Skessuhorn


Skessuhorn - 11.03.2020, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 11.03.2020, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2020 15 Þaktúður• Hurðastál• Áfellur• Sérsmíði• Viðgerðir• Málmsuða• www.blikkgh.is • blikkgh@blikkgh.is • Akursbraut 11b • 431-2288 Fram kom í tilkynningu frá Skelj- ungi í síðustu viku að fyrirtæk- ið hafi keypt rekstur Baulunn- ar í Stafholtstungum. Í kaupunum fylgja allar fasteignir og lóðarrétt- indi ásamt verslunar- og veitinga- rekstrinum sjálfum. Fyrirhugað er að bensínstöð Orkunnar verði opn- uð á svæðinu á komandi mánuðum og þá hyggst Skeljungur efla rekst- ur veitingasölunnar. Samhliða því að Orkan verður söluaðili munu merki Olís því hverfa af eldsneyt- isdælunum. Skeljungur er fjórði rekstraraðili Baulunnar frá upphafi 1986. Fyrstu kaupmenn voru Halldór Haralds- son og Vigdís Guðmundsdóttir, en þau seldu Kristbergi Jónssyni og Sigrúnu Tómasdóttur reksturinn en þau ráku Bauluna af krafti und- ir merkjum Langaholts ehf. í 17 ár. Þau seldu reksturinn í árslok 2017. „Við erum full tilhlökkunar að taka við rekstri hinnar víðfrægu Baulu í Borgarfirði. Er þetta áfram- haldandi skref í að framfylgja stefnu okkar um að þétta stöðvanetið og efla þjónustuna enn betur við íbúa landsbyggðarinnar,“ segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, í tilkynningu. mm Brynhildur Davíðsdóttir frá Arn- bjargarlæk í Þverárhlíð starfar sem prófessor í umhverfis- og auðlinda- fræði við Háskóla Íslands. Hún er auk þess formaður stjórnar Orku- veitu Reykjavíkur. Brynhildur tók í síðustu viku við nýju og ólíku hlut- verki þegar hún var formlega skipuð í ráðgjafaráð skosku heimastjórnar- innar í efnahagsmálum. Ráðið er skipað fólki með mikla reynslu og þekkingu í hagfræði og viðskiptum. Verkefni Brynhildar verður að veita ráðgjöf sem sérfræðingur í lofts- lagsmálum og orkuskiptum en auk núverandi starfa sinna býr hún yfir reynslu sem varaformaður lotslags- ráðs á Íslandi auk ráðgjafarstarfa vestanhafs. Skoska þingið hefur nú samþykkt markmið í lofslagsmálum en Skotar stefna að ná kolefnishlutleysi árið 2045, fimm árum eftir að því mark- miði skal náð á Íslandi. mm Skíðasvæði Snæfellsness hefur ver- ið opið síðustu daga þegar veður hefur leyft. Eins og í fyrra þá mætti vera meiri snjór en vel er þó hægt að renna sér þessa dagana. Búið er að vera opið í nokkra daga og hafa Grundfirðingar og nærsveitung- ar notið þess að renna sér á með- an. Stefnt er að því að hafa opið næstu daga á meðan tíðarfarið leyf- ir og því um að gera að njóta þess að skella sér á skíði í Grundarfirði á meðan það er hægt. tfk Síðla árs 2018 hlaut Brynhildur Davíðsdóttir heiðurverðlaun úr Verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright. Verðlaunin eru veitt fyrir brautryðjendastarf í rann- sóknum í vist- og hagfræði, sjálfbærni, þróun orkukerfa og á sviði loftslagsmála. Það var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem afhenti Brynhildi verðlaunin. Ljósmynd úr safni/ Kristinn Ingvarsson. Brynhildur skipuð ráðgjafi Skota í lofslagsmálum Skíðasvæðið í Grundarfirði opnað á ný Skeljungur kaupir Bauluna og opnar Orkustöð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.