Skessuhorn


Skessuhorn - 11.03.2020, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 11.03.2020, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2020 31 Skallagrímur vann nauman sigur á Snæfelli í dramatískum Vestur- landsslag í Domino‘s deild kvenna í Borgarnesi á miðvikudagskvöld. Eftir spennandi lokamínútur voru heimakonur stigi yfir þegar loka- flautan gall, 70-69 og fóru því með sigur af hólmi. Snæfell réði ferðinni í upphafi leiks og skoraði ellefu stig gegn tveimur fyrstu sex mínúturnar. Þá tóku Skallagrímskonur við sér og náðu að jafna metin áður en fyrsti leikhluti var úti, 13-13. Þær höfðu síðan yfirhöndina í öðrum fjórð- ungi, tókst að slíta sig aðeins frá Snæfelli áður en leikhlutinn var hálfnaður og leiddu með ellefu stigum í hálfleik, 39-28. Snæfellskonur komu til baka eft- ir hléið. Hægt en örugglega gerðu þær forystu Skallagríms að engu í þriðja leikhluta. Undi lok leikhlut- ans komust þær síðan yfir og leiddu með tveimur stigum fyrir lokafjórð- unginn, 53-55, en hann átti eftir að verða æsispennandi. Skallagríms- konur minnkuðu muninn í tvö stig en Snæfell jók forystuna á nýjan leik. Þá áttu Hólmarar slæman kafla þar sem boltinn vildi ekki ofan í. Á sama tíma náðu Skallagrímskon- ur að komast yfir. Snæfell minnk- aði muninn í eitt stig þegar örfáar sekúndur lifði leiks en nær komust þær ekki. Skallagrímur sigraði með minnsta mögulega mun, 70-69. Keira Robinson átti stórleik fyrir Skallagrím, skoraði 30 stig, tók tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar. Emilie Hesseldal var með 19 stig og 13 fráköst, Maja Michalska skoraði tíu stig, Mathilde Colding-Poulsen var með fjögur stig og fimm fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði þrjú stig og gaf fimm stoðsending- ar og Gunnhildur Lind Hansdóttir skoraði tvö stig. Emese Vida var atkvæðamest í liði Snæfells með 25 stig og tólf frá- köst. Amarah Coleman skoraði 18 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoð- sendingar, Veera Pirttinen skoraði 13 stig og gaf sex stoðsendingar, Rebekka Rán Karlsdóttir skoraði fimm stig, Gunnhildur Gunnars- dóttir var með þrjú stig og fimm stoðsendingar, Björg Guðrún Ein- arsdóttir skoraði þrjú stig og Anna Soffía Lárusdóttir skoraði tvö stig. Staða liðanna í deildinni er þann- ig að Skallagrímskonur sitja í þriðja sæti með 30 stig, jafn mörg stig og Keflavík í sætinu fyrir neðan en hafa leikið einum leik betur. Snæfell siglir lygnan sjó í sjötta sæti deildarinnar með 14 stig, átta stigum fyrir ofan Breiðablik en 14 stigum á eftir Haukum. Bæði lið leika í kvöld, miðviku- daginn 11. mars. Skallagrímur mætir KR á útivelli en Snæfell fær Grindavík í heimsókn í Stykkis- hólm. kgk/ Ljósm. Skallagrímur. Snæfell beið lægri hlut gegn Álfta- nesi þegar liðin mættust í 1. deild karla í körfuknattleik á sunnudags- kvöld. Leikið var í Stykkishólmi. Eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik tóku gestirnir stjórnina í þeim síðari og sigruðu að lokum með 13 stigum, 77-90. Jafnræði var með liðunum fram- an af fyrsta leikhluta og þau skipt- ust á að leiða. Snæfellingar luku upphafsfjórðungnum með góðum kafla og höfðu sex stiga forskot að honum loknum, 20-14. Gestirnir komu sér alveg upp að hlið Hólm- ara snemma í öðrum fjórðungi og náðu síðan forystunni. Snæfell- ingar fylgdu þeim eins og skugg- inn síðustu mínútur fyrri hálfleiks og aðeins munaði einu stigi á lið- unum í hléinu. Álftanes leiddi með 47 stigum gegn 46 stigum Snæfell- inga. Gestirnir juku forystu sína í fjög- ur stig í upphafi síðari hálfleiks áður en Snæfellingar minnkuðu muninn í eitt stig í stöðunni 49-50. Eftir það skildu leiðir. Hólmarar skor- uðu aðeins fimm stig til viðbótar það sem eftir lifði þriðja leikhluta gegn 24 stigum gestanna. Álftanes leiddi því með 20 stigum fyrir loka- fjórðunginn, 54-74. Snæfellingar reyndu hvað þeir gátu að vinna á forystu gestanna, náðu að minnka muninn í tíu stig þegar fjórði leik- hluti var hálfnaður en nær kom- ust þeir ekki. Að lokum fór svo að Álftanes sigraði 77-90. Anders Gabriel Andersteg var at- kvæðamestur í liði Snæfells með 24 stig og átta fráköst. Brandon Ca- taldo skoraði 16 stig, tók tólf frá- köst og varði fimm skot, Ísak Örn Baldursson skoraði 14 stig, Benja- mín Ómar Kristjánsson og Aron Ingi Hinriksson voru með átta stig hvor, Guðni Sumarliðason skoraði sex stig og tók sex fráköst og Ell- ert Þór Hermundarson skoraði eitt