Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.2020, Síða 4

Skessuhorn - 29.04.2020, Síða 4
MIÐVIKUDAGUR 29. ApRÍL 20204 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.280 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.840. Rafræn áskrift kostar 2.570 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.370 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Á tímamótum Vafalítið má margan lærdóm draga af áhrifum þess veirufaraldurs sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Þrautalaust verður það ekki. Víða um heim eru atvinnugreinar sem lamast um lengri eða skemmri tíma, ýmist vegna tímabundinnar lokunar markaða eða beinna efnahagslegra þrenginga. Hér á landi munar mestu um ferðaþjónustuna sem nánast hefur þurrkast út. Mörg ár munu því líða þar til hún réttir úr kútnum og við getum vænst þess að fólk ferðist að nýju milli landa eins og fyrir tíma Covid-19. Í ljósi þess að ferðaþjónusta var orðin stærsta gjaldeyrisskapandi greinin verð- ur efnahagshrunið hér djúpt. Stærstu uppsagnir í sögu þjóðarinnar eru nú að ganga yfir, tvö þúsund manns hjá Icelandair í gær, og vafalítið annar eins fjöldi eða meiri í öðrum fyrirtækjum í gær og í dag. Þetta verður því bakki. En þegar einar dyr lokast þarf að opna aðrar. Varðandi ferðaþjónustuna blasir við að Íslendingar munu ferðast innanlands í sumar og nú þegar má greina þess merki að sprækustu ferðaþjónustufyrirtækin eru farin að beina sjónum til okkar. Við munum því án efa nýta í sumar þá frábæru aðstöðu sem byggð hefur verið upp víðs vegar um landið. Áfram munu verða gefin sumarfrí og það er engin ástæða til að vanmeta íslenska markaðinn. Við verðum fínir viðskiptavinir, rétt eins og þegar við dveljum erlendis. Nú þurfa bæði stjórnvöld og frumkvöðlar að sýna snerpu og grípa önnur sóknarfæri sem til eru. Vissulega eru þau mörg. Bent hefur verið á skyn- semi þess að við eflum innlenda matvælaframleiðslu. Það er nefnilega svo að sama hversu djúpar efnahagslægðirnar eru, fólk þarf alltaf að borða. Á síðustu árum hafa frændur okkar í Færeyjum lagt höfuðáherslu á tvær at- vinnugreinar; fiskveiðar og fiskeldi. Af þeim sökum búast menn við því að þar í landi verði kreppan alls ekki svo djúp. Áfram verða nefnilega opnir markaðir fyrir mat. Til skemmri tíma er fjölmargt sem við Íslendingar getum gert til að bregðast við fækkun erlendra ferðamanna. Það eina sem við þurfum er að líta á hvað við erum góð í og nýta þá þekkingu sem við búum yfir betur en við höfum gert á síðustu árum. Við getum til dæmis stóraukið ræktun. Útiræktað grænmeti seldist upp síðasta haust jafnharðan og það var tekið upp úr moldinni. Mig minnir að hvítkál og spergilkál hafi verið uppselt í nóvember og þá var farið að flytja þessa vöru inn með tilheyrandi sóun á gjaldeyri. Þessa ræktun eigum við að auka, höfum bæði land og þekkingu til að láta það raungerast strax í sumar. Við getum einnig á stuttum tíma byggt fleiri gróðurhús og sótt fram með því að nýta bæði jarðhita og ódýra innlenda raforku til kyndingar og lýsingar. Við getum sömuleiðis brotið land, ræktað gras og sáð korni til að afla fóðurs fyrir aukinn fjölda búfjár. Allt fellur þetta í þann sama flokk að nýta auðlindirnar sem við eigum; land, hreint vatn, orku og mannauð. Loks verð ég að nefna að við getum sömuleiðis aukið verðmætasköpun í sjávarútvegi og fiskeldi. Undanfarin ár hefur fiskur í stórum stíl verið fluttur óunninn úr landi. Það er nánast dapurlegt að sjá heila laxa lagða í frauðplastkassa til útflutnings og vinnslu einhvers staðar í fjarlægum lönd- um. Á sama tíma standa fiskvinnsluhús hér heima jafnvel tóm, án verkefna. Stjórnvöldum ætti ekki að vera í lófa lagið að breyta lagaumgjörð hvað þetta snertir í snatri þannig að hér heima gætum við unnið þessa vöru í neytendapakkningar og stóraukið verðmæti íslensks sjávarfangs. Fyrst og fremst verðum við að sætta okkur við þá staðreynd að heimur- inn verður ekki samur og hann var fyrir tíma Covid-19. Nú eru kaflaskil og því fyrr sem við flettum í bókinni, því betra. Magnús Magnússon Heilbrigðisráðherra hefur í sam- ræmi við tillögu sóttvarnalæknis breytt gildandi reglum um sóttkví. Með þeim verður öllum sem koma til landsins skylt að fara í sóttkví í 14 daga frá komu. Samhliða var tekið upp tímabundið landamæra- eftirlit á innri landamærum. Regl- urnar komu til framkvæmda