Skessuhorn


Skessuhorn - 26.02.2020, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 26.02.2020, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRúAR 2020 11 sp ör e hf . Í þessari glæsilegu þriggja landa ferð dveljum við fyrst í ævintýralandslagi við rætur Alpafjalla í bænum Kempten í Þýskalandi. Seinna höldum við til Austurríkis þar sem við njótum þess að vera í menningarborginni Bregenz við Bodensee vatn. Þar er að finna hrífandi staði þar sem fegurðin er einstök og menningarsagan mikil, má þar t.d. nefna miðaldaheimsborgina Konstanz og blómaeyjuna fögru Mainau. Verð: 209.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Fararstjóri: Inga Ragnarsdóttir Sumar 5 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík 5. - 12. júní Konungsfjöll & Bodensee Safnahús Borgarfjarðar Laugardaginn 29. febrúar kl. 13:00 verður opnuð sýning á verkum í eigu Listasafns ASÍ og Nýlistasafnsins. Sýningarstjóri er Elísabet Gunnarsdóttir safnstjóri Listasafns ASÍ. Sýndar verða landslagsmyndir frá Borgarfirði eftir Ásgrím Jónsson, Jón Þorleifsson og Jón Stefánsson auk verks í eigu Nýlistasafnsins eftir hollenska listamanninn Douwe Jan Bakker sem samanstendur af 72 ljósmyndum af ákveðnum þáttum úr landslagi og jarðfræði Íslands: ,,A Vocabulary Sculpture in the Icelandic Landscape‘‘ Allir velkomnir Hallsteinssalur er í Safnahúsinu að Bjarnarbr. 4-6 í Borgarnesi. Opið er til kl. 16.00 á opnunardaginn og eftir það 13.00-18.00 virka daga. Ókeypis aðgangur en söfnunarbaukur á staðnum. 433 7200 - www.safnahus.is Opnun sýningar á verkum úr safnkosti Listasafns ASÍ og Nýlistasafnsins 29.02. - 31.03. 2020 Landslag væri lítils virði... • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Vetrarþjónusta á vegum var til um- ræðu á síðasta fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar, 13. febrúar. Í fund- argerð kemur fram að stjórnend- ur Dalabyggðar hafi fengið óform- lega þær upplýsingar að hjá Vega- gerðinni hafi verið til umræðu til- lögur þess efnis að draga úr vetrar- þjónustu á leiðinni frá Dalsmynni til Ísafjarðar. Fyrir Dalamenn snýr þetta að Bröttubrekku og Svínadal, en varðar auðvitað þjónustu í öll- um sveitarfélögum norðan Bröttu- brekku. Fram kemur að sveitar- stjóri hafi fengið þær upplýsingar hjá Vegagerðinni að ekki hafi ver- ið teknar ákvarðanir um skerðingu þjónustu. Gefin hafi verið út skýr fyrirmæli um að víkja ekki frá þjón- ustureglum og gæta aðhalds í öllum aðgerðum. Sveitarstjórn Dalabyggðar lagði fram bókun þar sem hún fagnar því að ekki standi til að draga úr vetr- arþjónustunni „en lýsir yfir veru- legum áhyggjum yfir að slíkt hafi komið til umræðu,“ eins og segir í bókun sveitarstjórnar. „Einnig vill sveitarstjórn leggja áherslu á mik- ilvægi þess að tryggja fjármagn til þjónustunnar og að það komi ekki niður á öðrum verkefnum eins og viðhaldi vega.“ kgk/ Ljósm. úr safni Norðurál hefur kynnt á markað nýja vörulínu undir merkinu Nat- ur-Al™. „Nú býðst viðskiptavinum fyrirtækisins að kaupa umhverfis- vænt ál sem er rekjanlegt frá upp- hafi til enda framleiðsluferlisins og vottað af óháðum aðilum,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Natur-Al er íslenskt ál sem hef- ur eitt lægsta kolefnisspor sem völ er á í heiminum. „Hrein orka, ásamt framúrskarandi stöðug- leika í rekstri og ströngum reglum um umhverfismál, gerir Norður- áli kleift að framleiða ál með ein- staklega lágt kolefnisspor. Ál undir merkjum Natur-Al hefur kolefnis- spor sem er innan við 4t CO2 / t Al, frá öflun báxíts og vinnslu áloxíðs til álvinnslu og flutnings alla leið til kaupanda. Heildarlosun kolefnis- ígilda við framleiðslu Natur-Al er innan við fjórðungur af meðaltali álframleiðslu í heiminum og sam- keppnishæft við það allra besta sem völ er á á heimsmarkaði. Norður- ál gerir viðskiptavinum sínum kleift að ganga skrefinu lengra með Nat- ur-Al™ ZERO – hreinu áli sem er kolefnisjafnað að fullu með fram- lagi til verkefna á borð við endur- heimt votlendis og skógrækt.“ Gunnar Guðlaugsson, forstjóri Norðuráls, segir nýju vörurnar vera merkan áfanga í rekstri fyrir- tækisins: „Eftirspurn eftir umhverf- isvænum vörum er í verulegri sókn, eins og allir vita. Við erum að svara þörfum okkar viðskiptavina fyrir hráefni sem er raunverulega eins umhverfisvænt og mögulegt er. Álið okkar á ekki bara að gera vörur fallegri og léttari, heldur viljum við að neytendur viti að þær eru gerðar úr umhverfisvænasta áli sem völ er á í heiminum,“ segir Gunnar. mm Natur­Al er ný vörulína frá Norðuráli Áhyggjur vegna um­ ræðu um niðurskurð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.