Skessuhorn


Skessuhorn - 26.02.2020, Síða 27

Skessuhorn - 26.02.2020, Síða 27
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRúAR 2020 27 Þriðjudagskvöldið 3. mars næst- komandi kl. 20 flytur Erla Hulda Halldórsdóttir sagnfræðingur fyrir- lesturinn, „Bréf til bróður míns,“ í Bókhlöðu Snorrastofu og fjallar þar um ævi og bréf Sigríðar Pálsdótt- ur (1809–1871). Eftir Sigríði liggja um 250 bréf, sem hún ritaði bróð- ur sínum Páli Pálssyni. Hún bjó í Reykholti 1833-1840, gift sr. Þor- steini Helgasyni, sem drukknaði í Reykjadalsá 1839. Eftir það bjó hún í Síðumúla 1840-1845. Fyrstu bréfin voru skrifuð í hennar nafni árið 1817 en síðasta bréfið skrif- aði hún fáeinum vikum fyrir andlát sitt. Hún er langstærsti bréfritarinn af þeim rúmlega 160 sem finna má í safni Páls. Erla Hulda hefur fengist við rannsóknir á ævi og bréfum Sig- ríðar um árabil og skrifar nú ævi- sögu hennar. Í fyrirlestrinum verður nokkr- um þráðum rannsóknarinnar flétt- að saman. Í fyrsta lagi er fjallað um ævi Sigríðar, allt frá því hún fæðist á Hallfreðarstöðum í Hróarstungu til þess hún deyr rúmlega sextug á Breiðabólsstað í Fljótshlíð. Sérstök áhersla verður lögð á þau ár sem hún bjó í Borgarfirði, fyrst í Reyk- holti 1833-1840 og síðan Síðumúla í Hvítársíðu 1840-1845. Í öðru lagi verður rætt um fræðilegt sam- hengi rannsóknarinnar. Með því er annars vegar átt við álitamál varð- andi notkun og túlkun sendibréfa í sagnfræðirannsóknum en hins vegar ævisögu sem aðferð til þess að rannsaka fortíðina og miðla um hana þekkingu. Sigríður Pálsdóttir fellur ekki að ríkjandi hugmyndum um verðugt viðfangsefni ævisögu- ritunar því bæði er hún kona og svo gerði hún í sjálfu sér ekkert „merki- legt“ um ævina. Í því felst einmitt skemmtileg áskorun því eins og sjá má í bréfum Sigríðar og fjölskyldu hennar dreif ýmislegt frásagnarvert á daga hennar. Erla Hulda Halldórsdóttir er Snæfellingur, alin upp á Minni- Borg í Miklaholtshreppi og er dósent í kvenna- og kynjasögu við sagnfræði- og heimspekideild Há- skóla Íslands. Hún lauk doktors- prófi við Háskóla Íslands árið 2011. Rannsóknir Erlu Huldu eru einkum á sviði kvennasögu og kyngervis, sendibréfa og fræðilegra ævisagna. Hefur hún birt fjölda greina um rannsóknarefni sín, bæði hér á landi og erlendis jafnframt því sem hún hefur ritstýrt bókum. Árið 2011 kom út eftir hana bókin Nútímans konur. Menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi 1850–1903. Snorrastofa fagnar rannsókn Erlu Huldu og komu hennar á slóðir Sigríðar Pálsdóttur til að miðla af þekkingarbrunni um liðna tíð. At- hugið að fyrirlesturinn hefst kl. 20. Boðið verður til kaffiveitinga og umræðna að venju og aðgangseyrir er 1000 kr. -fréttatilkynning Júlíöna, hátíð sögu og bóka, hefst á morgun fimmtudaginn 27. febrú- ar í Stykkishólmi og stendur fram á laugardag. Er þetta í áttunda sinn sem hátíðin er haldin en að henni standa þær Dagbjört Höskulds- dóttir, Gréta Sigurðardóttir, Nanna Guðmundsdóttir, Sólrún Sigurðar- dóttir og Þórunn Sigfúsdóttir. „Það er gleði í okkar herbúðum að Júlí- ana hátíð hafi verið valin ásamt öðr- um á lista Eyrarrósarinnar í ár sem menningarhátíð á landsbyggðinni sem hefur sannað sig. Það er mik- il viðurkenning og hvetur okkur til frekari dáða,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. Fjölbreytt