Skessuhorn


Skessuhorn - 11.03.2020, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 11.03.2020, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 202022 Ebbu Guðnýju Guðmundsdótt- ir þekkja margir landsmenn, en hún hefur kennt Íslendingum góð- ar matarvenjur í mörg ár. Ebba Guðný er fædd í Stykkishólmi og á rætur þangað þó hún hafi flutt það- an og til Reykjavíkur þegar hún var hálfs annars árs að aldri. „Pabbi býr enn í Stykkishólmi en ég flutti með mömmu til Reykjavíkur þegar þau skildu,“ útskýrir Ebba Guðný þeg- ar Skessuhorn ræddi við hana. Ebba Guðný fékk mikinn áhuga á heilsu og hollustu þegar hún var um tví- tugt. „Mér leið ekki alltaf nógu vel af því sem ég var að borða. Ég hafði barist lengi við átóreglu, var alltaf að reyna að borða lítið því mér fannst ég feit og kannski ruglaði þetta eitt- hvað með magann á mér, ég veit það ekki,“ segir Ebba Guðný. Hún byrj- aði á að taka út hveiti, ger, sykur og mjólk og fór að borða spelt, lífræn- an hrásykur og aðra hollari fæðu. Í kjölfarið fór hún að finna mun á líð- an og hefur tileinkað sér enn hollara mataræði til að bæta heilsuna. Glósur urðu að bók Þegar Ebba Guðný var 27 ára eign- aðist hún sitt fyrsta barn, Hönnu. „Þá var ég voða spennt að venja hana á næringarríkan og hollan mat alveg frá byrjun. Á þessum tíma var úrval- ið af hollum mat að aukast mikið og þá var lag að nýta það,“ segir Ebba Guðný. Hún byrjaði á þessum tíma að skrifa sína fyrstu bók: „Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða“. „Ég vissi ekki á þeim tíma að þetta yrði bók. Ég var bara að punkta niður hjá mér hvað ég væri að gefa henni að borða, bara fyrir mig að eiga. Þrem- ur árum seinna eignaðist ég Hafliða son minn, og þegar ég fór að gefa honum að borða prófaði ég allt sem ég hafði skrifað niður þegar ég var með Hönnu litla. Jóhanna Krist- jánsdóttir hjá Heilsuhúsinu hafði heyrt af þessum pælingum mínum og bað mig um að halda námskeið fyrir foreldra ungra barna. Ég hélt námskeiðið og þannig byrjaði þetta allt, með námskeiðum í Heilsuhús- inu,“ segir Ebba Guðný. Í kjölfarið, árið 2007, kom fyrsta bókin henn- ar út. Fyrirlestur í Borgarnesi Allt síðan Ebba Guðný byrjaði að halda fyrirlestra í Heilsuhúsinu hef- ur hún farið með fyrirlestrana sína og námskeið víða um land auk þess sem hún hefur gefið út fleiri bæk- ur og verið með sjónvarpsþætti um holla matargerð. Hún er gjarnan fengin til að fræða starfsfólk fyr- irtækja en sveitarfélög hafa einn- ig verið að fá hana til að koma með fyrirlestra fyrir foreldra ungra barna. Einn slíkur fyrirlestur var einmitt haldinn í Safnahúsi Borgarfjarð- ar á fimmtudaginn í síðustu viku, í boði sveitarfélagsins. Þangað komu nokkrar ungar mæður með börn- in sín til að fræðast um hvernig þær geti boðið börnunum sínum upp á holla og góða fæðu frá upphafi. Fyr- ir mörgum virðist það óyfirstígan- legt að geta boðið börnunum sín- um upp á holla og góða fæðu í því hraða samfélagi sem við lifum í, en Ebba Guðný kom ekki aðeins með góð heilsuráð heldur góð ráð hvern- ig megi útbúa hollan mat á mjög stuttum tíma og fyrir lítinn pening. Kom hún til dæmis með uppskrift að einföldum chiabúðingi sem tek- ur enga stund að gera og geymist vel í ísskáp. Í búðingnum eru tvö inni- haldsefni, chiafræ og möndlumjólk, en bæði gefa þau góða næringu. Þá er hægt bragðbæta búðinginn með ýmsum hætti. „Ég hef trú á að það skipti miklu máli hvað við borðum uppá hvernig okkur líður en ég átta mig líka á að við erum ólík og það sem hentar einum hentar ekki endi- lega öðrum,“ segir hún. Þriðji ættliður í hollu mataræði Aðspurð segist Ebba Guðný sjálf hafa alist upp við að borða hollan mat en foreldrar hennar voru bæði dugleg að elda og gerði mamma hennar barnamat frá grunni fyr- ir þau systkinin. „Mamma og pabbi lögðu alltaf áherslu á að gefa okk- ur næringarríkan mat og