Mosfellingur - 25.06.2020, Blaðsíða 16

Mosfellingur - 25.06.2020, Blaðsíða 16
 - Fréttir úr bæjarlífinu16 Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Mosfellsbær hefur tekið í gagnið nýjan ráðningarvef. Öll laus störf hjá Mosfellsbæ og stofnunum má sjá og sækja um á nýjum ráðningarvef: www.mos.is/storf Laus störf í Mosfellsbæ Fyrsta KB þrautin fór fram laugardaginn 6. júní. Kettlebells Iceland stóð fyrir þraut- inni, en þetta var eins konar generalprufa þar sem þátttakendur voru æfingafélagar Kettlebells Iceland og ættingjar þeirra. KB þrautin snýst um að komast á milli staða og leysa ýmsar þrautir á leiðinni. Á meðal þrauta voru kaðalklifur, poka– og drumbaburður, fjallganga, minnisþraut, að skríða undir gaddavír, hlaup og steina- burður. Þrautin var í anda Spartan Race en margir æfingafélagar KB Iceland hafa tekið þátt í slíkum keppnum undanfarið. Krefjandi braut í rjómablíðu Veðrið lék við tæplega sextíu þátttakend- ur sem stóðu sig allir frábærlega, sömuleið- is fjöldi sjálfboðaliða sem aðstoðuðu við þrautina. KB þrautin er krefjandi en snýst ekki um tímatöku eða að krýna sigurvegara, heldur að komast alla leið og hvetja aðra og aðstoða til að gera það sama. Ákveðið hefur verið að halda aðra KB þraut 5. september, að þessu sinni er skrán- ingin öllum opin og er þegar farin í gang. Sjá nánar á Kettlebells.is Um þessar mundir eru 50 ár liðin síðan Innansveitarkronika eftir Halldór Laxness kom út. Af því tilefni mun ferðaþjónustan Göngu-Hrólfur efna til sögugöngu um Mosfellsdalinn, leiðsögumaður verður Bjarki Bjarnason rithöfundur og forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar. Mæting er við Gljúfrastein kl. 13.30 á sjálfan kjördaginn, 27. júní. Á Gljúfrasteini verður myndasýning skoðuð sem hefur verið sett upp í tilefni af útgáfuafmæli bókarinnar. Síðan verður gengið um Mos- fellsdalinn og staldrað við á stöðum sem tengjast bókum Halldórs, einkum Innan- sveitarkroniku og Í túninu heima. Meðal annars verður gengið hjá garði í Laxnesi, að Guddulaug, Mosfelli og Hrís- brú. Einnig verður gallerí Þóru Sigurþórs- dóttur leirlistarkonu á Hvirfli heimsótt. Göngunni lýkur með heimsókn og léttri hressingu að Dalsá, vestast í Dalnum en þar starfrækir Jóhanna B. Magnúsdóttir garðyrkju- og fræðslusetur sem fróðlegt verður að skoða og kynnast. Fræðslugangan tekur um fjórar klukku- stundir. Þátttöku- og veitingagjald er 2.500 krónur sem greiðist á staðnum. Nánari upplýsingar og skráning er í gegnum net- fangið steinunnf50@gmail.com Göngu-Hrólfur efnir til sögugöngu • Gengið um Dalinn Á slóðum Innan- sveitarkroniku Guðrún Jónsdóttir kemur mikið sögu í Innan- sveitarkroniku. Hún var fædd árið 1852 á smá- býlinu Hamrahlíð sem stóð norðan við Úlfarsfell. Guðrún var í vinnumennsku á nokkrum bæjum í Mosfellssveit, hún andaðist á Æsustöðum í Mosfellsdal árið 1936. Vorið 2020 var allt annað en venjulegt hjá Mosverjum. Í mars þurfti að gera hlé á skátastarfinu skv. tilmælum almannavarna. Margt var á áætlun hjá öllum aldurshópum. Ferðir, námskeið, útilegur og svo skátamót sumarsins. Það var því erfitt fyrir foringja félagsins að sitja aðgerðalausir. Leitin að sumrinu Apríl rann upp og samkvmæt hefðinni ætti allt að vera komið á fullt við að und- irbúa sumardaginn fyrsta en það var enn í gildi samkomubann. Foringjar félagsins dóu þó ekki ráðalausir, það yrði að finna þetta sumar hvort sem mætti vera með skrúðgöngu eða ekki! Settur var upp