dagskrá Hátíðin í ár verður fjölbreytt og verða allir viðburðir án gjalds. Formleg hátíðarsetning verð- ur annað kvöld í Vatnasafninu þar sem m.a. verður tónlistarflutningur á vegum Tónlistarskólans í Stykk- ishólmi, Hólmari ársins verður heiðraður fyrir framlag til menn- ingarmála auk þess sem verðlaun verða veitt í smásagnasamkeppni sem alltaf er haldin í aðdraganda hátíðarinnar. Í ár bárust 47 smá- sögur í keppnina og verða nokkrar sögur lesnar upp við setningu há- tíðarinnar. Á föstudeginum verður dagsrká víðsvegar um bæinn. Eins og áður er hátíðin í samstarfi við Grunnskólann í Stykkishólmi og kom Hildur Knútsdóttir rithöf- undur í Stykkishólm fyrir hátíð- ina og vann með nemendum eldri deilda að skapandi skrifum. Nem- endur munu flytja afraksturinn á bókasafninu á föstudagsmorgun. Þá ætla nemendur að lesa upp fyrir eldri borgara á dvalarheimilinu eft- ir hádegið. Sýning á verkum yngri deilda í Grunnskólanum í Stykkis- hólmi verður í versluninni Skipavík og um kvöldið verður boðið upp á sögustundir og tónlist um kvöldið í tveimur betri stofum. Í tengslum við hátíðina hefur hópur fólks lesið bókina Mánastein eftir rithöfund- inn Sjón (Sigurjón Birgir Sigurðs- son) og mun Sjón koma og hitta leshópinn í hádeginu á laugardeg- inum. Hann mun í framhaldinu halda erindi í gömlu kirkjunni eftir hádegið og þar mun Lilja Sigurð- ardóttir rithöfundur einnig fjalla um bækur sínar og ritverk. Eftir kaffihlé verður Soffía Auður Birg- isdóttir bókmenntafræðingur með umfjöllun um maddömu Guðrúnu Sveinbjarnardóttur í Vatnasafn- inu og á laugardagskvöldið verða svo tónleikar í Vatnasafninu með hljómsveitinni Ylju, sem mun setja endapunkt á hátíðina. Nánari upp- lýsingar um dagskrá má finna á Fa- cebook síðunni Júlíana – hátíð sögu og bóka. arg Í tilefni konudagsins bauð Kven- félag Stafholtstungna konum úr nærsveitum til veislu í félagsheim- ilinu í Þverárrétt. Mæting var góð og konur nutu samverustundar- innar í leik og söng. Þorvaldur Jónsson í Brekkukoti lék við hvern sinn fingur, einnig á nikkuna og konur gáfu ekkert eftir í undir- tekt. Kvenfélagskonur núverandi og tilvonandi kvöddu Þverárhlíð- ina með brosi á vör er áliðið var kvölds. Meðfylgjandi myndir tók Anna Hallgrímsdóttir við þetta tilefni. mm/ah Tónlistarskólinn á Akra- nesi er með þemaviku í þessari viku. Nemendur eru að æfa og semja lög sem tengjast þjóðsögum og ævintýrum og verða tvennir tónleikar næst- komandi fimmtudag 27. febrúar. Tónleikar með ævintýraþema verða kl. 16.30 og kl. 18.00 verða tónleikar með þjóð- söguþema. Ævintýrin eru allt frá Söngvaseið til Frozen og þjóðsög- urnar m.a. Móðir mín í kví kví og Djákn- inn á Myrká. Á ösku- dag milli kl. 14.00 og 15.30 er svo opið svið í anddyri skólans þar sem öllum er boðið að stíga á stokk og taka lagið eða spila, bæði við lifandi meðleik en einnig verður hægt að syngja lög sem hægt er að finna á t.d. You- tube. -fréttatilkynning Komu saman á Konudegi Júlíana hátíð sögu og bóka hefst á morgun. Hér má sjá mynd af tónlistaratriði heima í stofu á hátíðinni í fyrra. Ljósm. úr safni/sá Júlíana framundan í Stykkishólmi Bréfaskrif hvunndagshetju til umfjöllunar í Snorrastofu Erla Hulda Halldórsdóttir sagn- fræðingur. Þemavika í Tónlistarskólanum á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.