mamma var t.d. oft með linsubaunir í matn- um en það var ekki mikið um svo- leiðis á þeim tíma. Ætli megi ekki segja að ég sé þriðja kynslóð sem leggur þessa áherslu á hollan mat. Amma og afi ræktuðu eigið græn- meti og salat á sumrin og afi bjó til þaratöflur sem mamma gleypti sem barn,“ segir Ebba Guðný. En pantar hún þá aldrei pizzu eða fær sér aðra óhollustu? „Jú, algjörlega,“ segir hún og hlær. „Ég er mjög hrifin af undantekningum og er aldrei með nein boð og bönn. Ég hef aldrei bannað börnunum mínum að fá sér eitthvað og við erum til dæmis mjög hrifn af hamborgurum. Stelpan mín er reyndar grænmetisæta en hún fær sér þá bara grænmetisborgara,“ seg- ir hún. „Ég reyni að elda flest kvöld og elda oft þannig að það sé afgang- ur til að borða næsta dag. Þá dug- ar að elda þrisvar eða fjórum sinn- um í viku. Svo kaupi ég gott hráefni og fer mjög vel með það og hendi engu. Ég frysti mat ef ég er hrædd um að ná ekki að klára áður en hann skemmist. Maður þarf alveg að gefa sér tíma til að hugsa út í þetta en ég reyni að hugsa fram í tímann til að einfalda mér lífið. Ég er líka ekki að standa í mjög flókinni matreiðslu. Ég er til dæmis með grænmetissúpu svona tvisvar í viku en það er það einfaldasta í heimi,“ segir hún. Vatnið best Spurð um eitthvað eitt sem henni þætti að allir ættu að kenna börnun- um sínum í sambandi við hollt mat- aræði er hún ekki lengi að hugsa sig um áður en hún svarar. „Að kenna þeim að drekka vatn úr glasi. Ég myndi vilja kenna öllum að meta vatnið og vera þakklát fyrir það. Foreldrar ættu að tala um það við börnin sín hversu gott vatnið er og að það sé hollasti og besti drykkur- inn. Vatnið er ódýrt, gott fyrir heils- una og umhverfið. Það fer ekkert sérstaklega vel með umhverfið okk- ar að kaupa alla þessa drykki í plasti eða fernum, það er líka slæmt fyr- ir tennurnar okkar og heilsuna. Auðvit að er ekkert að því að fá sér svoleiðis spari en vatn ætti að vera okkar helsti drykkur,“ segir Ebba Guðný. En hún talar einmitt um mikilvægi vatns á fyrirlestrum sín- um og bendir fólki á að vera alltaf duglegt að drekka vatn til að skola tennurnar sínar þegar það er búið að borða eða drekka eitthvað annað. Snýr sér að leiklistinni Aðspurð segist hún vera farin að sinna nýju áhugamáli meira í dag, leiklistinni. „Mér þykir afskap- lega gaman að leika og er að reyna að gera meira af því,“ segir hún og bætir við að hún sé að leika í nýj- um þáttum sem nú er verið að sýna á RUV á sunnudagskvöldum, þáttun- um Ísalög. „Ég er þar með voða lítið hlutverk, svo lítið að ég varla sést en mér fannst þetta stúss allt reglulega skemmtilegt. Þættirnir eru einmitt teknir upp í Stykkishólmi,“ segir hún. Þetta hefur lengi verið áhuga- mál. Ég er bara að taka fyrstu skref- in og er þakklát fyrir hvert tækifæri sem gefst. En ég held ég muni allt- af halda áfram að halda fræðsluer- indi og námskeið tengt næringu og heilsu barna og fólks almennt. Sem og að nota samfélagsmiðla til að hjálpa og fræða fólk Það vilja allir reyna að gera heiminn betri á sinn hátt og þetta er mín leið til þess,“ segir hún að endingu. Hægt er að fylgjast með Ebbu Guðnýju á Facebook síðunni Eld- að með Ebbu eða á Instagram und- ir nafninu Pureebba en þar er hún dugleg að deila góðum ráðum varð- andi heilsu og mataræði. arg Mikil spenna að byrja að smakka allan þennan holla og góða mat. Ebba Guðný hefur frætt Íslendinga um heilsu og mataræði í mörg ár Ebba Guðný hélt fyrirlestur í Safnahúsi Borgarfjarðar í síðustu viku þar sem hún fræddi ungar mæður um mataræði fyrir börn. Þessi unga dama gerði sér ferð úr Stykkishólmi með mömmu sinni að hlusta á Ebbu Guðnýju. Börnin voru einnig áhugasöm um matinn sem þau bíða eftir að smakka. Þessi ungi drengur gerði sér einnig ferð úr Hólminum til að sækja fyrirlesturinn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.