þúsund. „Það er frábært að finna fyrir þessum stuðningi almennings í útboðinu og það er ljóst að það hefur hleypt af stað ákveðnu lífi í hlutabréfamarkaðinn sem er afar jákvætt,“ segir Bogi. Hann tekur undir það aðspurður að þessi drjúga þátttaka almennings hafi „siglt útboðinu í höfn, ásamt mikilli þátt- töku starfsfólks Icelandair og eins stórum fjárfestum“. Sumarið gæti verið í hættu Fram hefur komið í máli Boga, rétt eins og hjá öðrum forsvarsmönnum fyrirtækja í ferðaþjónustu, að und- anförnu að ef einhverjir ferðamenn eigi að koma til landsins næsta sumar verði að vera fyrirsjáanleiki með sóttvarnareglur á landamær- unum. Núverandi fyrirkomulag, sem hefur verið í gildi frá því um miðjan ágúst og kveður á um tvö- falda skimun og fimm daga sóttkví á milli, verður tekið til endurskoð- unar eigi síðar en 15. janúar. „Það verður mjög erfitt að selja Ísland sem ferðamannaland fyrir sumarið 2021,“ útskýrir Bogi, „ef við og aðrir ferðaþjónustuaðilar getum ekki sagt við okkar viðskiptavini hvernig þessum málum verður háttað þegar þeir koma til landsins.“ Spurður hvernig hann vilji sjá þetta bendir Bogi á að það hjálpi varðandi fyrirsjáanleikann að vita fram í tímann hvaða fyrirkomulag muni gilda eftir því á hvaða stað faraldurinn er hverju sinni. „Óvissan er enn mikil en við verð- um samt að búa til einhver plön. Ef núgildandi sóttvarnareglum verður breytt fyrir til dæmis 1. mars þá held ég að ferðamannasumarið geti orðið ágætt miðað við aðstæður. En ef þetta fyrirkomulag verður hins vegar óbreytt fram í maí eða júní þá tel ég ljóst að sumarið sé í raun farið. Auðvitað verður þetta svo allt háð því hvernig heiminum hefur tekist að ná tökum á faraldrinum.“ Hafið þið væntingar um að það sé mikill uppsafnaður ferðavilji á meðal almennings og áhugi á Íslandi sem áfangastað þegar þessum far- aldri linnir? „Við skynjum það sterkt í sam- skiptum við samstarfsaðila á okkar helstu mörkuðum erlendis að það er almennt mikill ferðavilji þótt hag- kerfin séu kaldari og fólk hafi að meðaltali minna á milli handanna en áður. En miðað við skilaboðin sem við erum að fá, þá er veru- legur áhugi á að ferðast til Íslands. Þar vinnur með okkur strjálbýlið, sterkir innviðir og öflugt heilbrigð- iskerfi.“ Aðspurður segist Bogi sannfærð- ur um að íslensk ferðaþjónusta geti tekið f ljótt við sér um leið og for- sendur skapast að nýju fyrir ferða- lögum fólks á milli landa. „Hvenær það gerist veltur auðvitað fyrst og fremst á því að bólusetningar gangi f ljótt og vel fyrir sig. Ef bólusetning verður orðin almenn innan fárra mánaða og faraldurinn þróast í jákvæða átt þá getur viðspyrnan fyrir Ísland verið hröð enda verður mun meiri eftirspurn eftir því að koma til áfangastaða eins og Íslands heldur en stórborga.“ Fullreynt með tvö íslensk félög Forsvarsmenn Play Air, nýs lág- gjaldaflugfélags sem boðaði komu sína á markaðinn fyrir meira en ári, hafa sagst vera tilbúnir að hefja flugrekstur um leið og tækifæri gefst til og langtímafjármögnun er í höfn. Stjórnendur Play telja forsendur fyrir því að tvö f lugfélög starfi á Íslandi. Hvernig horfir það við þér og að fá mögulega á ný samkeppni frá öðru innlendu f lugfélagi? „Við berum virðingu fyrir allri samkeppni og það eru öflugir ein- staklingar, með mikla reynslu af f lugrekstri, sem standa að baki Play Air. Við erum stöðugt í samkeppni við risastór erlend flugfélög á öllum okkar mörkuðum enda ekki mikil fyrirstaða fyrir þessi félög að hefja f lug til Íslands sjái þau tækifæri á þeim markaði. Þá hefur ávallt verið mikil og hörð samkeppni á VIA markaðinum svo við þurfum ávallt að vera samkeppnishæf á öllum sviðum rekstrarins. Það er hins vegar mín skoðun að það sé engan veginn raunhæft að reka tvö f lug- félög frá Íslandi sem eru með Kefla- víkurflugvöll