Skessuhorn


Skessuhorn - 11.03.2020, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 11.03.2020, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 20206 Fyrirtækjakynn- ingu frestað BORGARNES: Fyrirtækja- kynningu á vegum Rótarý- klúbbs Borgarness, sem fara átti fram í Hjálmakletti laug- ardaginn 14. mars, hefur verið frestað fram á haust. Ákvörð- un þess efnis var tekin á fundi Rótarýklúbbs Borgarness á miðvikudagskvöld. „Ákveðið var að grípa til þessara varúð- arráðstafana vegna þeirra að- stæðna sem eru í samfélaginu vegna kórónaveirunnar,“ segir í tilkynningu frá Rótarýklúbbi Borgarness. Til stóð að fyrir- tæki og rekstraraðilar á starfs- svæði klúbbsins myndu kynna starfsemi sína og um leið vekja athygli samfélagsins á eig- in starfsemi. Nú er ljóst að sú kynning mun bíða þar til á haustmánuðum. -kgk Kanna hvort sóttkví sé virt VESTURLAND: Sá kvittur hefur komist á kreik að ekki virði allir sóttkví sem þeir hafa verið skikkaðir í til að hefta útbreiðslu COVID-19 kórón- aveirunnar hér á landi. Lög- reglan á Vesturlandi rann- sakaði ábendingu þess efnis í vikunni og að sögn Ásmund- ar Kr. Ásmundssonar aðstoð- aryfirlögregluþjóns átti hún ekki við rök að styðjast. Að virða ekki sóttkví vísvitandi og stofna almannaheill í hættu er litið alvarlegum augum, enda getur varðað peningasekt- um og jafnvel fangelsisvist. Ákvæði þess efnis er að finna bæði í sóttvarnalögum og al- mennum hegningalögum. Ás- mundur segir lögreglu kanna allar ábendingar sem þess- ar en hvetur fólk jafnframt til að fylgja leiðbeiningum heil- brigðisyfirvalda og að halda ró sinni. Ennþá hefur enginn verið greindur með veiruna á Vesturlandi. -kgk Árekstur á Vatnaleið SNÆFELLSNES: Árekst- ur tveggja bíla varð á Vatna- leið kl. 13:40 á fimmtu- dag. Ökumaður annars bíls- ins lýsti atvikum þannig að hann hefði verið að koma að brú í miklum vindi og snjó- komu. Skyggni hafi skyndi- lega orðið ekkert og bílarn- ir þá lent saman. Fimm voru í bílunum. Allir voru í belt- um og hraðinn lítill, en fólk- ið kenndi sér eymsla eftir slysið, s.s. á hönd og brjóst- kassa og einn taldi sig vera með brotinn þumalfingur. Um morguninn hafði orð- ið annað óhapp á Vatnaleið- inni, þegar ekið var á vegrið. -kgk Bílvelta á Snæfellsnesi SNÆFELLSBÆR: Bíl- velta varð á Snæfellsnesvegi við Stóru-Furu rétt fyrir kl. 18 á laugardaginn. Ökumað- ur missti stjórn á bíl sínum í hálku, fór öfugum megin út af veginum þar sem bíllinn valt eina veltu. Kenndi öku- maðurinn sér eymsla í baki og hálsi, sem og viðbeini eftir bílbeltið. Sjúkrabíll var sendur á staðinn ásamt lækni og ökumaður fluttur á heilsugæslustöðina í Ólafs- vík til frekari skoðunar. Bif- reiðin er talsvert skemmd. Númerin voru tekin af henni og hún fjarlægð. -kgk Árekstur á heiðinni B O R G A R B Y G G Ð : Skömmu fyrir kvöldmat á fimmtudag varð umferð- aróhapp á Holtavörðuheiði. Rúta var að taka fram úr fólksbíl og við framúrakst- urinn rákust bifreiðarnar saman. Hliðarspegill fór af fólksbílnum en ökumönnum ber ekki saman um atburða- rásina, að sögn lögreglu. Engin slys urðu á fólki. -kgk Fastir á förnum vegi EYJAOGMIKLA: Fjöldi bíla sat fastur við Vegamót á Snæfellsnesi um kvöld- matarleytið á laugardaginn. Á tímapunkti voru fastir sex fólksbílar og ein rúta. Björg- unarsveitarmenn úr Ber- serkjum í Stykkishólmi fóru á staðinn og aðstoðuðu veg- farendur. -kgk Vildi ekki far BORGARBYGGÐ: Til- kynnt var um mann á gangi eftir þjóðveginum við Hafn- arfjall kl. 2:00 aðfararnótt sunnudags. Fyrst