Skessuhorn


Skessuhorn - 11.03.2020, Síða 2

Skessuhorn - 11.03.2020, Síða 2
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 20202 Við viljum minna foreldra á mikil- vægi þess að leggja frá sér sím- ana og eiga samtal við börnin sín á hverjum degi. Nánar er hægt að lesa um hvers vegna í umfjöll- un um læsisstefnu í blaðinu í dag á bls. 11. Áfram verður vetrarveður og nokkrar umhleypingar. Á morgun er spáð minnkandi norðaustanátt og éljagangi norðaustanlands. Gengur í sunnan 8-15 m/s með snjókomu suðvestanlands síðdeg- is. Frost 1-12 stig, kaldast í innsveit- um norðanlands. Á föstudag er út- lit fyrir suðaustanátt 5-13 m/s og snjókoma í öllum landshlutum en slydda við suðurströndina eftir há- degi. Snýst í norðanátt 5-10 m/s vestantil og styttir upp undir kvöld. Frost 0-8 stig en frostlaust við suð- urströndina yfir hádaginn. Á laug- ardag verður norðaustanátt 8-15 m/s. Él á Norður- og Austurlandi en bjart um landið sunnan og vest- anvert. Harðnandi frost. Á sunnu- dag er spáð norðlægri átt og stöku él við austurströndina en snýst í suðlæga átt og þykknar upp vest- anlands síðdegis. Talsvert frost en mildara við vesturströndina um kvöldið. Á mánudag er útlit fyrir að gangi í hvassa suðaustanátt með snjókomu eða slyddu en síðan rigningu við ströndina og hlýnar í veðri. Suðvestanátt, él og kólnandi verður aftur um kvöldið. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns hvort COVID-19 veiran hafi haft bein áhrif á líf lesenda. 57% svarenda sögðu veiruna ekki hafa haft nein bein áhrif á líf sitt, 27% sögðu hana hafa haft lítilsháttar áhrif, 8% svöruðu að hún hefði haft verulega mikil bein áhrif á líf sitt og önnur 8% vita ekki hvort veiran hafi haft áhrif á líf sitt. Í næstu viku er spurt: Hvaða ráðherra hefur staðið sig best? Allir sem gæta aukins hreinlæt- is í daglegu lífi og athöfnum, nota t.d. handspritt reglulega og hlýta almennt fyrirmælum stjórnvalda vegna veirunnar, eru Vestlendingar vikunnar. Til hamingju með það! Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar F.a.B. frestar samverustund- um í Brún BORGARFJ: „Stjórn Fé- lags aldraðra í Borgarfjarð- ardölum hefur ákveðið að samveru í Brún verði frestað um óákveðinn tíma. Fundir sem haldnir eru á miðviku- dögum falla niður meðan óvissa í heilbrigðismálum er viðvarandi,“ segir í tilkynn- ingu. -mm Ráðstefnu um sameiningu sveitarfélaga frestað VESTURLAND: Tekin var ákvörðun á mánudaginn um að fresta ráðstefnu um sam- einingu sveitarfélaga sem stóð til að halda á vegum SSV að Laxárbakka í Hval- fjarðarsveit fimmtudaginn 12. mars. Er það gert vegna COVID-19 veirunnar. „Því miður er þetta niðurstaðan en vonir standa til að hægt verði að halda ráðstefnuna seinni partinn í maí en það mun skýrast á næstu vikum,“ segir í tilkynningu frá SSV. -mm Sendu ferða- þjónum leið- beiningar LANDIÐ: Ferðamálastofa sendi í síðustu viku út upp- lýsingar á íslensku og ensku til ferðaþjónustuaðila og ferðamanna varðandi Co- vid-19 veiruna. Upplýsing- arnar eru byggðar á ráðlegg- ingum sóttvarnalæknis og unnar í samvinnu atvinnu- vega- og nýsköpunarráðu- neytis og utanríkisráðuneyt- is. Ferðaþjónustuaðilar eru beðnir að koma upplýsing- unum áfram til ferðamanna og síns starfsfólks, prenta eftir atvikum út og hafa sýni- legar. Þannig verður vonandi hægt að svara flestum þeim spurningum sem ferðamenn hafa varðandi ferðalög til Ís- lands,“ sagði í tilkynningu. Upplýsingarnar á ensku og íslensku má finna inni á vef Ferðamálastofu. -mm Veðurhorfur SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS ÍSLENSK HÖNNUN Í dag kynntu Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, úthlutun pen- inga úr ríkissjóði til uppbyggingar innviða, náttúruverndar og annarra Styrkjum úthlutað til uppbyggingar ferðamannastaða og í umhverfismál verkefna á ferðamannastöðum árið 2020. Samtals er nú úthlutað rúm- um 1,5 milljarði króna úr Lands- áætlun um uppbyggingu innviða og Framkvæmdasjóði ferðamanna- staða sem gerir kleift að halda áfram því verkefni að byggja upp innviði á ferðamannastöðum. „Frá síðustu úthlutun hefur mik- ill árangur náðst í að auka og bæta við innviði um land allt og þann- ig getu þeirra svæða sem um ræð- ir til að taka við ferðmönnum. Þar