Skessuhorn


Skessuhorn - 11.03.2020, Side 14

Skessuhorn - 11.03.2020, Side 14
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 202014 Karlmaður hefur verið ákærður fyrir sérlega hættulega líkamsárás og morðhótun í Grundarfirði, að- fararnótt laugardagsins 20. októ- ber 2018. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Vesturlands 13. mars næstkomandi. DV greinir frá, en miðillinn hefur ákæru héraðssak- sóknara undir höndum. Manninum er gefið að sök að hafa ýtt öðrum manni upp að grindverki, þrengt að hálsi hans þar til hann tók að svima og á sama tíma hótað honum lífláti. Meintur þolandi á þá að hafa fallið til jarðar þar sem maðurinn veittist að hon- um með spörkum í höfuð og búk, með þeim afleiðinum að gleraugu hans brotnuðu. Segir í ákærunni sem DV vitnar til að fórnarlambið hafi hlotið áverka á hálsi, sár á enni auk áverka á augnloki, handlegg og fæti, auk eymsla við að kyngja og hreyfa höfuð, sem og höfuðverk. Héraðssaksóknari krefst þess að meintur árásarmaður verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakar- kostnaðar. Meintur þolandi gerir einkaréttarkröfu um 1.145.005 kr. í miskabætur. kgk Veitingastaðnum Gamla Kaupfélag- inu á Akranesi verður lokað í nú- verandi mynd 1. maí næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Gamla Kaupfélags- ins á sunnudagskvöld. Í framhaldi af lokun staðarins stefna rekstrar- aðilar að því að opna nýjan mögu- leika í veitingaþjónustu á Akranesi, að því er fram kemur í tilkynning- unni. Sömuleiðis hyggjast þeir efla sig í veislu- og viðburðaþjónustu. Rekstraraðilar segjast ekki geta greint frá því að sinni hvað fram- undan er. Það verði hins vegar kynnt síðar. Engar breytingar verða á þjónustu á útsendum mat í hádeg- inu né veisluþjónustu og viðburða- haldi á meðan breytingum stendur. kgk Í morgunsárið síðastliðinn mið- vikudag var komið að sofandi manni í anddyri Arionbanka og Ís- landspósts í Búðardal. Í anddyrinu er hraðbanki sem alla jafnan er opið inn í. Ekki var hægt að komast inn í rýmið til mannsins þar sem hann lá fyrir útihurðinni og þurfti tals- vert til að vekja hann. Ljóst var að maðurinn hefði verið við drykkju; „dauður“ eins og það er kallað. Starfsmaður kom að manninum og fékk aðstoð frá foreldri sem var að fylgja barni sínu í skólann, en grunnskólinn er staðsettur hinum megin við götuna. Loks þegar tókst að vekja mann- inn, sem er af erlendu bergi brot- inn, var hann svo illa áttaður að hann vissi ekki hvar á landinu, eða veröldinni, hann var staddur. Sam- þykkti hann því að fá aðstoð lög- reglu. Haft var samband við fjar- skiptamiðstöð og fengust þær upp- lýsingar að engin lögregla væri á vakt á svæðinu. Fljótlega rann upp fyrir manninum að hann hafi ver- ið á ferðalagi með félögum sínum á húsbíl sem staðsettur var á tjald- svæðinu í Búðardal, við hlið Auðar- skóla. Því var haft samband við að- stoðarskólastjóra og í kjölfarið fór starfsfólk skólans í grenndarskoðun vegna málsins. Einnig var haft sam- band við tjaldsvæðavörð sem kann- aði aðstæður á tjaldsvæði. sm Þingmennirnir Sigurður Ingi Jó- hannsson, samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins, og Líneik Anna Sævarsdóttir héldu opinn fund hjá Framsóknarfélagi Akraness síðastliðinn mánudag. Samkvæmt fregnum af fundin- um bar margt á góma. Ræddi ráð- herra um efnahagsmálin, raforku- verð og verðstefnu Landsvirkjunar gagnvart stóriðjunni, áherslumál Framsókarmanna í ríkisstjórn og að sjálfsögðu voru samgöngumál