var talið að þarna væri barn á ferð, en þegar lögregla kannaði málið kom í ljós að svo var ekki. Þarna var á ferðinni er- lendur maður sem vildi ekki þiggja far heldur kvaðst ætla að ganga að Laxárbakka þar sem hann átti pantaða gist- ingu. -kgk Formenn ríkisstjórnarflokkanna kynntu í gær aðgerðir í efnahags- málum til að mæta áhrifum af COVID-19. Katrín Jakobsdótt- ir forsætisráðherra sagði aðgerð- irnar hugsaðar til að mæta fyrir- séðu ástandi í efnahagslífinu, bæði vegna almennrar kólnunar og kór- ónaveirunnar. Hún sagði að þrátt fyrir að staða þjóðarbúsins væri góð þyrfti að endurskoða áform. Engu að síður væri viðnámsþróttur samfélagsins mikill og miklu skipti að Íslendingar búi að reynslu til að takast á við ófyrirséðar aðstæður. Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra, þakkaði viðbragðsaðilum hvernig tekið hefði verið á útbreiðslu CO- VID-19 veirunnar og almenningi fyrir viðbrögðin. Hann ítrekaði að fólk ætti að reyna að lifa sem eðlilegustu lífi innan breyttra að- stæðna en taka tillit til regla og leiðbeininga heilbrigðisyfirvalda um smitvarnir og hreinlæti. Hann treysti heilbrigðiskerfinu til að takast á við heilbrigðisvána en að- gerðir ríkisins væru miðaðar að því að taka utan um fyrirtækin í land- inu. Frestir og niðurfellingar skatta og gjalda Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði að ríkis- stjórnin hefði ákveðið að senda Al- þingi erindi þess efnis að forsend- ur fjármálastefnunnar væru brostn- ar. Því þyrfti að koma fram með nýja fjármálastefnu og -áætlun á næstu mánuðum. Sú vinna lægi fyrir um miðjan maímánuð. Ríkisstjórnin hefur sammælst um nokkur atriði til að mæta efnahags- legum áhrifum af COVID-19 til að létta á fyrirtækjum sem ganga í gegn- um óvenjulegt skeið. Bjarni sagði rík- isstjórnina sjá fyrir sér að opna mætti fyrir þann möguleika að fyrirtæki sem eiga við lausafjárvanda að stríða geti fengið frest til að standa skil á sköttum og gjöldum. Tímabundið verði hægt að fella niður skatta og gjöld á ferðaþjónustuna. Gistinátt- askattur verður til dæmis afnuminn tímabundið. Undirbúið hefur verið markaðs- átak í samstarfi við ferðaþjónustuna og ætlar ríki að leggja verulegar fjár- hæðir í markaðssetningu Íslands sem áfangastaðar þegar rofar til. Vinna við átakið er þegar hafin, að sögn fjármálaráðherra. Einnig sagði Bjarni að ríkisstjórn- in vildi halda því opnu að hægt verði að grípa til ráðstafana til að örva eft- irspurn í hagkerfinu. Útfærsla á því þyrfti þó að vera háð mati á aðstæð- um. Einnig sér ríkisstjórnin fyrir sér að örva framkvæmdastig í landinu. „Okkar áætlanir hafa frekar miðað að næstu þremur árum en við viljum taka til skoðunar og leggja til tillögur um að flýta framkvæmdum sem gætu átt sér stað á þessu ári,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin hefur haft samband við fjármálageirann um að tryggja greiðar boðleiðir svo fjármálafyrir- tæki geti sinnt sínu hlutverki sem best. Eins gerir ríkisstjórnin þá kröfu að samhliða aðgerðum stjórn- valda verði fyrirtækjum sem takast á við tímabundinn vanda veitt súr- efni. Þá sagði Bjarni einnig að rík- issjóður gæti aukið lausafé í umferð ef þörf væri á því með því að færa innistæður ÍL-sjóðs í Seðlabankan- um inn á innlánsreikninga í bönkum til að styðja svigrúm bankanna til að veita viðskiptavinum sínum lánafyr- irgreiðslu. kgk/ Ljósm. Stjórnarráðið/ Golli. Kynntu aðgerðir í efnahags- málum vegna COVID-19

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.