má nefna áframhaldandi uppbygg- ingu gönguleiða, útsýnispalla og bílastæða innan Þjóðgarðsins Snæ- fellsjökuls, viðgerðir á hleðslum við Snorralaug í Reykholti og smíði á stigum og pöllum við Stuðlagil, sem og við Hornbjargsvita til að bæta öryggi ferðamanna og vernda náttúru auk fjölda annarra verk- efna,“ eins og segir í kynningu frá ráðuneytunum. „Gert er ráð fyrir um þriggja milljarða króna framlagi til þriggja ára, sem rennur til verkefnaáætl- unar Landsáætlunar um uppbygg- ingu innviða sem gildir fyrir árin 2020-2022. Sem fyrr er áhersla lögð á að um sé að ræða heildstæða nálgun í gegnum svæðisheildir en einnig á annars konar verkefni s.s. til að auka fagþekkingu, bæta hönn- un og samræmingu. Alls hafa verið skilgreindir 119 ferðamannastaðir, ferðamannaleiðir og ferðamanna- svæði, þar sem aðgerðir hafa þegar hafist fyrir tilstuðlan landsáætlunar eða eru fyrirhugaðar til og með árs- ins 2022.“ Framkvæmdasjóður ferðamanna- staða veitir styrki til 33 verkefna um allt land árið 2020 sem nema samtals 501,5 milljónum króna. Hæstu styrkirnir að þessu sinni eru styrkir til byggingar útsýnis- palls á Bolafjalli í Bolungarvíkur- kaupstað, áframhald uppbyggingar við Stuðlagil beggja vegna árinnar og bætt fráveitumál í Hrafntinnu- skeri. Önnur verkefni sem fá hærra en 15 milljón króna styrki eru bætt salernisaðstaða við Aldeyjarfoss og bygging skýla til náttúruskoðunar við fuglastíg á Norðausturlandi. Þá hefur undanfarin ár verið lögð auk- in áhersla á að efla heilsárs- og árs- tíðabundna landvörslu enda gegna landverðir mikilvægu hlutverki fyr- ir verndun náttúru, svo og fræðslu og upplifun ferðamanna á friðlýst- um svæðum. Þrjú verkefni á Vesturlandi Til Vesturlands renna þrír styrkir að þessu sinni úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Snæfellsbæar fær 3,3 milljónir króna til hönnunar á gönguleið, göngubrú og útsýnispalli við Svöðufoss. Stykkishólmsbær fær 9,8 milljónir króna til að leggja göngustíg um troðinn slóða upp að brattri klöpp í Maðkavík. Loks fær Stykkishólmsbær sömuleiðis 3,8 milljónir króna til að setja á fót hug- myndasamkeppni um skipulag og hönnun útsýnispalls í Súgandisey. Flestir styrkir í gegnum Umhverfisstofnun Til Vesturlands renna alls 219 milljónir króna úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða. Lang- flest þessara verkefna fara í gegnum Umhverfisstofnun en eitt í gegnum Minjastofnun (Krosslaug) og annað er á forsjá Borgarbyggðar (Glanni/ Paradísarlaut). Verkefnin eru: Merkingar á friðlýstum svæðum • á Vesturlandi. 3.800.000 kr. Tveir útsýnispallar, endurbæt-• ur og viðhald innviða, frágangur göngustígar, merkingar. Arnar- stapi - Hellnar. 34.000.000 kr. Friðland á Búðum. Gönguleiðir • um hraunið, endurnýjun merk- inga. 3.500.000 kr. Bílastæði, göngubrú og merk-• ingar við Eldborg í Hnappadal. 24.500.000 kr. Bætt salernisaðstaða og bílastæði • við Glanna og Paradísarlaut (Borgarbyggð). 5.600.000 kr. Áframhald uppbyggingar göngu-• palls frá bílastæði upp á topp Grá- brókar í Norðurárdal og tenging göngustígar við Gömlu Brekku- rétt. 3.000.000 kr. Undirbúningur innviðauppbygg-• ingar við Hraunfossa/Barnafoss. 5.000.000 kr. Náttúrustígur umhverfis Kross-• laug í Lundarreykjadal. 2.000.000 kr. Endurnýjun salerna við Djúpa-• lónssand í Þjóðgarðinum Snæ- fellsjökli, merkingar, bætt göngu- leið (hringleið), hlaðnir útsýnis- pallar. 20.000.000 kr. Lagfæring og viðhald á göngustíg • milli Djúpalónssands og Dritvík- ur í Þjóðgarðinum. Hlaðin stígur að hluta. 12.000.000 kr. Framkvæmd og umbætur á • gönguleiðakerfi Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls, leiðum fjölgað og merkingar bættar 9.600.000 kr. Framkvæmdir við umhverfi • gestastofu á Malarrifi, m.a. mal- bikun bílastæðis, áningarstaðir. Uppbygging áningarstaðar við Malarrifsvita. 43.800.000 kr. Bætt bílastæði, útsýnispallur, • merkingar við Saxhól. 25.800.000 kr. Stækkun og malbikun bílastæðis • við Skarðsvík. 15.000.000 kr. Útsýnispallur, öryggisgirðing-• ar, merkingar við Svalþúfu. 9.500.000 kr. Bættur göngustígur við Önd-• verðarnes. 2.000.000 kr. mm Ráðherrarnir kynna landsáætlun og framkvæmdasjóð ferðamanna. Ljósm. Golli.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.