Mosfellingur - 25.06.2020, Blaðsíða 2

Mosfellingur - 25.06.2020, Blaðsíða 2
Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali Í þá gömlu góðu... Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is) MOSFELLINGUR www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is Næsti Mosfellingur kemur út 25. ágúst Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is Ritstjórn: Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is Prentun: Landsprent. Upplag: 4.500 eintök. Dreifing: Afturelding. Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf. Próförk: Ingibjörg Valsdóttir ISSN 2547-8265 Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag. Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti. GAJA, ný gas- og jarðgerðastöð er klár til notkunar á Álfsnesi, hér í bakgarði okkar Mosfellinga. Fram- kvæmdin sem fór allhressilega fram úr öllum áætlunum SORPU sem er byggðasamlag í eigu bæjarfélaganna hér á höfuðborgarsvæðinu. Auðvitað vill enginn láta grafa allt rusl ofan í jörðu í bakgarðinum hjá sér. Það segir sig sjálft og eftir nokkur ár eigum við eftir að hneykslast á því að hafa í fjölda ára grafið allt sorp höfuðborgarsvæðisins í jörðu á Álfsnesi. Nesið er innan lögsögu Reykjavíkurborgar en hefur hrellt okkur Mosfellinga með lyktamengun í gegnum árin. Og alls ekki farið minnkandi síðustu misseri. Nú er vonandi næsta mál á dagskrá að loka risaklósettinu Gými sem hef- ur geymt lífræna úrganginn og setja GAJA á fulla ferð inn í framtíðina. GAJA er risa framfaraskref í um-hverfismálum á Íslandi og mun endurnýta yfir 95% heimilisúrgangs á höfuðborgarsvæðinu. Vonandi sjáum við nú fram á bjartari tíma. Risa umhverfismál Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings www.isfugl.is - Fréttir úr bæjarlífinu62 Hestamannafélögin Hörður í Mosfellsbæ og Fákur í Reykjavík höfðu um langt árabil með sér samstarf til að auka kynningu meðal félagsmanna. Efnt var til hópreiðar í Mosfellssveitina á vordögum og Kvenfélag Lágafellssóknar bauð upp á veglegt kaffihlað- borð í Hlégarði. Í myndasafni Mosfellspóstsins frá árinu 1988 rakst ég á skemmtilegar ljósmyndir sem rifja upp góðar minning- ar frá þessum árum. Innandyra í Hlégarði nýtur fólk veitinga og syngur af hjartans lyst en úti á Hlégarðstúninu sér Úlfar Norðdahl um að allt sé í röð og reglu. Mynd 1: Trompetleikararnir Lárus Sveinsson og Ásgeir Steingrímsson ásamt harmonikkuleikaranum Gretti Björnssyni leiða söng og ekki annað að sjá en að gleðin sé við völd. Mynd 2: Utandyra er passað upp á hrossin og reiðtygin af Úlfari Norðdahl. Virðulegt höfuðfatið og góðmennska hans setti ævinlega svip á daginn. Héðan og þaðan Hlégarðsreiðin 21

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.