fyrirferðarmikil. Varðandi fram- kvæmdir á Vesturlandsvegi á Kjal- arnesi kvaðst ráðherra búast við að Vegagerðin geti hafið framkvæmd- ir á þessu ári við 2+1 uppbygg- inu níu kílómetra vegarkafla. Mik- il áhersla var lögð á það af fund- armönnum að útboð vegna fyrstu framkvæmda á Kjalarnesi fari fram í síðasta lagi í sumar, þann- ig að framkvæmdatíma gæti verið lokið 2023 eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Þá barst brúargerð yfir Grunnafjörð í tal, en á það var bent á fundinum að skipulagsvald- ið á því svæði væri í höndum ann- arra en Skagamanna. Þá var einnig spurt út í Sundabraut og ráðherra brýndur til dáða um að þau orð muni standa að farið verði í útboð fyrir lok þessa kjörtímabils. Fundurinn var, að sögn Elsu Láru Arnardóttur bæjarfulltrúa, vel sóttur, ekki síst í ljósi þess að samkomuhald almennt er með daufara móti um þess- ar mundir vegna Covid-19 veirunnar. mm/ Ljósm. Liv Aase Skarstad Áætlunarferðum frá Keflavíkurflug- velli í febrúar síðastliðnum fækkaði um fjórðung miðað við sama tíma- bil í fyrra. Þessi fækkun jafngild- ir því vægi sem WOW air hafði á flugvellinum meðan félagsins naut við, en í febrúar í fyrra höfðu Skúli Mogensen og aðrir stjórnend- ur WOW air verið með blóðugan niðurskurðarhnífinn á lofti. Þetta kemur fram á vefnum turisti.is. Þar segir að í nýliðnum febrúar hafi áætlunarferðunum frá Keflavíkur- flugvelli fækkað um nærri nákvæm- lega sömu tölu og fækkun vegna þrenginga WOW var. Í febrúar í fyrra voru þær 56 brottfarir á degi hverjum um Kefla- víkurflugvöll, en 42 í febrúar síðast- liðnum. Munurinn því nákvæmlega 25%, eða fjórðungur. mm Í gær gengu í gildi breytingar sem varða afhendingu lyfja í apótekum. Nú er einungis heimilt að afhenda lyf eiganda lyfjaávísunar, eða þeim sem hefur ótvírætt umboð hans til að fá þau afhent. Framvísa þarf persónuskilríkjum hvort sem um ræðir eiganda eða umboðsmann. Í tilkynningu Lyfjastofnunar kemur fram að krafa um skriflegt umboð sé gerð að gefnu tilefni því upp hafa komið tilvik þar sem lyf hafa verið leyst út af öðrum en eig- anda lyfjaávísunar og án heimildar viðkomandi. „Eins og fram kemur í tilkynningu Lyfjastofnunar er því óhjákvæmilegt að skerpa á túlkun og framkvæmd ákvæðis í 18. grein reglugerðar nr. 1266/2017 um lyfja- ávísanir og afhendingu lyfja, þar sem segir m.a.: „Lyf verða einungis afhent sjúklingi eða umboðsmanni hans...“ Til að ótvírætt sé hver geti talist umboðsmaður í þessu tilliti, verður því framvegis kallað eftir skriflegu umboði þess sem sækir lyf í apótek fyrir annan en sjálfan sig. Eins og áður segir þarf í öllum til- vikum að framvísa persónuskilríkj- um fyrir afhendingu lyfja, hvort sem um ræðir eiganda lyfjaávísunar eða umboðsmann hans.“ Fram kemur í tilkynningu Lyfja- stofnunar að unnið er að því að finna rafræna framtíðarlausn fyr- ir veitingu umboðs í samvinnu við embætti landlæknis. Þangað til þarf að veita hefðbundið umboð í sam- ræmi við opinberar reglur. Til hag- ræðis hefur Lyfjastofnun birt eyðu- blað á vef sínum til útprentunar. mm Gamla Kaupfélagið við Kirkjubraut á Akranesi. Ljósm. úr safni. Breytingar framundan á rekstri Gamla Kaupfélagsins Ákærður fyrir sérlega hættulega líkamsárás Illa áttaður í anddyri bankans í Búðardal Ræddi um samgöngumál á Akranesi Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ljósm. Isavía. Samdráttur í flugi jafnast á við umsvif WOW Strangari skilyrði við afhendingu lyfja í apótekum

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.