skemmtilegur ratleikur í hverfum Mosfellsbæjar fyrir fjölskyldur til að takast á við í stað hefðbundinna hátíð- arhalda. „Leitin að sumrinu“ flæddi um instagramreikninga bæjarbúa og margar fjölskyldur tóku þátt þessa fjóra daga sem leikurinn var uppsettur. Hnífagerð hjá Palla hnífasmið Skátastarf fékk svo loksins að hefjast í byrjun maí, skátunum til mikillar gleði, en skátamótum sumarsins var aftur á móti öllum frestað til sumarsins 2021. Mosverjar gátu þó hist og brallað saman og voru allir fundir haldnir utandyra með fullt af útield- un, bátafjöri og leikjum. Dróttskátum og foringjum félagsins stóð til boða að fara á frábært námskeið í hnífagerð hjá Palla hníf- asmið og voru alls 13 flottir hnífar smíðaðir þar á tveimur helgum. Fjölskylduskemmtun á annan hátt Mosfellsbær tók ákvörðun um að breyta hefðbundnum hátíðarhöldum á þjóðhá- tíðardaginn 17. júní og leituðu til félagsins með að útfæra fjölskylduskemmtun á ann- an hátt. Að sjálfsögðu var brugðist skjótt við og skellt upp öðrum og allt öðruvísi ratleik. Nú mátti fólk hittast þótt hópar mættu ekki verða stærri en 200 og því settum við upp 12 þrautir víðs vegar um bæinn þar sem börn og fullorðnir tókust á við hin ýmsu verkefni eins og að róa kajak, ganga á stultum, kasta í dósir og þess háttar. Veðrið skartaði sínu fegursta í tilefni dagsins og má áætla að um 6-800 manns hafi tekið þátt þennan skemmtilega dag. Ævintýranámskeið Mosverja byrjuðu um leið og skólar slitu vetri og má sjá langa biðlista á nokkrar vikur sumarsins. Í haust tekur svo við fjölskyldudagur fyr- ir bæjarbúa við Hafravatn þar sem verður notið útiveru og skemmt sér á bátunum en einnig verðum við að sjálfsögðu með kaffi- hús í Álafosskvosinni á bæjarhátíðinni „Í túninu heima“ í lok ágúst. Skátastarfið af stað eftir veturinn • Deyja ekki ráðalaus Óvenjulegt vor hjá Mosverjum Leystu hinar ýmsu þrautir í náttúru Mosfellsbæjar Fyrsta KB þrautin Mikil sala Ég vil vinna fyrir þig! - fagleg og persónuleg þjónusta Hringdu í 897-1533 davíð Ólafsson lög.fast. david@fastborg.is SUN. 19. JÚLÍ FIM. 23. JÚLÍ KL. 13:00 KL. 21:00 BOLTATILBOÐ Í GANGI Á ÖLLUM LEIKJUM Í BEINNI 12” PIZZA MEÐ TVEIMUR ÁLEGGJUM 1.990 KR. EÐLAN MEÐ NACHOS 1.890 KR. BONELESS WINGS 10-12 STK. (FER EFTIR STÆRÐ) 2.490 KR. KJÚKLINGAVÆNGIR 20 STK. KRISPÝ EÐA HEFÐBUNDNIR 2.490 KR. STÓR Á KRANA 990 KR. GOS MEÐ ÁFYLLINGU 290 KR. STÆRSTI JÚLÍ FRÁ UPPHAFI Í KEILUHÖLLINNI FYLGSTU MEÐ DAGSKRÁNNI Á FACEBOOK.COM/KEILUHOLLIN PÖBB QUIZ HAPPY HOUR FRÁ KL. 21-23 Bókaðu borð tímanlega á keiluhollin@keiluhollin.is NEI. HÆTTU NÚ ALVEG VILLI NAGLBÍTUR FIM. 25. JÚNÍ & 16. JÚLÍ KL. 21:00 HJÖBB QUIZ STÓRSKEMMTILEGT FÓTBOLTA-QUIZ HJÖRVARS HAFLIÐA HAPPY HOUR FRÁ KL. 21-23 Bókaðu borð tímanlega á keiluhollin@keiluhollin.is FIM. 02. JÚLÍ KL. 21:00 RISA FULLORÐINS HAPPY HOUR FRÁ KL. 21-23 FIM. 9. JÚLÍ KL. 21:00 PÖBB QUIZ MEÐ HELGA & HJÁLMARI HAPPY HOUR FRÁ KL. 21-23 Bókaðu borð tímanlega á keiluhollin@keiluhollin.is HAPPY HOUR FRÁ KL. 21-23 Bókaðu borð tímanlega á keiluhollin@keiluhollin.is FÖS. 26. JÚNÍ & LAU. 25. JÚLÍ KL. 21:00 FÖS. 10. JÚLÍ KL. 21:00 FÖS. 17. JÚLÍ KL. 21:00 ÞAÐ VERÐUR ÞJÓÐHÁTÍÐ Í KEILUHÖLLINNI SVERRIR BERGMANN & HALLDÓR FJALLABRÓÐIR BREKKUSÖNGUR INGÓ VEÐURGUÐ & BJÖSSI SAX BREKKUSÖNGUR JÓN JÓNSSON & FRIKKI DÓR BREKKUSÖNGUR HAPPY HOUR FRÁ KL. 21-23 FIMMTUDAGA FÖSTUDAGA LAUGARDAGA FIM. 30. JÚLÍ KL. 21:00 HREIMUR BREKKUSÖNGUR

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.