Mosfellingur - 25.06.2020, Blaðsíða 5

Mosfellingur - 25.06.2020, Blaðsíða 5
Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs stýrir starfsemi sviðsins í samræmi við lög og reglugerðir, stefnu- mörkun og samþykktir bæjarstjórnar, fjárhagsáætlun og greiðsluáætlanir á hverjum tíma. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á undirbúningi stefnu- mótunar, áætlanagerð og framkvæmd fjárhagsáætl- unar auk annarra verkefna sem til falla innan þeirra málaflokka sem falla undir sviðið. Hlutverk fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar er að annast þjónustu og rekstur á sviði barnaverndar, félagsþjón- ustu ásamt þjónustu við aldraða og fólks með fötlun og félagsleg húsnæðismál. Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitar- félag þar sem virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi. Framkvæmdastjóri er ráðinn af bæjar- stjórn, heyrir beint undir bæjarstjóra og er hluti af stjórnendateymi bæjarins. Mosfellsbær auglýsir eftir öflugum stjórnanda í starf framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs Sækja skal um öll störf á www.mos.is/storf. Umsóknir skulu innihalda starfsferilskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Hanna Guðlaugsdóttir mannauðsstjóri í síma 525-6700. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni. Menntunar- og hæfnikröfur: • Háskólapróf á meistarastigi sem nýtist í starfi er skilyrði • Þekking á lögum og reglugerðum í þeim málaflokkum sem heyra undir sviðið er skilyrði • Haldbær reynsla af starfi í opinberri stjórnsýslu sem og af málefnum sveitarfélaga í málaflokknum er skilyrði • Mikil reynsla af og þekking á stefnumótunarvinnu og áætlanagerð er skilyrði • Leiðtogahæfileikar og farsæl stjórnunarreynsla er skilyrði • Framúrskarandi samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum er skilyrði • Haldbær reynsla í verkefnastjórnun og framúr- skarandi skipulagshæfni er æskileg • Framúrskarandi tölvukunnátta og þekking á helstu forritum er æskileg • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku er skilyrði, kunnátta í norrænu máli er kostur • Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi UMSóknarFreStUr UM StarFið er til og Með 5. júlí 2020

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.