síðast- liðinn föstudag og falla að óbreyttu úr gildi 15. maí. Krafa um sóttkví á við um komu fólks frá löndum sem sóttvarnalæknir skilgreinir sem há- áhættusvæði en sem stendur á það við um öll lönd. Reglulega verður endurmetið hvort einhver lönd falli ekki lengur undir þessa skilgrein- ingu. mm Hætta skapaðist á árekstri Breiðar- fjarðarferjunnar Baldurs og þang- skipsins Grettis á siglingu þeirra um Breiðafjörð 16. ágúst í fyrra. Stjórnendur beggja skipanna hefðu báðir mátt sýna meiri aðgæslu og ræða saman í talstöð um fyrirætl- anir sínar. Hefði það verið gert eru allar líkur á að engin árekstrarhætta hefði skapast. Þetta er niðurstaða sérfræðiálits sem sjóslysasvið Rann- sóknarnefndar samgönguslysa fékk vegna málsins. Nefndin tekur und- ir álitið og segir að um mjög alvar- legt atvik hafi verið að ræða. Baldur hafði 42 farþega innanborðs í þess- ari siglingu, auk tíu manna áhafnar, en fjórir skipverjar voru um borð í Gretti. Tíu metrar milli skipa Atvikum er lýst þannig að Baldur hafi verið á leiðinni frá Flatey til Brjánslækjar. Þegar skipið var statt vestur af Hrauneyjarklettum um kl. 11:15 var Grettir þar á siglingu og einnig á norðlægri stefnu. Baldur var að draga Gretti uppi, ferjunni var siglt á um 12,5 hnúta hraða en Gretti á um það bil níu hnút- um. Þurftu stjórnendur skipanna að gera ráðstafanir til að forðast árekstur, Grettir með því að beygja á stjórnborða en Baldur með því að bakka. Þegar minnst var er áætlað að fjarlægðin milli skipanna hafi ekki verið meiri en um það bil tíu metrar. Ólík sjónarmið skipstjórnenda Að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kvaðst skipstjóri Grettis ítrekað hafa reynt að ná sambandi við Baldur í talstöð- inni en án árangurs. Skipstjórnandi Baldurs vísaði því hins vegar á bug, að því er fram kemur í skýrslunni. Þar segir sömuleiðis að vegna mjög ólíkra sjónarmiða hafi nefndin leit- að sérfræðiáltis. Í sérfræðiálitinu segir að stjórnandi Baldurs hefði átt að sýna meiri aðgæslu á sigl- ingu sinni þar sem annað skip var siglt uppi, þar sem stutt hefði ver- ið á milli skipanna og siglingarleið- in þröng. Hins vegar þyrfti um leið að geta þess að stjórnandi Grettis hefði sömuleiðis mátt vita að hann væri að skapa hættu á árekstri með því að snúa til stjórnborða í veg fyr- ir Baldur. Þó að litið væri svo á að Baldur hafi vikið fyrir Gretti og hleypt honum fram fyrir sig þá var Baldur allan tímann meira en 22,5° fyrir aftan þverskipsstefnu Grett- is, bæði þegar hann hafði Gretti á stjórnborða en einnig þegar Grett- ir var kominn yfir á bakborða og beygði til stjórnborðs svo leiðir skipanna skárust aftur. Þá sýni sjó- kort sömuleiðis að stjórnandi Bald- urs hefði mátt vita að Baldur gæti ekki haldið óbreyttri stefnu vegna grynninga, þó hann þyrfti ekki að búast við því að stefnu Grettis yrði breytt jafn mikil til stjórnborða og raun varð. „Þarna hefðu báðir aðil- ar mátt sýna meiri aðgæslu og ræða saman í talstöð um sýnar fyrirætl- anir, sem hefði að öllum líkindum komið í veg fyrir atvikið,“ segir í sérálitinu sem rannsóknarnefndin tók undir. kgk Félag hrossabænda hefur ákveð- ið að blása til landssýningar á kyn- bótahrossum laugardaginn 27. júní á Rangárbökkum við Hellu. Þar verða tíu efstu hross landsins, eft- ir dóma vorsins, ítarlega kynnt og verðlaunuð, í öllum flokkum hryssa og stóðhesta. Einnig verða afkvæmasýningar en þeir stóðhest- ar sem eiga rétt á fyrstu- og heið- ursverðlaunum fyrir afkvæmi geta komið fram á sýningunni og verða verðlaunaðir. Allir þeir verðlauna- gripir sem veittir eru á landsmót- um í einstaklingssýningum og til handa afkvæmahestum verða veitt- ir við þetta tilefni. „Viðburðurinn verður afar vel kynntur á vefnum og aðgengileg- ur þar í gegnum beint streymi en einnig verður dagurinn tekin upp á myndband til varðveislu í World- Feng. Þá munu áhorfendur verða velkomnir byggt á þeim reglum um sóttvarnir vegna Covid-farald- ursins sem verða í gildi á þessum tíma,“ segir í tilkynningu frá fé- laginu. mm Breiðafjarðarferjan Baldur. Ljósm. úr safni/ sá. Hefðu báðir mátt sýna meiri aðgæslu Landssýning kynbótahrossa á Hellu í lok júní Byr frá Borgarnesi tekinn til kostanna af Jakobi Svavari Sigurðssyni á sýningu á Miðfossum. Ljósm. úr safni frá 2014/iss. Allir í sóttkví við komu til landsins

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.