sem tengimiðstöð (e. hub). Þetta hefur verið reynt tvisvar áður, fyrst með Iceland Express og síðar WOW air. Við sjáum þetta aðeins á stórum alþjóðlegum flug- völlum, eins og til dæmis í Sao Paulo, Tókýó, Chicago og New York, en í f lestum tilfellum, jafnvel á f lugvöll- um í kringum borgir með milljónir manna, þá er aðeins um að ræða eitt f lugfélag – eða jafnvel ekkert – sem rekur tengimiðstöð á viðkomandi flugvelli. Heimamarkaðurinn er svo mikilvægur og hjá okkur telur hann einungis 360 þúsund manns og þess vegna tel ég ekki raunhæft að reka héðan tvö f lugfélög til lengri tíma sem starfrækja tengibanka. En við erum ekki hrædd við samkeppnina, við ætlum að standa okkur í henni. Sama hvernig úr þessu spilast þá verður alltaf mikil samkeppni í f lugi til og frá Íslandi. Erlend f lug- félög munu f ljúga hingað til lands frá fjölmörgum borgum beggja vegna Atlantshafsins í samkeppni við íslensk flugfélög.“ Á meðal erlendra lággjaldafélaga sem þið hafið átt í samkeppni við eru Norwegian, sem hefur háð langvinnt dauðastríð, og Wizz Air. Gæti það ekki reynst banabiti Icelandair ef félag á borð við Wizz ákveður að fara af fullum krafti inn á ykkar markað í f lugi yfir hafið? „Nei, alls ekki. Það verður ávallt hörð samkeppni og við verðum að standa okkur í henni. Ein ástæðan fyrir því að við komumst í gegnum þessar hremmingar á árinu, og kláruðum stórt hlutafjárútboð, er auðvitað sú að við erum með við- skiptamódel sem hefur sannað sig til margra ára. Nú höfum við styrkt samkeppnishæfni félags- ins enn frekar. Á undanförnum árum hafa markaðsaðstæður verið mjög krefjandi. Norwegian, sem var komið í mikil vandræði fyrir faraldurinn, hafði veruleg áhrif á markaðinn í heild sinni og þar með tekjugrunn okkar með ósjálf bærri verðlagningu á f lugsætum. Þá var verðlagning WOW air á f lugsætum ekki sjálf bær síðustu árin í rekstri þess félags, þau voru í stórum stíl seld langt undir kostnaðarverði. Icelandair hefur hins vegar staðið þetta allt af sér og mánuðina áður en faraldurinn braust út gekk rekstur félagsins vel. Við vitum fullvel að Icelandair getur ekki keppt í verð- um við félög eins og Wizz Air, sem er gert út frá Austur-Evrópu, á meðan við erum að starfrækja fyrirtæki á markaði þar sem laun og annar rekstrarkostnaður er mun hærri. Verkefnið er að finna sylluna okkar á markaðinum, og vera þar með réttu vöruna, sem er í samræmi við þann kostnaðarstrúktúr sem er á Íslandi,“ segir Bogi. Aðstoð Kviku einsdæmi Að lokum segist Bogi vilja koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem lögðust á árarnar með félaginu á árinu. „Ég vil fyrst og fremst þakka okkar frábæra starfsfólki fyrir að hafa unnið þrekvirki á öllum svið- um starfseminnar í gríðarlega krefj- andi aðstæðum. Ég lít svo á að sú viðurkenning sem ég hef hlotið í dag sé viðurkenning okkar allra. Þá eiga þeir fjölmörgu aðilar sem stuðluðu að því að fjárhagsleg endurskipu- lagning félagsins tókst jafn vel og raun bar vitni miklar þakkir skild- ar. Þar vil ég nefna stjórn félagsins, góða samvinnu við ráðgjafa félags- ins, Íslandsbanka og Landsbanka, en framlag þeirra var mikils virði. Þá verður seint fullþakkað fyrir þátt Kviku banka. Marinó Tryggvason bankastjóri hafði frumkvæði að því strax í marsmánuði að bjóða fram aðstoð bankans endurgjaldslaust, án þess að hafa nokkurra hagsmuna að gæta. Það er án efa einsdæmi. Þá vil ég jafnframt koma á framfæri þakklæti til fjölskyldunnar, ekki síst eiginkonu minnar, Bjarkar Unnars- dóttur, fyrir alla þolinmæðina og stuðninginn á árinu.