stig. Samuel Prescott jr. fór fyrir liði Álftnesinga með 30 stig og fimm stolna bolta. Vilhjálmur Kári Jens- son skoraði 14 stig og tók sjö frá- köst, Dúi Þór Jónsson skoraði tólf stig og tók tíu fráköst og Brynjar Magnús Friðriksson var með ellefu stig og níu fráköst. Snæfellingar sitja á botni deild- arinnar með fjögur stig, jafn mörg og Sindri í sætinu fyrir ofan en hafa leikið tveimur leikjum meira. Næst leika Hólmarar gegn Breiðabliki á útivelli á morgun, fimmtudaginn 12. mars. kgk/ Ljósm. úr safni/ sá. Skallagrímsmenn máttu játa sig sigraða gegn Hamri eftir tvífram- lengdan leik, 109-122, þegar lið- in mættust í 1. deild karla í körfu- knattleik. Leikið var í Borgarnesi á sunnudagskvöld. Gestirnir frá Hveragerði höfðu heldur yfirhöndina í upphafi leiks en Skallagrímsmenn fylgdu fast á hæla þeirra. Þegar komið var fram yfir miðjan fyrsta leikhluta náðu Borgnesingar góðum kafla og leiddu með ellefu stigum eftir upp- hafsfjórðunginn, 30-19. Skallagrímur leiddi með tíu stig- um eða svo lengst af öðrum leik- hluta, eða allt til loka fyrri hálfleiks. Þá gerðu gestirnir áhlaup, minnk- uðu muninn í tvö stig en Borgnes- ingar skoruðu síðustu körfu hálf- leiksins og leiddu með fimm stig- um í hléinu, 52-47. Skallagrímur jók muninn í ell- efu stig í upphafi síðari hálfleik en þá tóku Hamarsmenn við sér. Þeir áttu góðan kafla um miðbik þriðja leikhluta og komust fjórum stigum yfir í stöðunni 66-70. En Borg- nesingar áttu lokaorðið í leikhlut- anum og fóru með fimm stiga for- ystu inn í lokafjórðunginn, 77-72. Gestirnir komust yfir þegar fjórði leikhluti var rúmlega hálfnaður og upphófust þá æsispennandi loka- mínútur þar sem liðin skiptust á að skora. Þegar 20 sekúndur lifðu leiks var Hamar tveimur stigum yfir en Borgnesingar jöfnuðu met- in af vítalínunni í 95-95. Meira var ekki skorað í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framleng- ingar. Hvergerðingar byrjuðu fram- lenginguna betur og skoruðu sjö stig í röð. Borgnesingar svöruðu með 9-2 kafla og og jöfnuðu met- in í 104-104 þegar fimm sekúnd- ur voru eftir á klukkunni svo grípa þurfti til annarrar framlenging- ar. Þar áttu Hamarsmenn einfald- lega meira eftir. Borgnesingar hittu ekki úr skotum sínum og skoruðu aðeins tvö stig í annarri framleng- ingu. Á meðan sigldu gestirnir fram úr og sigruðu að lokum með 13 stigum, 109-122. Arnar Smári Bjarnason átti stór- leik fyrir Skallagrím og skoraði 34 stig. Hjalti Ásberg Þorleifsson skoraði 20 stig og gaf níu stoðsend- ingar, Kenneth Simms skoraði 16 stig, tók 18 fráköst, gaf átta stoð- sendingar og varði sex skot. Krist- ófer Gíslason var með ellefu stig, Davíð Guðmundsson skoraði tíu stig, Kristján Örn Ómarsson var með átta stig og fimm stoðsend- ingar, Bergþór Ægir Ríkharðsson sjö stig og fimm fráköst og Almar Örn Björnsson skoraði þrjú stig. Everage Lee Richardson var at- kvæðamestur í liði Hamars og setti upp þrennu. Hann skoraði 32 stig, tók 14 fráköst og gaf ellefu stoð- sendingar. Ragnar Jósef Ragnars- son skoraði 28 stig og tók fimm fráköst, Michael Philips skoraði 20 stig, tók 15 fráköst og varði sex skot, Pálmi Geir Jónsson var með 17 stig, níu fráköst og sjö stoðsend- ingar, Matej Buovac skoraði 16 stig og tók níu fráköst og Björn Ásgeir Ásgeirsson skoraði níu stig. Skallagrímur situr í sjöunda sæti deildarinnar með sex stig, tveimur stigum meira en Sindri og Snæfell í sætunum fyrir neðan en tíu stigum á eftir Selfyssingum. Næsti leikur Skallagríms er útileikur gegn topp- liði Hattar á morgun, fimmtudag- inn 12. mars. kgk Dramatískur Vesturlandsslagur Leiðir skildu í seinni hálfleik Tap eftir tvíframlengdan leik Arnar Smári Bjarnason gerist aðgangsharður við körfu Hvergerðinga. Ljósm. Skallagrímur. Nýverið greindi Fimleikasamband Íslands frá þjálfarahópi landsliðsins fyrir Evrópumótin í hópfimleikum 2020. Þórdís Þráinsdóttir, yfirþjálf- ari Fimleikafélags Akraness, er þar á meðal þjálfara í teymi blandaðs liðs unglinga. Evrópumótið verður haldið í Ballerup Super Arena í Kaup- mannahöfn dagan 14.-17. október næstkomandi. Fimleikasamband Íslands stefnir að því að senda tvö fullorðinslið til keppni; kvenna- lið og blandað lið, auk stúlknaliðs í unglingaflokki og blandaðs liðs unglinga. kgk Þórdís Þráinsdóttir, yfirþjálfari FIMA og landsliðsþjálfari í fim- leikum. Ljósm. Fimleikasamband Íslands. Þórdís í landsliðsþjálfarateymið

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.