“ Við hefðum haft miklar efasemdir um niðurstöðu útboðsins vitandi að þessir tveir sjóðir ætluðu sér ekki að taka þátt. Það er engan veginn raunhæft að reka tvö flugfélög frá Íslandi sem eru með Keflavíkurflugvöll sem tengimiðstöð. Kallað á málaferli og óvissu til margra ára Eitt stærsta viðfangsefnið í fjár- hagslegri endurskipulagningu Icelandair var að ná samkomu- lagi við flugvélaframleiðandann Boeing. Það kveður á um að Icelandair, sem er nú þegar með sex Boeing 737 MAX vélar í flota sínum, kaupi alls tólf MAX-vélar í stað sextán, fái aukinn afslátt við kaup á þeim sex flugvélum sem á eftir að afhenda og fébætur. Fjárhagsleg áhrif samkomu- lagsins við Boeing, í formi lægri skuldbindinga og skaðabóta, námu um 260 milljónum dala. Bandarísk flugmálayfirvöld af- léttu kyrrsetningarbanni vélanna í nóvember og þá er gert ráð fyrir að flugmálayfirvöld í Evrópu gefi grænt ljós á að þoturnar geti hafið sig á ný til flugs um miðjan janúar. Samkvæmt sumaráætlun Icelandair verða slíkar vélar nýttar í áætlunarferðir til ellefu borga. Aðspurður segist Bogi telja að „það muni taka tíma að skapa traust og útskýra öryggi vélanna fyrir viðskiptavinum Icelandair og annarra flugfélaga“ í ljósi þeirra flugslysa sem urðu 2019 þar sem 346 manns létust. „Hins vegar hefur engin flug- vélategund í flugsögunni farið í gegnum ítarlegri skoðun, rann- sóknir og úrbætur,“ útskýrir Bogi, „þannig að ég er mjög bjartsýnn á að sú staða muni ekki vara mjög lengi. Vélarnar verða jafnframt búnar að vera í notkun hjá öðrum flugfélögum í einhverja mánuði áður en við förum að fljúga þeim að nýju í sumar. Okkar færustu sérfræðingar, flugmenn og aðrir, treysta vélunum mjög vel.“ Kom ekki til greina að reyna semja sig frá því að þurfa að taka við fleiri MAX-vélum? „Við töldum slíka leið ekki raun- hæfa. Hún hefði kallað á mála- ferli og óvissu fyrir dómstólum til margra ára. Við skoðuðum vissulega þann valkost afar gaum- gæfilega, eins og aðrar leiðir, en við töldum þetta vera farsælustu niðurstöðuna.“ Spurður hvort fjárhæð skaða- bótanna frá Boeing hafi haldist í hendur við fjölda þeirra véla sem Icelandair hafi samþykkt að fá af- hentar til viðbótar segir Bogi: „Að einhverju marki var það þannig en samkomulagið um skaða- bæturnar minnkar hins vegar ekki sveigjanleika Icelandair til fram- tíðar varðandi flotamálin. Við erum til að mynda alls ekki skuld- bundin til að kaupa vélar frekar af Boeing en Airbus í framtíðinni.“ Sárir og ósáttir við framgöngu Ragnars Þórs Fjölmargir forystumenn verka- lýðshreyfingarinnar, meðal annars forseti ASÍ, formaður Eflingar og formaður VR, tjáðu sig um hlutafjárútboð Icelandair og mæltu gegn þátttöku lífeyris- sjóða. Í yfirlýsingu sem VR sendi frá sér um miðjan júlí var þeim til- mælum beint til fjögurra af átta stjórnarmönnum sem stéttar- félagið skipar í stjórn Lífeyris- sjóðs verzlunarmanna að snið- ganga eða greiða atkvæði gegn fjárfestingu sjóðsins í útboðinu. Þá sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í viðtali við Frétta- blaðið sama dag að stjórnar- mönnum félagsins í sjóðnum, sem ekki færu eftir tilmælum VR, yrði skipt út. Hvað fannst þér um þá fram- göngu formanns VR? „Það voru, og eru, mjög margir starfsmenn innan okkar raða, sem höfðu verið lengi félags- menn hjá VR, í senn ósáttir og sárir vegna framgöngu formanns stéttarfélagsins og hvernig hann talaði gegn fyrirtækinu. Ég ætla ekki að tjá mig sérstak- lega um þau ummæli sem hann lét falla í tengslum við útboðið og gagnvart stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna en almennt séð finnst mér að stjórnarmenn lífeyrissjóða og í skráðum fé- lögum eigi að vera óháðir og taka ákvarðanir sínar eftir sinni bestu sannfæringu. Það á ekki að reyna að hafa áhrif á ákvarðanir þeirra með einum eða neinum hætti enda vegur slík íhlutun að sjálf- stæði stjórna sjóðanna og væri ekki í samræmi við góða stjórnar- hætti.“ MARKAÐURINN 11M I Ð V I K U D A G U R 3 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.